15.1.2009
Borgarafundur nr. 8 og tilgangsleysið
Ég var að horfa á útsendingu RÚV á Borgarafundurinn frá því á mánudaginn; hreint kostulegur fundur og í flottum takti við það sem ég hef séð af þessum samkomum hingað til. Kristallast í málflutningi manna eins og Einars Más; ómálefnalegir jafnvel þegar allar aðstæður hafa verið til þess að gera góða hluti - virkilega leiðinlegt.
Sorglegt fyrir almenning eins og mig.
Sorglegt og dónalegt fyrir þá sem þarna voru til þess að þjóna fundinum, málstaðnum.
En aðeins um fundinn, þann áttunda:
Fyrst var það Raffaella, klassíkur talnabrjótur; vel hugsandi og skipulögð en dapur ræðumaður. Það hefði verið ótvíræður kostur að sjá myndirnar sem hún sýni til þess að ná betur innihaldi ræðu hennar.
Svo var það karlinn hann Robert "Veit" Wade sá sem átti að hafa vitað þá og vita nú. Sannspái hagfræðingurinn, sem ekki var hlustað á þó ekki væri hann í eigin föðurlandi. Vafalaust veit Veit heilan helling, en bara ekki mikið um það sem hann vara að fjalla um þarna á þeim áttund. Hann sá reyndar sérstaka ástæðu til þess að taka það fram í spurt og svarað kaflanum þegar hann vildi ekki svara spurningu sem að honum ver beint vegna þess að hann vildi ekki tala um hluti sem hann hefði ekki þekkingu á. Hann hefði kannski ekki átt að skoða þennan punkt áður en hann sté í pontu. Reyndar var þessi spurning þess eðlis að ekki var þess krafist að Veit vissi eitthvað um einhverjar sértækar aðstæður, heldur að ætlast til þess að hann hefði almenna leikni til að geta í ákveðna stöðu - færni í því að hugsa eins og hagfræðingur en ekki sagnfræðingur. Þetta sá Talnabrjóturinn og kom með svar sem meikaði sens.
En hvað um það mér fannst að efnislega væri fyrirlestur Veits "meira af því sama"; þar kom ekkert nýtt fram, en til þess að fanga athygli hjarðarinnar beitti hann brögðum úr fyrsta kafla Almennrar handbókar í lýðskrumi; höfða til hjarðarinnar sjálfrar: þið eruð ferlega flott, flink og fín. Nú eða með því að segja eitthvað niðrandi um meinta óvini (menn, stofnanir, flokka) hjarðarinnar. Klikkar aldrei.
Hjörðin klappaði þá helst þegar eitthvað var sagt sem hafði enga þýðingu fyrir þann vanda sem við stöndum frami fyrir. Þetta var reyndar svo öfugsnúið að gleðin var mest þegar Veit sagði eitthvað um hvað við hefðum getað gert betur en gerðum ekki og þess vegna værum við í svona hrikalega síðum saur - þá var klappað, staðið upp og stappað.
Frygðarbylgjan reis þó hæst þegar sá "vitri" tók bókstaflega við að níða fjarstaddan mann, sem auðvita var Davíð Oddsson - frumlegt sem það nú er. Ódýrt sem það er.
Þegar Veit fjallaði um hugsanlega upptöku krónunnar, þeirrar Norsku, virtist mér gæta þversagnar í máli hans. Eftir á að hyggja þá held ég að þversagna hafi gætt víða. Kannski að ég lesi ræðuna hans yfir, enda er Robert Wade fræðimaður sem eitthvað veit og eitthvað kann. Sem bragð er af.
Næst talaði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, konan sem misnotaði traust þegar hún í upphafi máls síns fór með dylgjur; sagði frá beinum hótunum í sinn garð og það frá ráðherra.
Ef við flettum upp í handbókinni sem við vitum (grunar) að Veit styðjist við - Almennrar handbókar í lýðskrumi - þá er fjallað um dylgju aðferðina í kaflanum um ódýru en áhrifaríku brögðin: Fá brögð eru betri til að ná athygli hjarðarinnar, skelltu fram safaríkri fullyrðingu sem engin getur vitað nokkuð um nema þú, t.d. fullyrðingu um að valdið hafi sýnt sig, að tilraun hefði verið gerð til að þvinga þig til hlýðni, en það muni ekki takast. Aldrei.
Mistök SS voru að hún sveiflaði vopni sínu í of þröngum hring og hjó svo of nærri vini í þokkabót. En fram hefur komið að þarna voru tvær konur, vinkonur, að misnota traust hvorar annarrar; Ingibjörg Sólrún hafði ekkert með það að gera að skipta sér af vinkonu sinni og vinkonan átti auðvita ekkert að segja frá þessum klaufaskap ISG. Svona gera kvenmenn ekki! Reyndar sýnist mér að ISG hafi vitað í hvað stefndi og viljað forða vinkonu sinni frá vá. En SS átti nóg til af dylgjum af þessu tagi og sletti skyrinu. Guðlaugur Þór fékk væna slettu.
Eftirá vekur það sérstaka athygli hvernig fjölmiðlar bregðast við. Guðlaugur Þór hefði nú heldur betur fengið á baukinn ef hann hefði átt í hlut; eins og augljóst var að margir óskuðu sér innilega. Ég sé fyrir mér vonsvikin andlit á mörgum fréttamanninum; hefðu viljað grilla gaurinn.
Næstur tók til máls Herbert Sveinbjörnsson: Hebbi, Hebbi, Hebbi, æi, hvað get ég sagt. Jú kannski þetta: Herbert mundu að ég er líka almenningur!
Finnur Odds sýndi svo dug (eins og aðrir fulltrúar Verzlunarráðsins) að láta sjá sig, ég var reyndar hissa eiginlega vonsvikin á upphafsorðum hans, sem voru eitthvað á þessa leið: "Ég er sammála flestu sem hér hefur komið fram ...". Ég trúi þessu ekki fyllilega, sammála sumu jú en ekki flestu og fannst mér Finnur staðfesta það í máli sínu.
S&S kaflinn var svo tja... fyndinn. Þeir sem reyndu að vera málefnalegir áttu varla séns.
Áfram veginn ... til borgaralegrar endurreisnar.
Sorglegt fyrir almenning eins og mig.
Sorglegt og dónalegt fyrir þá sem þarna voru til þess að þjóna fundinum, málstaðnum.
En aðeins um fundinn, þann áttunda:
Fyrst var það Raffaella, klassíkur talnabrjótur; vel hugsandi og skipulögð en dapur ræðumaður. Það hefði verið ótvíræður kostur að sjá myndirnar sem hún sýni til þess að ná betur innihaldi ræðu hennar.
Svo var það karlinn hann Robert "Veit" Wade sá sem átti að hafa vitað þá og vita nú. Sannspái hagfræðingurinn, sem ekki var hlustað á þó ekki væri hann í eigin föðurlandi. Vafalaust veit Veit heilan helling, en bara ekki mikið um það sem hann vara að fjalla um þarna á þeim áttund. Hann sá reyndar sérstaka ástæðu til þess að taka það fram í spurt og svarað kaflanum þegar hann vildi ekki svara spurningu sem að honum ver beint vegna þess að hann vildi ekki tala um hluti sem hann hefði ekki þekkingu á. Hann hefði kannski ekki átt að skoða þennan punkt áður en hann sté í pontu. Reyndar var þessi spurning þess eðlis að ekki var þess krafist að Veit vissi eitthvað um einhverjar sértækar aðstæður, heldur að ætlast til þess að hann hefði almenna leikni til að geta í ákveðna stöðu - færni í því að hugsa eins og hagfræðingur en ekki sagnfræðingur. Þetta sá Talnabrjóturinn og kom með svar sem meikaði sens.
En hvað um það mér fannst að efnislega væri fyrirlestur Veits "meira af því sama"; þar kom ekkert nýtt fram, en til þess að fanga athygli hjarðarinnar beitti hann brögðum úr fyrsta kafla Almennrar handbókar í lýðskrumi; höfða til hjarðarinnar sjálfrar: þið eruð ferlega flott, flink og fín. Nú eða með því að segja eitthvað niðrandi um meinta óvini (menn, stofnanir, flokka) hjarðarinnar. Klikkar aldrei.
Hjörðin klappaði þá helst þegar eitthvað var sagt sem hafði enga þýðingu fyrir þann vanda sem við stöndum frami fyrir. Þetta var reyndar svo öfugsnúið að gleðin var mest þegar Veit sagði eitthvað um hvað við hefðum getað gert betur en gerðum ekki og þess vegna værum við í svona hrikalega síðum saur - þá var klappað, staðið upp og stappað.
Frygðarbylgjan reis þó hæst þegar sá "vitri" tók bókstaflega við að níða fjarstaddan mann, sem auðvita var Davíð Oddsson - frumlegt sem það nú er. Ódýrt sem það er.
Þegar Veit fjallaði um hugsanlega upptöku krónunnar, þeirrar Norsku, virtist mér gæta þversagnar í máli hans. Eftir á að hyggja þá held ég að þversagna hafi gætt víða. Kannski að ég lesi ræðuna hans yfir, enda er Robert Wade fræðimaður sem eitthvað veit og eitthvað kann. Sem bragð er af.
Næst talaði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, konan sem misnotaði traust þegar hún í upphafi máls síns fór með dylgjur; sagði frá beinum hótunum í sinn garð og það frá ráðherra.
Ef við flettum upp í handbókinni sem við vitum (grunar) að Veit styðjist við - Almennrar handbókar í lýðskrumi - þá er fjallað um dylgju aðferðina í kaflanum um ódýru en áhrifaríku brögðin: Fá brögð eru betri til að ná athygli hjarðarinnar, skelltu fram safaríkri fullyrðingu sem engin getur vitað nokkuð um nema þú, t.d. fullyrðingu um að valdið hafi sýnt sig, að tilraun hefði verið gerð til að þvinga þig til hlýðni, en það muni ekki takast. Aldrei.
Mistök SS voru að hún sveiflaði vopni sínu í of þröngum hring og hjó svo of nærri vini í þokkabót. En fram hefur komið að þarna voru tvær konur, vinkonur, að misnota traust hvorar annarrar; Ingibjörg Sólrún hafði ekkert með það að gera að skipta sér af vinkonu sinni og vinkonan átti auðvita ekkert að segja frá þessum klaufaskap ISG. Svona gera kvenmenn ekki! Reyndar sýnist mér að ISG hafi vitað í hvað stefndi og viljað forða vinkonu sinni frá vá. En SS átti nóg til af dylgjum af þessu tagi og sletti skyrinu. Guðlaugur Þór fékk væna slettu.
Eftirá vekur það sérstaka athygli hvernig fjölmiðlar bregðast við. Guðlaugur Þór hefði nú heldur betur fengið á baukinn ef hann hefði átt í hlut; eins og augljóst var að margir óskuðu sér innilega. Ég sé fyrir mér vonsvikin andlit á mörgum fréttamanninum; hefðu viljað grilla gaurinn.
Næstur tók til máls Herbert Sveinbjörnsson: Hebbi, Hebbi, Hebbi, æi, hvað get ég sagt. Jú kannski þetta: Herbert mundu að ég er líka almenningur!
Finnur Odds sýndi svo dug (eins og aðrir fulltrúar Verzlunarráðsins) að láta sjá sig, ég var reyndar hissa eiginlega vonsvikin á upphafsorðum hans, sem voru eitthvað á þessa leið: "Ég er sammála flestu sem hér hefur komið fram ...". Ég trúi þessu ekki fyllilega, sammála sumu jú en ekki flestu og fannst mér Finnur staðfesta það í máli sínu.
S&S kaflinn var svo tja... fyndinn. Þeir sem reyndu að vera málefnalegir áttu varla séns.
Áfram veginn ... til borgaralegrar endurreisnar.
Jón Þór: Áhugaverður fundur með Wade | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.