18.10.2008
Easy come, easy go...
Mér hefur verið sagt að Róbert Wessman hefði fjármagnað þessi kaup með láni sem á bak við voru ekki aðrar tryggingar en veð í bréfunum sjálfum. Þetta vill segja að hann þurfti ekki að leggja mikið (ef þá eitthvað) út. Hversu rólegur hann var þegar honum varð klúðrið ljóst - tja þetta er sárt, en ekkert sem maður missir svefn yfir - rennir stoðum undir þessa sögu.
Ég hef heyrt það frá ýmsum að tímasetning viðskiptana hafi ekki verið tilviljun, heldur að hún hafi tengst hugsanlegri sameiningu við Byr.
Önnur stór viðskipti með hlutabréf, í Landsbankanum í þetta sinn, eru talin enn áhugaverði. Þar á aðili að hafa keypt fyrir 9 milljarða, fjármagnað með láni með tryggingu í bréfunum. Sem þýðir þá að þeir sem seldu voru komnir með aur í vasann; voru "off the hook". Kaupandinn "dífoltar" svo á lánasamningnum og "allir" eru voða, voða kátir.
Nú svo er það þetta dæmi með Arabíu hristinginn, hann ku róa því öllum árum þessa dagana að þurfa ekki að reiða fram 25 milljarðana fyrir pappírana í Kápþíng.
Svo er það Súggarinn sem keypti í Woolworths, hans aurar eru bara týndir.
Ljóst er að það eru margir milljarðarnir á ferð og flugi í þessum hræringum öllum. Spurningin er kannski hvar þeir lenda svo að lokum.
Íhugar að fara í mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Ógeðslega rotið kerfi sem við búum í!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:58
Við verður að gæta þess að ljá ekki öllum sögum vængi. Margt heyrir maður, en ekki er víst að allt sé satt - ekki satt?
Gústaf Níelsson, 19.10.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.