Leita í fréttum mbl.is

Friðspiltur friðstillir

b52_vopna_ur_fir_ur.jpgÞetta segir maðurinn núna! Little to late er það ekki? Reyndar virðast ALLIR segja þetta núna, tja nema Ingibjörg Sólrún og starfsmenn utanríkisþjónustunnar (flestir, sumir, einhverjir allavega) og já, Geir.

Auðvita fannst mér þetta alltaf glórulaust, eða svona álíka glórulaust og fyrir okkur að taka þátt í alvöru íþróttakeppnum. Við bjóðum okkur nú samt fram, mætum til leiks, tökumst á við ofjarla okkar - lútum oftast í lægra haldi, stöndum upp, aðeins til þess að bíða eftir næstu rassskellingu. Koma svo allir saman nú, við getum þetta.

En þessi sagnfræðigaur af ætt Kennedýa er nú sæmilega rangstæður. Það eru einfaldlega arfaslök rök að til þess að geta verið gildur limur í öryggisráðinu þurfi viðkomandi þjóð að hafa mannskap og búnað til þess að skjóta mann og annan, kasta sprengjum í allar áttir eða hvað það er sem þjóðir gera með her. Fáránlegt.

Þvert á móti væri það öryggisráðinu til góðs að hafa sem flestar herlausar þjóðir í ráðinu - það blasir við að þeir sem fara með friði eru betri friðarstillar en þeir sem njóta virðingar fyrir ógnarmátt sinn. Eða nýtur sá ekki traust sem ekki getur ógnað með valdi (efnahagslegu eða vopnuðu)?

Teljast þjóðir ekki meðal þjóða ef þær hafa ekki þokalega blóði drifinna slóð, verða þjóðir spilltar af friði? Er vopnlaus friður útópía?


mbl.is Framboð Íslands út í hött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Eitt af hlutverkum öryggisráðsins er að ákveða hvenær eigi að grípa til hernaðaraðgerða. Það er ekki til þess fallið að minnka hernaðarátök ef ríki sem ekki þurfa að fórna mannslífum sjálfar taka ákvarðanir um að mannslífum annarra þjóða sé fórnað. Það er ekkert sem segir það að herlaus ríki séu meira friðelskandi en önnur. Svíar eru t.d. með her til að verja landið ef ráðist yrði á það en verða seint taldir einhverjir stríðsæsingamenn. Ef gerð yrði innrás í Svíþjóð og gripið yrði til varna væri afar langsótt að telja Svía þar með minni friðarsinna fyrir vikið.

Oddgeir Einarsson, 20.10.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: corvus corax

Góð athugasemd hjá Kennedy kallinum með Íran, að Íranar hafi gengið gegn flestum ályktunum SÞ og eigi því ekkert erindi í öryggisráðið. Hvað með Ísrael??? Aðild að þessu bjánalega öryggisráði er tilgangslaus á meðan stórveldin og þá fyrst og fremst USA hafa neitunarvald og beita því óspart sem valdtæki.

corvus corax, 20.10.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband