25.9.2008
Öfugsnúið
Þær eru ömurlegar skýringar OR á gjaldskrárhækkun stofnunarinnar. Það er eitthvað verulega rangt við hugmyndina alla.
Jú við þurfum að hækka um nokkur prósent vegna þess að það hefur verið svo gríðarleg uppbygging! M.ö.o. það hefur verið bullandi bísness og þá þarf að hækka verð þjónustunnar. Sumsé því meiri viðskipti því hærra verð. Og já, ekki bara á nýja viðskiptavini (nýja kostnaðarliði ef jafnan er rétt skilin) heldur allt heila pakkið.
Eigum við að skilja það svo að uppbygging vegna nýrra íbúa á höfuðborgarsvæðinu kosti svo mikið að allir viðskiptavinir OR þurfi að greiða 10% meira - hættu nú alveg.
Eru nýju pípurnar úr eðalmálmum, eða hvað? (Myndin hér að ofan gæti verið af starfsmönnum OR að fagna því þegar fyrstu metrarnir af nýju gull rörunum voru komnir á sinn stað)
Hvað varð um hagkvæmi stærðarinnar - meira fyrir minna.
Í ofanálag er svo tímasetningin tragikómísk, tja eða er hún kannski bara tragísk.
Nú þrengir að hjá heimilunum, þau eru þanin - sum hver til hins ýtrasta. Á þessum tímum hefði maður haldið að stærsta og "öflugasta" stofnun borgarinnar gæti haldið aftur af sér. Ó seisei nei.
Mikið djöfull er þetta ræfilslegur bísness og andskoti eru það aumir bísnessmenn sem þarna halda um taumana.
Er taumleysi kannski vandamálið.
Maður veltir því fyrir sér hvort að óráðsían og bullið frá R-lista tímanum, ss. bygging sæmilegustu skrifstofuaðstöðu og þátttaka í allskonar óhagkvæmu eldi (lína.net, rækjur), sé nú að koma fram að fullum þunga. Væntanlega hafa nýlegar fárfestingar í öðrum félögum ekki minnkað auraþörfina, menn sóttu aurinn auðvita í erlend lán.
Hagstæð lán.
Það er ekki að sjá að þarna sé verið að vinna fyrir okkur - eigendur búllunnar.
PS. Mér lýst allt í einu ekkert á rafmangsvæðingu bílaflotans, mér sýnist að rafmagnið muni við aukna sölu hækka um einhverja tugi prósenta.
Bæjarráð Kópavogs mótmælir gjaldskrárhækkun OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.