27.2.2008
Verðtrygging, bákn fólksins
Það er ánægjulegt að sjá að grein Illuga og Bjarna fellur í góðan jarðveg hjá stjórnmálamönnum.
Steingrímur J. Sigfússon segir í viðtali við Moggann eitthvað í þá veru að hann sé sammála en þó ekki - auðvita ekki - og að þetta sé nú seint í rass gripið, að hann hefði nú sagt þetta allt saman fyrir löngu. Gott ef ekki fyrir mögum árum. Svo kemst hann að því að greinin sé merki um innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Jamm og já.
Guðni Ágústsson segir við Moggann að mynda eigi: öflugt samstarf, nokkurs konar þjóðarsátt ríkisstjórnar, atvinnulífs og bankakerfisins um að fara yfir þá alvarlegu stöðu, - er þá atvinnulífið orðið annað en bankakerfið; kannski tveir andstæðir pólar? Hvað með okkur fólkið í landinu, eigum við ekki að vera partur af þessari þjóðarsátt?
Guðni heldur áfram og segist ekki vera sammála Illuga og Bjarna: að Íbúðalánasjóður eigi að verða kjötbiti og fóður í kjaftinn á bönkunum við þessar aðstæður, en við einhverjar aðrar aðstæður kannski? Hann talar um þjóðarsátt með bönkunum en verður að muna að það er og verður krafa bankana að teikna Íbúðarlánasjóð upp á nýtt.
Guðjón A. Kristjánsson varar við því að menn lækki skatta á atvinnulífið frekar, hann veit sem er að við lifum í opnum heimi þar sem keppt er um fjármagn og fyrirtæki, hann vill gera okkur samkeppnishæfari en vill bara eitthvað hinkra og sjá til. Við megum ekki skjóta yfirstrikið - verða þá kannski of góð, það væri nú alveg svakalegt.
Ég tek sérstaklega eftir því að engin þeirra nefnir verðtryggingu á nafn. Ekki frekar en Illugi og Bjarni í grein sinni í gær.
Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn virðast forðast það að ræða þessa meinsemd íslensks fjármálakerfis, þessa meinseimd fjölskyldnanna í landinu?
Sennilega er ekkert jafn mikilvægt fyrir fólkið í landinu og fjármálakerfið eins og að afnema verðtryggingarkerfið.
Verðtrygging er bákn fólksins og fólið vill báknið burt.
Annars skrifaði ég um grein Illuga og Bjarna í gær: Innan seilingar
Grein Bjarna og Illuga vel tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.