10.2.2008
Túdú fyrir Geir
Hæ Geir Hilmar, mig langaði bara að nefna við þig nokkur smá mál sem þú þarft nauðsynlega að tækla á næstu dögum - ef þú vildir vera svo vænn að gera þetta fyrir okkur sem þetta land byggjum.
Til einföldunar hef ég raðað málunum upp í þeirri röð sem ég tel að best sé að ráðast á þau. Þessi mál þola litla sem enga bið, það er nefnilega þannig að sumar af þekktum lausnum þessara viðfangsefna hafa síðasta neysludag, ef svo má að orði komast. Þær súrna eftir því sem frá líður og jafnvel snúast þá uppí andhverfu sína.
1. Klára borgarstjórnarmálið - þetta er svo sem ekkert grundvallar issjú eins og þú veist, meira svona leiðinda happening. En þetta er augljóst klístur á annars hreinlegu borði og það er ótrúlega klaufalegt ef þessi mengun fær að vera sjálfreka mikið lengur.
2. Klára auðlindamál þjóðarinar - þetta er flóknara mál, ég viðurkenni það. En þið í Valhöll eruð búin að hafa áratugi til þess að hugsa þetta fram og til baka. Trúðu mér að ef þetta verður hugsað eitthvað mikið meira þá missum við frumkvæði í málunum og þá fá villuvaðandi vitleysingar upplögð tækifæri til þess að rugla okkur, fólkið í landinu, í rýminu. Það má ekki henda.
3. Klára þetta með Báknið burt - þetta snýst að mestu um einfalda niðurröðun framkvæmda. Er eiginlega svona just do it mál.
Geir þetta eru í raun ekki svo erfið mál, þú ert með fullt af framúrskarandi fólki allt í kringum þig og þið vitið vel hvað þarf að gera. Ég treysti því að þið klárið þessi mál hratt og vel. Fumlaust.
Held að við séum góðir í bili.
Kv
Viggó
PS. Mundu þetta með höfuðið og limina.
Ekki ástæða til að ræða við Vilhjálm og Björn Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Hæ þetta á örugglega eftir að hjálpa Geir mikið, frábært hjá þér að styðja svona við bakið á honum. Það er vinur sem til vamms segir.
Ester Sveinbjarnardóttir, 10.2.2008 kl. 19:17
Þú mættir kannski minna Geir á í leiðinni að líklega er hann búinn að slá Íslandsmet í útþenslu báknsins í tíð hans í ríkisstjórn Íslands, sama hvernig á það er litið.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:44
ES: Flokkurinn er auðvita ekki í sérlega góðri stöðu núna, í samstarfi með Samfylkingu, en á staðan eitthvað eftir að lagast? Veit ekki. Það er ekki eftir neinu að bíða í eingu af þessum málum. Þetta er babb á bátinn okkar (borgin, auðlindir, báknið burt) og hægir á för okkar framávið.
SJ: Því miður er ekki fráleitt að þetta sé rétt hjá þér. Annað er að menn hafa skýlt sér á bak við góða afkomu (og afgang) á ríkisjóði. En nú verður fróðlegt að sjá hvað kemur í kassan af "óvæntum góðæris krónum" í ár og á næsta ári. Í þessu skjóli hafa þeir þannið út Báknið. Hvað um það skjól eða ekki skjól, þá er ofvaxið og ofvaxandi Báknið höfuð meinið - burt með það.
Viggó H. Viggósson, 12.2.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.