27.10.2008
Hverjum degi nægir sín þjáning
Þessu: "Lilja Mósesdóttir hagfræðingur var einn frummælenda á fundinum í kvöld. Hún lýsti yfir verulegum áhyggjum yfir þeim skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni setja fyrir því láni sem íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir. Hún segir að þau skilyrði hvíli þungt á sér."
Má svara með þessu: Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt. 6:34)
Og bæta svo þessu við: Það að láta áhyggjur af hugsanlegum skilyrðum IMF hvíla þungt á sér, án þess að vita hver þau skilyrði eru ef þau eru þá einhver, er auðvita algjörlega ga ga.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Hún er væntanlega að vísa til strangra aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum, vaxtahækkanir, hækkun á þjónustugjöldum, skattahækkanir í framtíðinni, o.s.frv.
Það sem er e.t.v. ga ga í þessu öllu saman er t.d. hvað réttlætir það að mín lífskjör verði lakari vegna mistaka einhverja fjárglæframanna? Ég hef enn ekki fengið svar við þeirri spurningu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:49
HTB: Ég tel mig vita til hvers hún vísar. Það sem ég er að benda á, hálft í hvoru að gantast með, er að mér finnst það kjánalegt að láta eitthvað sem "ekki er" liggja þungt á sér. Eðlilegt er að velta fyrir sér möguleikunum og hugsanlegum afleiðingum þeirra og sjálfsagt að tjá sig um það. En að líða fyrir hugsanlegar afleiðingar er bara ekki sniðugt.
Viggó H. Viggósson, 27.10.2008 kl. 23:13
Svo hjartanlega sammála þér.
Hef einmitt vitnað í þennan kafla í Mattheusi í færslu í blogginu mínu fyrir nokkrum dögum.
Við verðum að fá IMF lánið, það er dagljóst, það er líka vitað að við munum ekki geta ráðið mjög miklu um skilyrðin í þeirri stöðu; því þá að láta þetta íþyngja sér fyrirfram. Koma dagar og koma ráð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:36
Við getum ekki skrifað uppá lán án þess að vita hvort og þá hvernig við getum greitt þau tilbaka. Það er það sem hefur verið vandi okkar hingað til að við höfum verið að skrifa uppá víxla fyrir fjárglæframenn án þess að vita hversu mikið við eigum að greiða og þá hvenær. Þetta er ekki æðruleysi heldur stjórnleysi í fjármálum. Mér reiknast til að lán þessi munu kosta okkur milli eitt til tvö mánaðarlaun á ári til æviloka. Ef ég á að borga vil ég fá að vita hverjir skilmálarnir eru. Mér finnst það lágmarksvirðing við mig sem borgara í þessu landi. Allt annað er fjárkúgun.
Héðinn Björnsson, 27.10.2008 kl. 23:56
En Héðinn, af hverju núna, þegar þetta hefur viðgengist til margra ára?
Sé ekki hvernig á að fara að því að klóra sig frá þessu nú þegar við ERUM KOMIN út á ystu nöf? Með því að stökkva fram af, kannski? Hver og hvar er þá fallhlífin?
Það hefði átt að hugsa út í hlutina á meðan við áttum val og neita að skrifa uppá. Nú er það um seinan, nema fólk vilji grípa til þess úrræðis sem ég nefndi hér að framan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:27
Reyndar tók ég sjálf þann kost fyrir nokkrum árum að hoppa fram af, frekar en að sæta skilyrðum (það er að segja að lifa af 30.000 á mánuði). Ég er enn í klessu. En slíkt er varla boðlegur kostur fyrir heila þjóð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:34
Ég hef meira að segja líka heyrt þennan söng áður:
"Ef þú hefðir bara skrifað upp á síðasta lánið þá hefði þetta allt reddast".
Málið var það að þegar sá söngur var sunginn var sá aðili búinn að fyrirgera öllu trausti hvað varðaði endurgreiðslur, botnlaus hít blasti við.
Eitt og annað í máli Björgvins í Kastljósviðtalinu í kvöld lét mjög kunnuglega í eyrum mínum.
Mamma borgar. Seðlabankinn borgar. Ísland borgar.
Bless og góða nótt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:51
Nú er það ekki mín hugmynd að skrifa undir eitt eða neitt án þess að vita hvað ég er að pára á og ekki ætla ég mér heldur að hoppa "fram af" einu né neinu. Vitaskuld krefst ég þess að fá að vita. Hef tjáð mig um það m.a. hér: Einblöðungur
Eins og við kylfingar gerum: við leikum boltanum þar sem hann liggur (að taka víti er leikur), það skiptir ekki öllu máli hvernig hann komst á þann stað. Vitið til að það hefur ekki góð áhrif á leikmann að hafa stöðugt áhyggjur af því hvað hann kunni hugsanlega að þurfa að gera næst og miða það ávalt út frá því að allt hafi farið á versta veg. Slíkt tekur einfaldlega of mikla orku frá kylfingnum og sem hann þarf svo sannarlega á að halda til góðra verka.
Við vitum ekki hvað krassið mun kosta
Við vitum ekki hvaða skilyrði IMF hefur sett / kann að setja
Við vitum ekki hvað aðrar þjóðir munu lána okkur (né á hvaða kjörum)
Þar til þessir þættir liggja fyrir ættum við að styðja okkar fólk til góðra verka of forðast það í lengstu lög að velta okkur uppúr svörtustu spám.
Viggó H. Viggósson, 28.10.2008 kl. 00:58
Algjörlega sammála þér, Viggó.
Vildi aðeins benda á að "við", það er að segja stjórnvöld sem Íslendingar hafa kosið til að stjórna landinu og embættismenn þeim tengdir hafa komið okkur í þetta klúður með fyrirhyggjuleysi, aðgerða- og úrræðaleysi.
Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní segir máltækið, ansi er ég hrædd um að megi heimfæra það upp á ástandið hjá okkur núna.
Verum róleg og sjáum hvað setur, það kemur ekkert út úr því að hrópa úlfur, úlfur. Þetta ætti að skýrast eftir viku eða svo. Þá er hægt að taka afstöðu til þess hvort skilyrðin eru ásættanleg.
Alveg fannst mér dæmalaust viðtalið við Steingrím J. sem tekið var við hann þegar hann kom TIL fundar í ráðherrabústaðnum um daginn. Það mátti ætla að hann teldi sig ófreskan (dulspakan), eins og hann lýsti því fyrirfram hvað yrði sagt á fundinum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 04:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.