24.10.2008
Einblöðungur
Kæri Geir.
Frábært að sjá hvað þú og þitt fólk eruð að skila góðri vinnu. Ég hef frá upphafi áttað mig á því að ekki er hægt að vinna mál sem þetta í beinni útsendingu, eins og kallinn hann Steingrímur Joð gerir kröfu um. Þú höndlar þetta vel, stendur fast í fæturna og heldur sönsum. Eitthvað hefur þú hikstað endrum og sinnum sem er ekki annað en skiljanlegt í þessu umróti.
Sem betur fer er þú með jobbið, en ekki t.d. Steingrímur Joð, sem var m.a. að farast úr stressi yfir því að við skyldum vera að tala við IMF, ég fattaði ekki hvers vegna það ætti að vera svo slæmt og tjáði mig um það m.a. hér: Spyrja fyrst, dæma svo!
En Geri minn kær, það er komið að kaflaskiptum og nú þurfum við einfaldlega að fara að fá frá þér vísbendingar um það hvernig við stöndum. Ég hef borið þessa ósk upp áður: Fá þetta á einu blaði, takk!
Ég meina ef þú gætir súmmerað upp fyrir okkur á einu blaði hver stóra myndin er. Þú veist svona debet og kredit dæmi. Ég er nefnilega einn af þeim sem geri mér grein fyrir því að talsvert er til af eignum á móti þeim skuldbindingum sem við ætlum að taka á okkur (ég man reyndar aldrei hvort er gluggamegin, debet eða kredit). En því miður eru margir sem aðeins sjá aðra hliðina og túlka því stöðuna í mikið dekkra ljósi en ástæða er til. Þessu fólki líður illa af þessum sökum.
Þetta þarf ekkert að vera 100 prósent hjá þér, bara svona bolpark. Við áttum okkur alveg á því að tölur koma og tölur fara, að breyturnar í jöfnunni eru á stöðugri hreyfingu og jafnvel jafnan sjálf. En það er allt í fínu, þú uppfærir þá bara einsíðuna, t.d. rétt fyrir kvöldmat á hverjum degi (það er fínt að skoða þetta með núðlunum). Ef þú vilt, þá get ég sett upp fyrir þig vefsíðu (t.d. http://www.storatjonid.is/) þar sem við uppfærum stöðuna stöðugt, það er nú ekki málið. Það má vel hugsa sér að setja upp "læf fíd" beint frá ríkiskassanum.
Þannig er að á tímum sem þessum þá er nauðsynlegt að eyða óvissu og senda alla þá jákvæðu strauma sem fyrirfinnast út til þjóðarinnar. En þetta veist þú auðvita.
Þetta er nú allt að sinni.
Með vinsemd og virðingu,
Viggó
ES. Þessi einblöðungur gæti orðið fyrsta síðan í Hvítbókinni hans Bjössa Bjarna, með fyrirsögninni: Hver kom okkur í þetta klúður? Svarið væri svo að finna svart á hvítu.
ES.ES. Þú þarft að brýna aðeins skotinn sem þú ert að senda Gordon Brown. Já og skjóta oftar.
Mjög erfiðir tímar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Hafði bæði mjög mikið gagn og gaman af þessu hjá þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.10.2008 kl. 17:31
Fábjáni!Sá sem er með djobbið er akkúrat maðurinn sem ber ábyrgð á þessari vondu stöðu sem við erum í og auðvita á ekki að hleypa mönnunum að sem hafa varað okkur við allan tíman að svona færi, ég held að þú og þitt helvítis hyski ættuð að fara að halda kjafti því þið munuð þurfa að svara fyrir afglöp ykkar og heimsku..megir þú og þitt hyski stikna í helvíti......
sveinbjörn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:51
Guðbjörn: gott að heyra.
Sveinbjörn: einmitt, ég býst við, fullyrði það þó ekki, að ég hefði ekki getað orðað þetta öðruvísi, þ.e. ef ég væri þú.
Sem ég er sem betur er ekki.
Viggó H. Viggósson, 24.10.2008 kl. 19:24
SÉR ENGIN HVERSU STERKUR GEIR ER NÚNA?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.10.2008 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.