3.10.2008
Græn orka
Við eigum ríkulegar auðlindir; það heyrðum við endurtekið margsinnis úr ræðustóli Alþingis í gær - vissum það svo sem vel fyrir. Þær liggja í fólki, lömbum, fiskum, vatni, víðerni og orku - sjálfbærni er lykilorðið hér.
Við erum stolt af þessum auðlindum okkar og bærilega stolt yfir því hvernig við nýtum þær. Erum stöðugt að gera betur í þeim efnum.
Teljum við.
Það er ekkert ljótt sem heitir; við þurfum að setja fullan þunga í rannsóknir og framþróun á nýtingu jarðvarma til framleiðslu á raforku. Við eigum að laða að okkur umtalsverðar upphæðir frá erlendum fjárfestum og vísindasjóðum, stærðagráðan - tugir milljarða.
Klárlega hjálpar slík áætlun ekki núna, nema sem jákvæður punktur í framtíðinni. En við þurfum slíka punkta.
Heilan helling af þeim.
Í forskoti á nýtingu jarðvarma liggja gríðarleg verðmæti, þessu forskoti megum við ekki glutra niður. Víða um heim er unnið að þessum málum, við Íslendingar höfum eitthvað komið að slíkum málum en ég veit ekki í hvaða formi. Vonandi erum við ekki að gefa af okkur grunnþekkingu, þannig að þeir sem gjöfina þiggja geti notað þekkingu "okkar" sem stökkbretti - sem síðan yrði notað til þess að stökkva yfir okkur.
Stinga okkur af.
Myndbandið hér að neðan fjallar um jarðvarmavirki í tengslum við djúpboranir á "köldum" svæðum. Er þetta ekki eitthvað sem við ættum að vera best í?
Engin hætta á olíukreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.