18.10.2008
Ekki bara afþví bara, er það?
Úr hverju var neikvæðni erlendu bankanna sprottin? Erlendir seðlabankar ákveða tæplega sísona að taka sameiginlega afstöðu gegn í íslensku bönkunum! Það er lélegt hjá Agnesi Braga að setja þetta fram án þess, að því er virðist, að gera tilraun til þess að skýra hvað lá að baki fílunni í erlendu bönkunum.
Getur verið að í bankaheiminum hafi "allir" verið búnir að átta sig á því í hvað stefndi. Getur verið að í útlöndum hafi mönnum misboðið eitthvað af því sem þeir sáu til íslensku bankanna? Misboðið: framganga, framkoma, gjörningar - einhver swíng, bankana eða eigenda þeirra.
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Hverja er Agnes Braga að reyna að blekkja?
Himmalingur, 18.10.2008 kl. 16:02
Er hún að því - að blekkja? Ég veit það ekki, en hvað heldur þú?
Viggó H. Viggósson, 18.10.2008 kl. 16:08
Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið.
Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.