Leita í fréttum mbl.is

Samferðamenn

Brú á milli huga

Erfiðir tímar eru að baki, nú liggur leiðin uppá við. Fyrir flest okkar gengu þessir erfiðleikar yfir eins og jarðskjálfti; hristingur, skelfing á meðan yfir stóð - svo var allt búið. Eftirstöðvarnar: við sár, vantrúuð, í viðbragðsstöðu, á varðbergi - annað ekki.

Skellur til þessa að muna, til þess að segja frá.

Fyrir aðra eru hamfarirnar rétt að byrja - heimur að hrynja - lífið einhvernvegin að renna út í sandinn. Þýðing alls er engin.

Svartnættið er griðastaður.

Það vita þeir sem hafa farið í gegnum miklar þrengingar, þeir sem hafa upplifað að heimsmynd er hreinlega kolvarpað, stútað, á augabragði; að fátt eitt er jafn mikilvægt, jafn gefandi og styrkjandi eins og vinarþel.

Þar er kominn vinur í raun.

Vandinn er sá að fólki sem lendir í alvarlegum erfiðleikum reynist oftar en ekki erfitt með að leita sér hjálpar, kann ekki að opna sig, að segja frá. Þannig er að almennt kunnum við ekki á sorgina. Sorgin, sem er einhver magnaðasti kraftur mannsandans, er oftast utangáttar, henni er haldið í hæfilegri fjarlægð - í myrkrinu.

Sem lengst.

Ef þú lesandi góður, vinur, hefur ástæðu til þess að ætla að einhver í umhverfi þínu finni sé nú skjól í myrkri og auðn, stígðu þá fram, ekki bíða. Bjóddu þig ekki eins og feiminn unglingur á fyrsta sjéns; þar sem höfnun ein er vís. Heldur taktu af skarið, faðmaðu, kreystu, kystu, sláðu á vanga ef það er það sem þarf ...

Nú ríður á að byggja brýr á milli fólks.

 

Samferðamaður

þótt ferð þín virðist án fyrirheita
um sviðnar lendur
brostina vona

þótt einsemd á þig sæki
vitu að þjáningu deila
bræður og systur

þú átt þér samferðamenn
sóttu þá heim
segðu þeim frá

örþrifaráð eru ekki ráð
þau hvergi duga
vonleysi vekja

ekki láta drungann
andann kremja
stattu upp, gakktu frá

ef þú gefst upp, þá gefast aðrir upp líka

ekki gefast upp
 


mbl.is Bankamenn í tilfinningarússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband