21.2.2008
Hagfræðingar á bloggstandard
Vondar fréttir hafa heldur betur dunið á fjármálafyrirtækjunum okkar; erlendir greiningaraðilar keppast við að skrifa bankana, fjárfestingafyrirtæki og jafnvel einstaklinga niður.
Svo hart er að kveðið að okkar farsælustu bísnessmenn virðast vera farnir að trúa sumu af því sem þessir greinarar láta frá sér; og fara sjálfir að tala niður íslenskan markað - jafnvel eigin félög. Rétt eins og ímyndarvandinn hafi ekki verið ærinn fyrir.
Það er kreppa! dynur á okkur úr öllum áttum, eins og það eigi að hamra það í hausinn á okkur - til hvers veit ég ekki. Það styður aðeins við og ýtir undir veika trú manna á markaðinum - flestir virðast reyndar hafa tapað trúnni.
Ja enn lækkar allavega helvítis vísitalan.
En svo koma sjóaðir menn og setjast í stjórnarformannsstól og lækka laun sín; fá að vísu klapp í staðinn. Hálf hjákátlegt.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að hraðinn og einfaldleikinn við að koma efni út á markaðinn sé orðin það mikill að menn ráð ekki við sig lengur; gefa sér ekki tíma til þess að sannreynda upplýsingar eða að fara undir yfirborðið eftir ítarefni. Stundum minna vinnubrögð þessara greiningadeilda á vinnubrögð bloggara - jafnvel næturbloggara.
Sem er vont; hrikalega!
Tja nema vitaskuld ef bloggarinn skildi vera ég.
ES. Fyrir aðþrengda eða aðra áhugsama þá get ég tekið af mér verkefni í því að blogga-upp bísnessinn fyrir viðkomandi. Ég er með nokkuð fastan ramma á aurahliðinni á þessu: eitthvað smá í sænuppbónus, fastakúlu, slatta per hitt og svo auðvita nett kött af sökksessnum
Karsbøl: Skoðun mín óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.