27.2.2008
Fullir af illu einu ...
Fjármálageirinn þarf að kveða þessa bloggkynslóðarhagfræðinga í kútinn. Ég held því fram að þeir sem starfa hjá virtum fyrirtækjum og hafa það að atvinnu að greina markaði og eða að segja frá greiningum verði að huga betur að því sem þeir láta frá sér fara.
Það heitir að vanda sig.
Manni er farið að finnast eins og það sé einhverskonar sport hjá dönskum greiningaraðilum að segja af okkur (íslenskum fjármálamarkaði) illar sögur og það af illsku einni. Reyndar grunar mig að það sé frekar við danska fjölmiðlamenn að sakast en hagfræðingana. Dönskum blaðamönnum finnst þeim vafalaust eiga eitthvað sökótt við íslenska banka og sækja það stíft að fá fóður í enn eina góða vonda frétta af íslensku efnahagslífi.
En greiningarfólkinu er hins vegar laus tungan - eins og okkur bloggurum. Stundum.
Hallgrímur Pétursson hafði ekki mikið álit á mönnum sem ekki kunnu að velja orð sín og stunda það að lasta aðra.
Oft má að máli þekkja
manninn, hver helst hann er,
sig mun fyrst sjálfan blekkja,
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst.
Fullur af illu einu
illyrðin sparar síst.
Annar hef ég komið inná þetta nýlega, hér: Hagfræðingar á bloggstandard og hér: Axjón gegn danska bankamanninum
Nordea: Varað við Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Góð orð og eiga sannarlega við mig. Ætti að setja mér þá reglu að vera ekki að blogga í fýlu eða ergelsiskasti. Alveg hárrétt hjá þér og ég þetta til mín. Mér verður oft laus túngan þegar ég verð reiður. Og finnst það engin afsökun fyrir mig þó aðrir séu það. Takk fyrir þessa áminningu.
Óskar Arnórsson, 27.2.2008 kl. 20:34
"tek þetta til mín" leiðrétting..
Óskar Arnórsson, 27.2.2008 kl. 20:35
Þessi orð eiga við okkur flest, þó auðvita mismikið. Fólk þarf ekkert að vera í fýlu eða ergelsiskasti til þess að missa sig; t.d. held ég að Össur hafi verið kampakátur þarna um daginn - ég meina nótina - barasta í essinu sín. Honum var samt laus tungan (höndin).
Nú þegar orð og athafnir manna eru komnar á Netið nánast í rauntíma, þá gerir það auknar kröfur til manna sem vilja vera í "alvöru" að vanda sig.
En orð mín eiga líka svo mjög vel við í dag vegna dómsins í Ómar vs. Gaukur.
Viggó H. Viggósson, 27.2.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.