12.11.2008
Fjallkonan Medúsa
Ég var að hlusta á forseta vorn í Kastljósinu og þá varð til mynd í höfðinu á mér. Ég sá fyrir mér Medúsu (t.d. í mynd Rubens hér að neðan) komna með höfuðlag fjallkonunnar (Eldgamla Ísafold þ.e. gamalt landakort af Íslandi morphað yfir andlit hennar).
Skriðkvikindin, eiturnöðrurnar, voru með andlitsmyndir þátttakenda í aðdraganda og eftirleik Íslenska efnahagshrunsins. Þarna voru dabbi kongur (sem var), óli grís (sem er), jón (sem kannski verður) násker, hannes (sem er hinn) smái, bankastjórar þeirra gömlu "góðu" banka, bjarni hlaupagikkur, geir (ekki svo) harði, solla bolla, bjöggarnir, já þetta fólk og þeim líkt væri þarna í forgrunni. Í bakgrunni væri restin af ríkistjórninni og þeirri síðustu - gæti séð fyrir mér að þorgerður og björgvin teygðu álkuna á sér eitthvað yfir restina af liðinu.
Beitar tennurnar Medúsu sem voru, en eru nú niður botnar, eyddar - allt bit farið; þær gætu staðið fyrir íslensku fjölmiðlana. Bitlausa sem þeir hafa reynst, máttlausa, tuskulega.
Mér dettur í hug að ormarnir sem eru á flótta út úr myndinni tákni minni spámenn í útrásinni og fjármálaeftirlitið og restina af seðlabankastjórninni - já og allt liðið sem er að reyna að komast hjá því að verða bendlað við málið, s.s: VR stjórann, bankastýruna áhættumeðvituðu og svaðheppnu, já já ekki má gleyma greiningardeildastjórunum og heilum helling af handónýtum hagfræðingum, sem svo vel hafa greint fyrir okkur ástandið (ég vil nota þetta einstaka tækifæri til þessa að þakka góð ráð).
Gaman væri að einhver kynni að teikna þessa mynd. En eitt er víst að hver sem liti óskapnaðinn, skrímslið, augum mun steinrunninn verða. Hugsanlega er það svona sem útlendingar sjá land okkar og þjóðina um þessar mundir og vita ekki hvernig á að nálgast okkur.
Sem vonlegt er, sem vitlegt er.
Áfram veginn... veg umskipta!
Eldgamla Ísafold
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girðir sær
og gumar girnast mær,
gljáir sól á hlíð.
höf:Bjarni Thorarensen
Mikið fjallað um ummæli forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.