5.10.2008
Hver er til þrautavara?
Hvar er Seðlabanki Evrópusambandsins í þessu máli? Ef hann er ekki til þrautavara fyrir Hypo, væri hann það þá fyrir Kaupþing? Getur það verið að skjólið sem sumir sjá í ESB aðild sé hugsanlega eitthvað minna en haldið er?
Er staðreyndin ekki sú að í ESB eru 27 kraftar sem toga sinn í hverja áttina. Á ögurstundu skapast ekki sjálfkrafa samstaða, heldur þvert á móti má búast við því að erfitt verði að samræma stefnuna, að allir stefni á sama pól.
Eins og fram hefur komið þá getum við Íslendingar gert ýmislegt sjálfir okkur til bjargar. En væntanlega mun það ekki duga til og því þurfum við hjálparhönd - margar hjálparhendur býst ég við. Þessi hjálp getur tæplega verið í öðru en lánum og vilyrðum fyrir enn frekari lánum - til þrautavara!
Auðvita þurfum við að taka þau erlendu lán sem okkur stendur til boða - eða hvað? "Auðvita" er auðvita ekki rétt orðaval; að auka skuldir þjóðarinnar er auðvita ekki gott.
Það sem gildir best er að sækja erlendar eignir og flytja þær heim - breyta í krónur. Þær eignir sem auðveldast er að sækja eru innistæður og sjóðseignir. Nú er ég ekki aðeins að vísa til lífeyrissjóða heldur til eigna "auðmanna" þjóðarinnar. Ég átta mig á því að selja fasteignir og fyrirtæki (t.a.m. banka), í heild eða að hluta er ekki auðvelt á þessum tímum - en menn verða að axla ábyrgð. Þó svo að gjörningar á borð við eignasölu klárist ekki á dögum eða vikum þá ætti að hefja vinnu í þessa veru strax. Slíkar aðgerðir ættu að vera skilyrtar í þeim björgunarpakka sem nú er verið að sníða.
Þýskur banki riðar til falls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Hvað hefur maður ekki oft heyrt því fleygt að Seðlabanki Evrópusambandsins yrði bakhjarl íslenzku bankanna ef Ísland gengi í sambandið. Bankinn yrði m.ö.o. svokallaður þrautalánveitandi bankanna. Staðreyndin er þó sú að Seðlabanka Evrópusambandsins er ekki heimilt samkvæmt reglum sambandsins til þess að veita bönkum á evrusvæðinu þrautalán! Jafnvel þó Íslendingar tækju upp á því að ganga í Evrópusambandið yrðu íslenzku bankarnir eftir sem áður að treysta á stjórnvöld hér á landi og íslenzka Seðlabankann í þeim efnum. Um þetta var m.a. fjallað í leiðara The Wall Street Journal á föstudaginn:
"In contrast to the U.S., Europe has no lender of last resort. The European Central Bank was created to manage the supply of euros, not to rescue failing institutions. It can provide short-term liquidity against collateral to keep the money markets afloat -- which it has done admirably so far. But it can't ease a solvency crisis. ECB President Jean-Claude Trichet can provide intellectual leadership and steer governments in the right direction. But in Europe, there are 27 separate national purses and no central treasury."
Einnig var t.a.m. komið inn á þessa staðreynd í The Daily Telegraph 22. september sl.:
"The root cause of the bubble was the extremely lax monetary policy imported by Spain after it joined Europe's monetary union. Interest rates were slashed on EMU entry, and then fell to 2pc until late 2005 - far below Spain's inflation rate. However, Mr Solbes has been reluctant to link the crisis to Spain's euro membership. As Europe's economics commissioner at the launch of the euro, his career is inextricably tied up with the whole EMU experiment. For now, smaller Spanish banks are getting by on funding from the European Central Bank, in many cases issuing mortgage bonds with the express purpose of using them to secure loans from Frankfurt. ECB loans have tripled to €47bn over the last year, causing rumblings of concern among regulators. The ECB is not allowed to prop up banks with long-term funding under EU treaty law."
Það er ekki tilviljun að það eru ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins sem eru fyrst og fremst að reyna að tryggja stöðu banka innan þeirra. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að vandræðin séu rétt að byrja á evrusvæðinu í þessum efnum.Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 15:01
Afar athyglivert og furðulegt að þessi þáttur hafi ekki verið ræddur áður, tja ég man allavega ekki eftir því.
Það má vel vera að í einangruðum tilfellum gæti ESB stokkið til og hjálpað til - slíkur björgunarpakki samanstæði af lánum og umvöndunum.
En þegar allt er upp í loft, eins og nú er, næst ekki slík samstaða innan ESB. Enda er ESB tregðubandalag; þar þurfa menn að eyða gríðarlegi orku í að nudda sínum hagsmunum áfram. Það er engin "allir fyrir einn" stemming í þessu klúbb, heldur gildir "hver fyrir sig.
Viggó H. Viggósson, 5.10.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.