Leita í fréttum mbl.is

Reykjarar líklegri en ekki-reykjarar til að vera illa sofnir - og það fjórum sinnum svo!

smoking_nicotine_sleep_problemsÉg er ekki-reykjari og fyrrum reykjari. Nú rúmum þremur árum eftir að ég varð ekki-reykjari er ég enn að finna nýjar ástæður fyrir því hvað þetta var ótrúlega snjallt múv hjá mér þarna um árið; þá meina ég að skeyta „ekki” framan við „reykjari”.

Í dag var það eftirfarandi sem kætti mig svo mjög:

Samkvæmt vísindamönnum frá Jóns Hoppukyns háskólanum (e. Johns Hopkins University), eru reykjarar í meiri vandræðum að ná að sofna og eiga við meiri svefnraskanir að stríða. Heilt yfir eru reykjarar fjórum sinnum líklegri en ekki-reykjarar að finnast þeir vera „óhvíldir” þegar þeir vakna á morgnana.

Megin ástæðan er sú að heilastarfsemi hjá reykjurum er mun virkari í svefni en hjá ekki-reykjurum og ná þeir því ekki eins miklum djúpum svefni. Líklegast er þetta vegna örvandi áhrifa nikótíns á starfsemi heilans. (Virkur heili - er það ekki gott?)

En allt um þetta hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband