21.10.2008
Vinir og óvinir
Ég lýsti því við ákveðið tækifæri ekki alls fyrir löngu að mér gengi illa að eiga óvini. Þetta taldi ég löst.
Mér varð ljóst að þeir sem þarna hlýddu á skildu mig ekki, í það minnsta ekki til fulls. Tilraun mín til þess að skýra hugmynd mína var aum, mér fannst hún renna út í sandinn.
Eftir þetta hugsaði ég upp skýringu sem ég gæti notað ef ske kynni að ég myndi lenda í sömu sporum - komst niður á hugsun sem ég taldi duga, var sáttur - en svo las ég þetta:
Eitt af því sem flestum þykir mikilvægast er að eignast vini. Það er áreiðanlega rétt sjónarmið. En ég vil bæta því við að það er líka mikilvægt að eignast óvini, rétta óvini, vanda val þeirra og sýna þeim virðingu. Gott er að sættast við óvini sín, og verið getur að þeir reynist bestu vinir þegar sættir takast.
Einn var sá maður sem kvaðst enga óvini eiga, hann væri búinn að láta farga þeim öllum.
Baldur Óskarsson, Í vettling manns, 2007
Mér finnst að við Íslendingar og þá sér í lagi ráðamenn eigi nú að íhuga þessi orð og nota þau sem leiðarljós í framkomu/samningum okkar við Breta.
Bretar eru óvinir okkar, við skulum sýna þeim festu en virðingu í senn. Svo grær um sárt og þá verður gott að sættast við þá og gera að góðum vinum. Því það er vilji okkar.
Ég held nefnilega að Íslendingar séu eins og ég, við viljum ekki eiga óvini.
Nema þegar nauðsyn rekur til.
Bresk nefnd aftur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Ansi gott innlegg. Hefði þó viljað sjá okkur gera greina mun á Bretum og breskum stjórnvaldsaðgerðum. Gerum bresk stjórnvöld að óvini okkar innan ramma þíns innleggs en efnum til samúðarstundar á Austurvelli gagnvart breskum sparifjáreigendum sem orðið hafa þjáningarbræður og systur í Icesave málinu sökum gallaðs regluverks á evrópskum fjármálamarkaði. ev
Einar Vilhjálmsson, 22.10.2008 kl. 01:29
Þakka þér. Ég þér sammála, Jarpur og Darlíngurinn hans eru þeir sem eru óvinir okkar. Þó er það nú þannig að margir virðast hafa kokgleypt málflutning þeirra - það er vel skiljanlegt þegar sparifjáreigendur eiga í hlut; þó það sé óþolandi að okkur, íslensku þjóðinni sé kennt um klúðrið.
En svo má hugsa þetta svona: ef Homeblest væri gott öðru megin, en alveg hreint ógeðslegt og með öllu óætt á röngunni - gæti maður samt sagt að Homblest væri gott?
Viggó H. Viggósson, 22.10.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.