12.11.2008
Runnið á lyktina
Ég og hundurinn voru ekki komnir útum dyrnar hérna efst í Sigurhæðum þegar við urðum lyktarinnar varir, hnusuðum út í loftið í takt; eitthvað var að brenna hugsaði ég - veit ekki hvað Zorró hugsaði.
Þegar við vorum komnir út á Selásbrautina, sem ekki eru nema 40m, lá staðarákvörðun fyrir; þetta hlýtur að koma ofan úr Hádegismóum, frá Mogganum hugsaði ég - veit ekki hvað Zorró hugsaði.
Við hlupum áfram léttir á fæti, með trýnið upp í loftið; mót lyktinni. Ég velti því fyrir mér hvort að staðan hefði verið svo kolbikar svört þarna hjá þeim á Mogganum að þeir hefðu barasta kveikt í Óðalinu - held að Zorró hafi ekkert verið að pæla í því.
Þegar við skeiðuðum framfyrir húsin við Næfurásinn sá ég hvers kyns var, eitt af "sumarhúsunum" í hlíðinni norðan við Rauðavatnið var greinilega brenna - það efsta við slóðann sem liggur í áttina að Paradísardal. Ég áttaði mig á því að ég var ekki með síma og gat því ekki gert viðvart si svona, en taldi þó líklegt að það hefði þegar verið gert - enda lagði mökkinn yfir byggðina, m.a. Moggaskrifstofuna.
Reyndar sé ég það á mbl.is að tilkynning barst kl. 15:59 og skv. því hefði ég kláralega verið mínútu eða tveimur fyrr á ferðinni með mína tilkynningu.
Við runnum á lyktina, á köflum var erfitt að hlaupa í kófinu - veit að nú hugsaði Zorró það sama og ég - fjárans fnykur.
Við vorum nánast komnir að eldinum þegar "brunabílinn" urraði fram úr okkur, upp brekkuna, við tókum á okkur góðan krók og svifum upp á litla hæð þar sem bústaðurinn stendur undir. Við komum að húsinu, hlémegin, á þeim stað sem myndin með fréttinni er tekin.
Þetta er það hús þarna uppfrá sem einna verst er til haldið, svo illa að ekki var að sjá að slökkvikarlarnir (brunakarlarnir) teldu mikla pressu á sér að ná tökum á eldinum strax.
Ég held að þessi mínúta, eða voru þær tvær, hefði engu breytt um örlög sumarhallarinnar.
Sem er gott til að vita.
Áfram veginn... þó vaða þurfi reyk.
ES. Svo finnst mér það arfaslök fréttamennska að kalla húsið skúr og ekki skil ég að menn vilji hafa þetta í fleirtölu - enda ekki svo mikið sem neisti í útihúsum. Okey þetta var kannski ekki höll.
Eldur í skúrum við Rauðavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.