Leita í fréttum mbl.is

Ekki bara afþví bara, er það?

Úr hverju var neikvæðni erlendu bankanna sprottin? Erlendir seðlabankar ákveða tæplega sísona að taka sameiginlega afstöðu gegn í íslensku bönkunum! Það er lélegt hjá Agnesi Braga að setja þetta fram án þess, að því er virðist, að gera tilraun til þess að skýra hvað lá að baki fílunni í erlendu bönkunum.

Getur verið að í bankaheiminum hafi "allir" verið búnir að átta sig á því í hvað stefndi. Getur verið að í útlöndum hafi mönnum misboðið eitthvað af því sem þeir sáu til íslensku bankanna? Misboðið: framganga, framkoma, gjörningar - einhver swíng, bankana eða eigenda þeirra.


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Hverja er Agnes Braga að reyna að blekkja?

Himmalingur, 18.10.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Er hún að því - að blekkja? Ég veit það ekki, en hvað heldur þú?

Viggó H. Viggósson, 18.10.2008 kl. 16:08

3 identicon

Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið. 

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband