21.2.2008
Axjón gegn danska bankamanninum
Hvernig væri nú að Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi hysjuðu upp um sig buxurnar og færu í einhverja axjón gegn dönsku bankabloggurunum (sjá síðasta innlegg mitt). Það þarf að troða einhverju í lúðurinn á þeim.
Strax.
Ég er með hugmynd um hvernig við getum slegið þá útaf laginu; lætt mér detta í hug að SFF gæti ráði til sín teiknara (er Kurt Westergaard ekki á lausu?) sem myndi gösla upp nokkrum myndum af hinum dæmigerða danska fjármálamanni". Listamanninum yrðu ekki sett flókin skilyrði, aðeins að dönskum fjármálaspekúlant skyldi rétt lýst; þ.e. frekar óheppinn í andlitinu og annarri líkamsbyggingu yfirhöfuð og með sýru í heila stað.
Kannski væri áhrifaríkara að halda samkeppni um bestu myndirnar og jafnvel myndaseríur. Vegleg verðlaun væru í boði.
Vinningstillögurnar væru svo birtar í heimspressunni.
Þegar Danir færu að brenna allt sem íslenskt er s.s.: fána, brennivín, landsliðsbúninga, lopapeysur og krónur þá væri sigurinn okkar.
14-1 myndi ég segja.
Hvernig þá? Jú jú, kaup baunana á eldfimum íslenskum vörum hefði dúndur góð skammtíma áhrif á vöruskiptajöfnuð okkar og myndi styrkja krónuna umtalsvert. En við værum auðvita fyrst og fremst að setja gogginn í meðaumkun alþjóðasamfélagsins já og reiði þess í garð Dana - altso danskra bankamanna þá!
Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Við höfum glutrað niður efnahagslegu sjálfstæði landsins.
Erlendir vaxtamunarspekúlantar eru núna með ríkisstjórn og seðlabanka eins og hunda í bandi. Þeir geta dregið úr landi hundruði milljarða, fellt krónuna um tugi prósenta og valdið allsherjar efnahagshruni og við erum alveg varnarlaus gegn því.
Þetta er því miður hinn harði veruleiki sem við blasir.
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 18:51
Askoti er þú svartur; er þú danskur Baldur Fjölnisson? Þó ekki væri nema að hluta? Í aðra ættina? Kannski kvartpartur?
Það má vel vera að útlitið sé nokkuð drungalegt; að hægt sé að segja það dökkt án þess að vera sakaður um ýkjur - en erum við nokkuð að leggjast í kör? Heyrir slíkt ekki sögunni til?
Viggó H. Viggósson, 21.2.2008 kl. 19:08
Það þýðir ekkert að skamma danskinn,
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 20:01
Athugaðu að ensk blöð, sem eru beintengd við City of London, hafa verið að segja það sama efnislega en að sjálfsögðu þorir enginn að skamma breska fjármálaveldið. Þá er skárra að reyna að gera Danina tortryggilega.
En annars ef við reynum að skoða stóru myndina þá virðist hér vera á ferðinni klassískt trix - þú mokar út lánum eins og þeir geta torgað og skrúfar svo fyrir og hirðir loks draslið fyrir slikk. Þetta er alþekkt makró jafnt sem míkró, í viðskiptum banka við einstaklinga og fyrirtæki, banka við banka og banka við heilu löndin. Og nú erum við hér með sérvalda snillinga í efnahags- og peningamálastjórn landsins. Guði sé lof fyrir að Halldór Blöndal er formaður stjórnar seðlabankans. Og þökk sé Davíð nýtur þessi stofnun almennrar virðingar innan lands sem utan og enginn leyfir sér að bera brigður á trúverðugleika hennar. Árni Mathiesen er að vísu alltof greindur til að vera í fjármálaráðuneytinu en við getum sagt að það embætti sé yfirtryggt með þeim hætti. Þannig að ég sé vissulega þarna mjög svo öfluga ljóskastara í myrkrinu. En samt; það er ekki hægt að horfa framhjá þessum 8-900 milljörðum og alls um 1500 milljarða skammtímaskuldum þjóðarbúsins. En því miður heyri ég ekki annað frá þessum valinkunnu hæfileikamönnum við efnahagsstjórnina en að allt sé í himnalagi en samt hefur hlutabréfamarkaðurinn hrunið um nærri helming og virðist ætla að hrynja meira. Kannski hafa þeir ekki nógu góða spunameistara.
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 20:18
Þýðir nokkuð að skammast yfir höfuð? Ekki fyrir mig og ekki fyrir þig; býst ég við. Hvort að banka- og fjármálafólk geti skammast eitthvað; t.d. hvert út í annað veit ég ekki.
Verkin þurfa að tala, menn þurfa að vinna sig útúr stöðunni.
En ég skamma samt danska bankabloggara.
Viggó H. Viggósson, 21.2.2008 kl. 20:23
Um leið og ég las "... það sé eitthvað, sem búast megi við í þróunarríkjum á borð við Simbabve en ekki í vestrænu hagkerfi." þá varð ég 100% sammála Sigurði Einarssyni. Maðurinn er annaðhvort heimskur eða einstaklega fáfróður.
Ef peningamagnsaukning íslenska seðlabankans er borin saman við t.d. USA og Evrópu (hlutfallslegur samanburður auðvitað) síðastliðin misseri þá er aukning peningamagns hjá þeim íslenska aðeins hljóm við hina tvo.
Þannig að Baldur minn... andaðu í poka og róaðu þig niður :) Danskir bankamenn vilja bara losna við þá íslensku því þeir íslensku eru að auka samkeppnina í Danmörku sem og annars staðar (Kaupthing Edge og IceSave Landsbankans). Ástæður fyrir skítkasti erlendra fjölmiðla eru nú ekki flóknari en svo.
Fyrir utan þetta allt saman glutraði Danske Bank niður öllu sínum trúverðuleika árið 2006 varðandi umfjöllun um íslenska hagkerfið. Þeir höfðu þá, ekki frekar en nú, hugmynd um um hvað þeir eru að blaðra greyin...
unglingur, 21.2.2008 kl. 20:39
Segjum að þið væruð með 5 milljóna ársveltu og 6 milljónir í skammtímaskuldum. Hversu lengi myndi það ganga? Væruð þið ekki í raun í vasanum á bankanum?
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 21:11
Nú segir sessunautur minn
heyrðu þetta lið sem þú ert að þrasa við er einmitt í þessarri stöðu og svo er bara að yfirfæra það á allt hagkerfið og þess vegna ekki síst sitjum við núna uppi með ónýtt skólakerfi í þriðju deild og Þorgerður Katrín segir að öll þjóðin verði að sameinast um að koma því í úrvaldsdeildina.
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 21:23
Ert þú viss um að þú sért ekki Dani? Þá meina ég alveg viss?
En sessunauturinn?
Viggó H. Viggósson, 21.2.2008 kl. 21:31
Þegar eitthvað er öllum að kenna er það að sjálfsögðu engum að kenna. Það er augljóst. Og þegar allir þurfa að taka á til að snúa við gjaldþrota kerfi sem er afleiðing meðvitaðrar og áralangrar STEFNU þá er jafn augljóst að þeir sem hafa mótað þá stefnu neita að taka ábyrgð á henni. Enda segja þeir ykkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn. Sæluríkið er alltaf framundan í hillingum og á meðan það nálgast reikna þeir með því að þið séuð hálfvitar og miða málflutninginn við það.
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 21:34
Viggó, í umræðu þurfum við að reyna að festa fingur á málefnum. Ég þakka umhyggju fyrir mínum rólegheitum eða skorti á þeim og mögulega vondu ætterni en það er bara ekki issjúið.
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 21:37
Annar vegna þessa reiknisdæmis sem þú stilltir upp, þá get ég auðvita ekki reiknað það án þess að hafa forsendur (fjölda ára, vextir, kostnaður í rekstrinum). Ef lánið væri til 3 ára með 12% kostnaði og að kostnaðurinn á bak við 5 millurnar væri <40%, þá gæti þetta gengið.
Nú ef þetta væri til 1 ár og með 12% kostnaði og kostnaðurinn 5 milljónir, tja þá væri ég sennilega með feitt sub-prime á grillinu og hefði bankann í vasanum.
Viggó H. Viggósson, 21.2.2008 kl. 21:40
Þú nærð því vonandi að ég er í þessum skrifum mínum að gera danskinn að blóraböggli meira í gríni en alvöru. Auðvita er ætterni þitt ekki málið hér.
Viggó H. Viggósson, 21.2.2008 kl. 21:43
Takk fyrir hreinskilnina Hr. Viggó.
Þetta snýst auðvitað eins og alltaf um skilgreiningar. Hvað er skammur tími? Hvað er skammtímaskuld? Kannski hefur skólakerfið, sem við öll en ekki meðvituð stefna hálfvita með vonlausa hugmyndafræði berum ábyrgð á, breytt skilningi okkar á því hugtaki eins og ýmsum öðrum.
Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 22:27
Bara smá upprifjun ...
Bankaráð, kjörið af Alþingi, 13. júní 2007:
Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands til fyrsta þings eftir næstu almennu alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 26. gr. laga nr. 36, 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum.
Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ( kosin 3. október 2007 í stað Jóns Þórs Sturlusonar)
Varamenn
Halla Tómasdóttir
Birgir Þór Runólfsson
Tryggvi Friðjónsson
Sigríður Finsen
Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur)
Ingibjörg Ingvadóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Baldur Fjölnisson, 22.2.2008 kl. 11:00
Koma þessir sömu menn ekki þegar allt er í botni og kaupa allt á niðursettu verði með peningum sem þeir eru búnir að safna erlendis. Önnur eins "trix" eru nú velþekkt í viðskiptum siðspillra...
Óskar Arnórsson, 27.2.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.