Ég viðurkenni að ég bý ekki yfir fullkomnum skilningi á efnahagsgangverkinu. Samt er ég ekki tilbúinn til þess að kyngja þessu með 75% verðbólgu, sísona.
Sá biti stendur einfaldlega í mér.
Ef svo gott sem ekkert hreyfist, ef nánast allt er stopp, hvernig stendur þá á þessari spá?
Þannig hugsa ég þetta:
Ég átta mig á því að stór hluti aðfanga okkar er í erlendri mynt og gengisvísitalan nú virðist vera í kringum 200 stig. Jafnframt átta ég mig á því að innlendir liðir eru háðir þeim aðföngum og munu því fljótlega hækka; þó ekki línulega.
Samt er það svo að væntanlega munu sumir innlendu liðirnir fara niður s.s. húsnæði, rafmagn og hiti sem eru um 25% í neysluvísitölunni. Aðrir liðir munu hækka óverulega s.s: heilsugæsla, póstur og sími, tómstundir og menning, menntun, hótel og veitingastaðir (innlendur þáttur þessara liða er kannski 30-40% af vísitölunni). Matvara (12 eða 13% í vnv) ætti ekki að hækka í beinu samræmi við við gengið enda talsverður hluti hennar frá innlendri framleiðslu.
Nú ef að gengi krónunnar styrkist hratt frá því sem nú er (yfirdráttur hjá Norðmönnum og Dönum, Rússalán og IMF lán), eigum við að segja að GVT fari í 150 stig á næstu vikum, þá ættu erlend aðföng ekki að hækka mikið umfram þær hækkanir sem þegar eru komnar út í verðlagið. Beint af augum gætum við séð heiftarlegt skot, en varla meira en 25-30% í næstu mælingu.
Eða hvað!
Áfram veginn...
Spáir 75% verðbólgu á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Viggó, Lars er að miða við gengi eins og það er skráð t.d. hjá UBS í Sviss. Þar er gengið DKK = 54 IKR, EUR = 407 IKR, USD = 299. Ef þetta gengi verður að veruleika, þá verður verðbólgan örugglega 75%, ef ekki meira og vel yfir 30% í kannski 4 - 6 mánuði.
Marinó G. Njálsson, 15.10.2008 kl. 13:20
Marinó: Líkast til er eitthvað til í þessu hjá þér, en þá gengur danskurinn út frá því að okkur muni ekkert ganga. Að við verðum efnahagslegt rekald - myndin sem ég valdi með þessu innleggi vísar til þess - og ekki vil ég kaupa þá mynd.
Viggó H. Viggósson, 15.10.2008 kl. 13:30
Þú veist það jafnvel og ég, að við erum efnahagslegt rekald. Við erum búin að vera það í mörg ár. Málið er að það var ládeiða mest allan tímann. Svo gaf á sjóinn 2006 og þá fór allt á annan endann. Í ár fór ölduhæð að aukast enn ferkar og hagkerfið feykist til og frá. Loks kom brotsjór og færði allt á kaf. Við vorum einfaldlega á allt of litlum bát til að þola ágjöfina. Eða bara eins og Uffe Ellemann-Jensen segir. Við vorum ein á ferð án þess að hafa nægilega sterkt bakland.
Marinó G. Njálsson, 15.10.2008 kl. 14:38
Marinó: við erum í tómu tjóni núna já, en rekald nei. Ég trúi því að hér hafi menn siglt á þekktum kúrs, verið stefnufastir mjög.
Rétt er að þeir hefðu átt að sveigja af þeim kúrs á einhverjum tímapunkti, það er klárt.
Nú erum við að berjast á móti straumnum - ætlum ekki að láta okkur reka á undan honum. Það hjálpar ef að allir róa í söm átt, í sama takt.
Viggó H. Viggósson, 15.10.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.