3.10.2008
Frjálshyggjan er dauð!
Á þessum hrikalegu tímum, við þessar að því er virðist vonlausu aðstæður keppast margir við að benda á frjálshyggjuna og segja hana seka; að það sé henni að kenna hvernig komið er fyrir okkur.
Steingrímur J. var á þessum nótum í ræðu sinni á þingi í gærkvöldi. Frjálshyggjuvofan - hengjum'ana í næsta tré.
Þetta eru nokkrar tilvitnanir úr bloggum undanfarana daga:
"... fórnarlömb hins brokkgeng(n)a kapitalisma"
"... við jarðaför nýfrjálshyggjunnar."
"... er nú komið að skuldadögunum: Frjálshyggju-oflætið sem birst hefur í útrásarfylleríinu..."
"Hugmyndafræðilegt uppgjör við frjálshyggju, útrás og einkavæðingu er óhjákvæmilegt..."
"... að horfa áratugum saman á þessa frjálshyggju menn,sem hafa í pólutísku skjóli íhalds og framsóknar gleypt bankana og verðmætustu fyrirtæki landsins."
"... talsmenn frjálshyggjunnar hafa degið sig inn í skelina , þegar sýnilegt var öllum ,að grægðin var orðin að illkynjuðu þjóðarmeini."
"... með sömu rökum og frjálshyggjugræðgisvæðingasinnarnir..."
"Látum frjálshyggjugaurana borga ruglið..."
"Frjálshyggjan er eins og langt leiddur alkóhólisti..."
"Einkavinavæðingin Sjálfstæðisflokksins hefur beðið skipbrot og frjálshyggjan er dauð."
"...þeirrar óheftu frjálshyggju sem riðið hefur húsum um allan heim um langt árabil."
"Áróðurinn og lygi frjálshyggju-yfirgangsins..."
"Hrun frjálshyggjunnar..."
"... að nýfrjálshyggjan hafi beðið skipbrot um allan heim ..."
"Í krafti frjálshyggju virðist sem hagkerfi Íslands sé orðið villtara en sjálft villta vestrið."
"... höfð að fíflum eina ferðina enn af misvitrum frjálshyggju-fjöndum ..."
Undirrót núverandi efnahagvanda er sögð frjálshyggjan (aka. græðgi) og helstu drifkraftarnir, eldsneytið eru: skortsölur, kaupréttasamningar og óljós krosseignatengsl. Þetta ætti allt að banna.
Segja sumir.
Það er margt til í þessu, ljóst er að menn hafa farið offari, teygt sig eins langt og tekið til sín eins og mögulegt hefur verið - sumir hugsanlega farið útfyrir (of)rúman rammann. Efalaust, en það á ekki að rugla saman hugmyndafræðinni og regluverkinu.
Skortsölur hafa verið stöðvaðar tímabundið í BNA. Margir túlka þá ráðstöfum sem staðfestingu þessa að skortsölur eigi að banna. Ég held ekki að hugmyndafræðin á bak við skortsölur sé röng. Þvert á móti, hún er eðlileg.
Eðlileg eins og græðgin.
En nauðsynlegt er að breyta regluverkinu sem þessi gerð viðskipta styðst við. Viðskiptin skulu gegnsæ frá upphafi til enda. Viðurlög við broti á reglum eiga að vera jafn skýr og reglurnar og verulega íþyngjandi.
Þá er þetta viðfangsefnið frá. Svona einfalt er þetta!
Næsta, takk.
Kaupréttasamningar - sama gildir um þá. Þeim á að flagga og þeir skulu gegnsæir. Séu reglur brotnar á að refsa - svo meiði. Aðrar gerðir kaupauka/hvata stjórnenda verða að falla undir sama regluverk.
Þetta þýðir jafnfram að styrkja þarf eftirlitsstofnanir og það alfarið á kostnað viðskiptaaðila.
Þá er þetta búið. Vandinn er frá.
Á þessu flestu, ef ekki öllu eru til góðar lausnir.
Græðgi er eðlileg. Hún hverfur ekki úr eðli manna; verður hvorki rekin út, né bæld. Það eina rétta er að við einhendum okkur í að virkja þennan kraft.
Okkur til góðs.
Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.