8.2.2008
Rebekka nær augum og eyrum Netverja
Um mitt síðasta ár fann Rebekka Guðleifsdóttir ljósmyndir sem hún hafði tekið og átti höfundarrétt á til sölu á vefnum. Um hreinan og kláran þjófnað var að ræða og Rebekka var ekki á því að láta þjófana komast upp með glæpinn, hér má finna grein um þessa atburðarrás á mbl.is frá því í fyrra. Þetta mál fór víða um netheim þá og nú hefur Rebekka aftur orðið fyrir barðinu á þjófnaði sjá góða samantekt hér.
Ég reikna með að Rebekka sé nú að verða einn þekktasti Íslendingurinn í Netheimi.
En af hverju er ég að koma þessu á framfæri hér á blogginu mínu? Jú málið er að ég er sekur um þjófnað eða öllu heldur líður mér eins og ég kunni að vera sekur um þjófnað.
Nánast í hvert skipti sem ég blogga notast ég við myndir sem ég sæki (oftast) út á Netið, ég hirði ekki um að kynna mér skilmála sem kunnu að eiga við um notkun á viðkomandi myndum eða að sækja leyfi til höfundar. Ég held reyndar og vona að brot mitt (ef brot er) sé ekki talið alvarlegt. Ég tel mér trú um að notkun mín falli undir einhverskonar þegjandi samkomulag/sáttmála Netverja um blogg og notkun mynd á þeim.
Ég hefði gaman að því að heyra meira um hvað er upp og hvað er niður í tilfelli okkar bloggara.
Í þessu sambandi finnst mér að mbl.is ætti að bæta við kerfið sitt möguleika á myndtexta. Ég myndi t.d. vilja að undir myndinni hérna stæði Rebekka Guðleifsdóttir sjálfsmynd. Höf.: Rebekka Guðleifsdóttir.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Góð hugmynd, vona að mogginn taki hana upp á sína arma.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 00:17
Ég myndi telja að þitt brot sé alveg jafn slæmt, þú sækir myndir annað, skeytir engu um höfundarrétt og setur þær á þína síðu, svo kemur einhver annar og sækir myndirnar á þína síðu þar sem er enginn höfundarréttur og notar myndirnar í góðri trú en í raun hafðir þú ekkert leyfi til að birta þær eða dreifa.
Óli (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:52
Það er nu ekki rétt Óli að brot Viggó sé jafn slæmt því hann er ekki að selja myndirnar eða nýta þær í atvinnuskini. Það er reigin munur þar á.
Landfari, 13.2.2008 kl. 15:58
Og svo kemur einhver fávitinn hingað inn og tekur myndir sem eru ekki merktar neinum höfundarrétti og selur þær, það er bein afleiðing af þeirri ákvörðun Viggós að stela myndunum og stökin Viggós frekar en þess sem er að selja þar sem seljandans skilningur gæti verið að myndirnar séu ekki varðar af höfundarrétti.
Óli (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 00:27
Ég held að þú sért að einfalda málið talsvert Óli, svo mjög reyndar að málflutningur þinn jaðrar við að vera barnalegur.
Það er allur gangur á því með hvaða fyrirvörum myndir eru settar á netið, allt frá því að vera algjörlega frjálsar til þess að vera háðar þröngum skilyrðum.
En á þessu eru margar hliðar og þín hlið þar á meðal, en ég var að vona að einhver sem hefði í raun kynnt sér málið gæfi sér tíma í að setja hér inn línu eða tvær.
Viggó H. Viggósson, 14.2.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.