Nú segir af því að í Skotalandi fáist ölið fyrir færi pens en blessað vatnið. Bágleg væru þessi tíðindi ef vatnið hefði hækkað í verði, en svo er ekki. Sem betur fer.
Nú er hægt að fá heilan lítir af alveg hreint skít sæmó öli á 50p, sem myndi snarast þannig að einn teygur (500ml) kostar um um 35 krónur. Þetta er miðað við að keypt sé í verslun og að teygað sé heima.
Skotland hefur löngum verið vinsæll staður fyrir íslenska ferðamenn; golfarar hafa stundað þennan efri enda Bretlandseyja af umtalsverði ákefð, sama gildir um verslunarþyrsta. Undirritaður er m.a. í Demantsklúbbi Slater Mensware, til þess að gera fámennur klúbbur enda komast menn ekki á þann stall nema eftir að hafa mist sig í kaupæði. Nokkrum sinnum.
Annað sport hefur vaxið mikið að vinsældum á undanförnum árum, en það eru gönguferðir um Skosku hálöndin, þar sýnist mér að ferðirnar hennar Ingu beri höfuð og herðar yfir annað sem er í boði (sjá Skotaganga). Mig grunar að þessar ferðir hennar Ingu hafi upphaflega byrjað sem einhverskonar skálkaskjól - yfirskyn fyrir miðaldra kerlingar (og stráka eins og mig) til þess að komast í gott sjoppingröss. Það hafi síðan komið öllum, nema Ingu og kannski Snorra hennar, algjörlega á óvart hvað þessi bévítans ganga var svo gríðarlega skemmtileg.
Ég er sumsé að spá því hér og nú að íslenskir íþróttamenn flykkist í enn meira mæli en áður til Skotland. Enda öll umgjörð nú orðin hreint ótrúlega hagfeld: flug, gisting, golf, ganga, föt, bjór - allt saman hræbillegt.
En þá að þessum merku tímamótum sem markast af því að í skoskum verslunum er bjór nú ódýrari en vatn. Um þetta má lesa í fjölda greina í enskum blöðum en ég læt duga að vísa hér í grein í The Scotsman (hér), efni hennar á vel við umræðuna hérna heima þessi misserin - snertir frjálsa verslun með áfengi og hvernig bann við reykingum á veitingastöðum hefur áhrif á samkeppni í sölu guðaveiga.
Kannski meira um það síðar - ærin ástæða til, en læt ég það duga núna að skoða innihald einnar setningar úr greininni á The Scotsman: The trend worries alcohol campaigners because more than half of under-age drinkers get their alcohol from shops and supermarkets. Hvað með hinn helminginn?
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.