Leita í fréttum mbl.is

Viðlagasjóður, síðari tíma hörmunga manngerðra

vestmannaeyjagos_kirkja.gifEyjamenn kunna líklega betur en flestir að takast á við erfiða tíma - hörmungar. Viðlagasjóður var stofnaður í kjölfar gosins, þá sýndu Íslendingar úr hverju við erum gerð - samfélag lagðist á eitt, var í takt. Viðlagasjóður varð til. Vinaþjóðir brugðust líka við. Nú stendur þjóðin frami fyrir hremmingum, viðlaga er þörf. Ég hef spjallað um þetta áður: Endurreisn

Ég hef sagt það áður og segi það enn: lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta - þarf að breyta þannig að tryggja á hluta af, eða eftir atvikum allan, sparnað fólks hvort sem um er að ræða innistæður á bankareikningum, í peningamarkaðssjóðum, hlutabréfasjóðum, hlutabréfum eða hvað þessi pappírar allir heita.

Staðreyndin er auðvita sú að venjulegt fólk sem á verðmæti í einhverju slíku er annað hvort að spara eða að geyma peninga milli gerninga. Ekki má gleyma því að almenningur hefur í gegnum tíðina verið hvattur til þess að styðja við atvinnulífið í landinu með sparnaði sínum, leiðin til þess hefur verið að kaupa hlutabréf. Það er því beinlínis óréttlátt að ætla að láta þá sem því kalli svöruðu gjalda þess nú.

Sama gildir um myntkörfulánin - "karfan" reyndist nú oftast vera óttaleg písl, rúmaði ekki nema tvo gjaldmiðla - að þeim skít, sem dreift var um allar trissur, dróst fólk eins mý að mykjuskán. Finna verður leið til þess að minnka höggið sem þetta fólk hefur orðið fyrir. Í það minnsta, sem fyrsta vörn, brúa bilið þar til gengið krónunnar styrkist.

Nauðsynlegt er að reisa við traust og þar með sjálfstraust, í því sambandi þarf að byrja áfjolskylda_skuggi.png fjölskyldunum - þær eru undirstaða þjóðfélagsins. Þaðan munum við sækja kraftinn til þess að byggja okkar upp aftur, þar verður samstaðan þjóðarinnar til - við eldhúsborðið.

Mér segir svo hugur að það sé mikilvægara að t.d. fjölskylda sem átti 2 milljónir í sparnaði fái allt sitt til baka en maður sem átti, segjum 50 milljónir á bankareikningi fái allt sitt til baka.

Að fara að hlutfalla strax það sem til skipta er tel ég vera rangt og ekki til þess fallið að flýta fyrir því að sárin grói. Bendi á að þeir sem báru hvað mest úr býtum í því ástandi sem ríkti hér undanfarinn 5 ár eða svo verða einfaldlega að axla meiri byrðar - enda ekki ólíklegt að þeir hafi átt meiri þátt en hinir í að spenna bogann - hagkerfið.

Ég reikna með að meirihluti þjóðarinnar sé mér sammála í þessu.

Af þessu leiðir að ég tel að það hafi verið mistök að ætla að tryggja allar innistæður á bankareikningum og hvað þá að lofa því að ætla að tryggja peningamarkaðsjóðina. En ég vill leiða þetta til lykta á farsælan hátt og tel það mögulegt eitthvað á þessa leið:

Loforð ríkisstjórnarinnar að tryggja öll innlán heimila kostar þá um 550 milljarða, ef ég skil það rétt. Í ofanálag hefur verið gefið í skyn að fólki verði hjálpað eitthvað með peningamarkaðssjóði. Ríkið þarf einfaldlega að meta tjónið og sjá hversu stóran "viðlagasjóð" rétt/vilji er að að setja upp - heildar upphæð sjóðsins tæki mið af uppgjöri á búi bankanna (ath. viðlagasjóðurinn er forgangskrafa). Eigum við að skjóta á 1.000 milljarða.
 
Mér dettur í hug að ferlið eigi að vera þetta:
Fyrsta þrep er að bæta allt að 3 - 5mkr á fjölskyldu í hvaða formi sem eigur fjölskyldunnar eru (voru). Hlutafé (í  fjármálafyrirtækjum) yrði greitt á kaupverði (ath. hugsanlega ávöxtun). Reikningurinn vegna þessa yrði aldrei hærri en 300-500 milljarðar, en yrði þó sennilega umtalsvert lægri. Með þessu væri meðal fjölskyldan vernduð og oki af henni létt. Þetta er gríðarlega mikilvægt.

Á næsta þrepi væri því sem eftir stæði í viðlagasjóðnum notað til þess að greiða hlutfallslega innistæður á reikningum og í peningamarkaðssjóðum. Hér væri rétt að draga frá ávöxtun peningamarkaðsjóða - eða að setja vextina í takt við hefðbundin innlán.

Sumsé ég geng út frá því að venjuleg fjölskylda eigi eitthvað minna en 3 - 5mkr. og að með því að taka áfallið af meirihluta fjölskyldna í landinu verði þjóðin betur í stakk búin til þess að takast á við erfið viðfangsefni komandi missera.

Þanngað til að birtir til hjá þeim sem eiga í erfiðleikum er mikilvægt að við pössum uppá samferðamenn okkar.

Áfram veginn....


mbl.is Eyjamenn sparka í kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með peningamarkaðssjóðina var hrein svikamylla hjá bönkunum. Í janúar á þessu ári voru þjónustufulltrúar í öllum þrem bönkunum(skrítið að þetta gerðist á sama tíma í öllum bönkunum) kallaðir á fund og þeim gert að hafa samband við alla stæðstu og mikilvægustu kúnna bankana og segja þeim að færa peningana í skjól inn á bundna reikninga. En leggja áherslu að fá minni fjárfesta inn í peningamarkaðssjóðina á móti, og þjónustufulltrúunum heitin prósenta af viðskiptunum, og gert að kynna Peningamarkaðssjóðina sem örugga fjárfestingu. Þetta er ástæðan fyrir því að svo margir fengu hringingu frá sínum þjónustufulltrúum um að fara í þessa sjóði.Ég sagði frá raunum mínum í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum og í kjölfarið fékk ég á annað hundrað upphringingar frá fólki sem sagði þá sögu að það hefði verið lokkað inn í þessa sjóði, og þessar upplýsingar sem ég læt fara hér eru frá fyrrverandi þjónustufulltrúa í einum bankanum. Þáð er alltaf verið að tala um að þessi krísa megi ekki bitna á starfsfólki bankana, ég er sammála því að það má ekki bitna á t.d. gjaldkerum, en sjálfsagt að láta þá sem fengu bónusa fyrir að plata saklaust fólk, eins og þjónustuifulltrúa og bankastjóra bankana að láta það finna til tevatnsinns.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

eitt sema ð ég ætla að fá að benda á í annars mjög góðum pistli hjá þér

"Sama gildir um myntkörfulánin - "karfan" reyndist nú oftast vera óttaleg písl, rúmaði ekki nema tvo gjaldmiðla - að þeim skít, sem dreift var um allar trissur, dróst fólk eins mý að mykjuskán. Finna verður leið til þess að minnka höggið sem þetta fólk hefur orðið fyrir. Í það minnsta, sem fyrsta vörn, brúa bilið þar til gengið krónunnar styrkist."

afhverju á að "launa" þá sem að tóku áhættur (liggur við að ég setji gæsalappir um áhættur) með gengislánum ?

þetta fólk átti alveg gersamlega að vita það að þetta væri gengistengt, og að gengið gæti færst upp og niður...

þetta sama fólk hefur grætt tugi og hundruði þúsunda (milljónir???) á því að þessi lán hafa ekki verið tengd verðtryggð.

afhverju á að launa þeim, en láta þá sema ð tóku séns á íslenskum lánum, tóku séns á krónunni og vildu halda í sinn gjaldmiðil, þetta fólk lifir nú við ansi háa verðbólgu, og lánin þeirra lækka ekkert þó svo að verðbólgan hjaðni (nema að hún hjaðni alveg gríðarlega)

það sem að ég vill meina er,

þú tókst þér erlent lán, lifðu við það !!!

EÐA !!!

þú tókst þér erlent lán, við aðstoðum þig, EN !!! um leið, hendum þessari andskotans verðtryggingu

þetta skrifar nota bene maður sem að skuldar ekkert, á ekkert og hefur hvorki tekið sér innlent lán né erlent á undanförnum árum 

Árni Sigurður Pétursson, 16.10.2008 kl. 03:11

3 identicon

Mér líst vel á tillögu Viggós. Ég á ekki neitt í sjóðum eða hlutabréfum en held að ef við tökum á þessum vanda saman á gólfinu komumst við fljótar í gegnum hann, sem hlýtur að vera öllum til góðs.

Svo byrja aftur þeir sem eru klárari en hinir að draga meir til sín... þá eiga þeir það bara skilið vegna þess að þeir eru klárari... Það er bara staðreynd sem við sem erum ekki jafn klár verðum að sætta okkur við eða þá leggja meira á okkur og sjá til þess að við verðum meðal þeirra kláru...

Hver er sinnar gæfu smiður - þetta er hugtak sem hljómar hættulegt viðhorf í dag. En hvers vegna á ekki sá sem er duglegur til náms og vinnu, er hugmyndaríkur og hefur þor að njóta ávaxta vinnu sinnar?

Ávextirnir þurfa ekki alltaf að vera óæt risavaxin grasker, fullkomin kartöfluuppskera væri líka flott.

Ástar- og vinarkveðjur til allra, Káta

Káta (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 04:08

4 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Ómar: Þessar sögur eru á sveimi og segir mér hugur að þessi starfsemi bankanna, sem eftir á virka sem dauðakippir, verði skoðuð sérstaklega. 

Árni: Rétt er það, fólk átti að vita og vissi vel um áhættu - en hvaða áhættu? Það ástand sem nú ríkir er langt fyrir utan þann ramma sem nokrum gat dottið í hug. Talandi um áhættu þá vissu það líka þeir sem settu peninga inná sjóðina og já þeir sem áttu meira inn á banka en því sem ríkið tryggði (2-3mkr) svo ekki sé talað um hlutabréfin.

Ég hef lagt til að verðtrygging verði lögð niður, en tæknileg ku það vera ómögulegt afturvirkt. Þá hef ég stungið upp á því að vísitölur verði hreinlega ekki uppfærðar (neyðarlög). 

Káta: Rétt, við þurfum að hreinsa borið og gefa upp á nýtt, auðvita munu þeir sem hafa komið sér vel fyrir áfram njóta þeirra stöðu sinnar og þannig á það að vera. Reyndar held ég að af því fólki þurfi  ekki að hafa sérstakar áhyggur til lengri tíma. 

Viggó H. Viggósson, 16.10.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband