Leita í fréttum mbl.is

Skálkaskjól

Ránum hverskonar hefur því miður fjölgað mikið hér heima, það líður varla sá dagur að ekki berist fréttir af einhverskonar ránum; jafnvel þar sem ofbeldi er beitt.

Helstu viðbrögð verslunareiganda og annarra er að auka gæslu með vídeóupptöku, slíkar ráðstafanir hafa tvíþættan tilgang; fælingu og sönnun. Lögreglan getur notað upptökur til þess að bera kennsl á "vini" sína eða tengja saman brot á mismunandi stöðum; þetta getur leit til þess að haft er uppá skúrkunum. 

Það er gott til þess að vita að tæknin hjálpar.

Vera er til þess að vita að auðvelt er að skáka henni. Nú hafa einhverjir snillingar hannað skálkaskjól; um er að ræða einfalda innrauða ljósdíóðu sem misindismenn geta borið á höfði sér og gerir það að verkum að myndflögurnar í myndavélunum tapa sér; það eins sem sést er skær ljósdepill í stað höfuðs. Til þess að kóróna snilldina þá er ljósið sem vídeóskálkaskjólið sendir frá sér er á tíðni sem mannsaugað greinir ekki.

Hugmynd hönnuðanna er vitaskuld ekki sú að hjálpa krimmum, heldur er þetta þeirra innlegg í umræðuna um eftirlitsþjóðfélagið ("Big Brother"). 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband