Leita í fréttum mbl.is

Egill og útrásarvíkingurinn

Egill var reiður, æstur, sót svartur á köflum. Hann vissi sem var að hann var að höndla einstakt tækifæri. Vissi að hann bar þjóðarsálina í brjósti sér, tækifærið var núna, sennilega kemur það ekki aftur.

Í bráð.

Vegna æsings náði hann kannski ekki að fylgja spurningum (fullyrðingum) sínum efitr, fór úr í einu í annað. En þetta er skiljanlegt, það brenna margar spurningar - hitt er að ekki má vinna þetta mál í reiði æsing.

Ég virði það við Jón Ásgeir að koma í þetta viðtal, að hætta sér í brimgarðinn. Hann er vel þjálfaður í að halda ró sinni. En vörn hans var einföld, fólst í því að gefa ekki færi á sér, axla enga ábyrgð, benda á aðra eða annað. Ekki benda á mig... 

"Það hafa allir tapað", sagði maðurinn! Hvað á það að gera fyrir okkur öll?

Egill ver reiður, mátti það, átti það, enda endurspegla þessar tilfinningar hans, tilfinningar þjóðar.

Egill ætlaði að fara á Mama Mia og vonaði að það væri Sing-a-long sýning. Enda fann hann ekki samsöng frá þeim sem stefnt hafa þjóðinni í voða. 


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega var Egill reiður og æstur þegar hann var að þjarma að JÁJ en spurningarnar misstu marks. Vandamálið við okkar fjölmiðla er það að okkar þáttastjórnendur hafa enga reynslu til þess að eiga við kaupsýslumenn á þessu caliberi. Fyrir stuttu var ég að skoða þátt frá Bretlandi þar sem fréttamaður var að leggja spurningar fyrir þingmann. Þátturinn byrjaði frekar rólega og þingmaðurinn svaraði spurningum greiðlega og án hiks, en þegar spurningar fóru að þyngjast reyndi hann að komast hjá því að svara og beitti fyrir sig alls konar bulli sem venjulegur fréttamaður hefði gleypt við, en munurinn var bara sá að þetta var enginn venjulegur fréttamaður heldur þáttastjórnandi sem hafi kynnt sér alla málavöxtu til hlýtar. Þáttastjórnandinn leyfði nú þingmanninum að engjast og svitna í stólnum og éta ofan í sig hverja vitleysuna af annarri.  Að lokum var þingmannsgreyjið ekki nema svipur hjá sjón og með allt niður um sig. Okkar fjölmiðlar eru eins og sunnudagaskóli miðað við pressuna í löndunum í kring um okkur, og á meðan við höldum áfram að sleppa pólítíkusum við erfiðar spurningar og tökum drottningaviðtöl við aðra er ekki von á góðu.

P.s. Var þetta heppni eða bara tilviljun að þessir atburðir skuli gerast þegar allt var að fara í háaloft á hjá Birni nokkrum Bjarnasyni eða eru allir svona fljótir að gleyma þegar önnur mál ber á góma?

Sveinn Þrastarson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband