Núllníu verður ekkert hallæri hjá okkur Íslendingum, en heldur ekkert góðæri; skreppan (= stutt kreppa) verður búinn í haust eða byrjun vetrar.
Við erum nálægt botninum og réttast fer úr þessu hjá okkur á næstu mánuðum. Það gerist svona um svipað leiti og aðrar þjóðir átta sig á því að þær eru í síðum saur: Oopps ... allt hrunið, hvernig, hvað, hvað gerðum við, eða gerðum ekki?
Vonærisspá mín getur því aðeins orðið að veruleika ef menn: stjórnvöld, sjóðir, peningafólk og athafnafólk eykur afköst sín til góðra verka. Fyrrnefndir hópar hafa það í hendi sér að gera akurinn kláran, almenningur, við munum yrk'ann.
Eins og ég hef nokkrum sinnum bent á áður (m.a. hér fyrir 3 mánuðum: Endurreisn) þá er auðvelt að endurreisa efnahag þjóðarinnar: aðeins þarf að taka nokkrar ákvarðanir, stilla saman slatta af strengjum, svo er bara að gera'ða, gera'ða, gera'ða.
Það er betra að eyða einhverjum 100 milljörðum núna, gera það hratt en fumlaust því fyrr og hraðar sem hjólin snúsast því fyrr fáum við þessa aura til baka.
Nokkrir aðgerðapunktar:
Keyra upp atvinnustig
- Endurreisnarsjóður
-- örlán til smærri og meðalstórra fyrirtækja
-- lán til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
-- styrkir til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
-- fjármagna þriðju stoðina as per SI
- Mannafls frekar framkvæmdir á vegum ríkisins
- Stóriðja
- Innflutningur ferðamanna ("frítt" flug fyrir 500 - 1000 manns á dag)
Bjarga heimilunum
- Atvinnustigið sbr. hér að ofan
- Verðtryggingin burt
- Breyting lán einstaklinga í erlendri mynt í lán í íslenskum krónum (gvt=gvt þegar lán var tekið, hugsanlega með botni)
- Finna leið til þess að bæta þeim einstaklingum sem töpuðu ævisparnaði sínum að hluta eða öllu leiti (t.d. þeir sem áttu hlutabréf í bönkunum)
Almennar aðgerðir
- Gerum krónuna að stöðugum gjaldmiðli, nýtum reynsluna, nú vitum við hvað þarf til
- Stoppa uppí götin á hripleku ESB regluverkinu
- Nokkrir stjórar í burt
- Fara í hart við UK vegna IceSave og beitingu hryðjuverka laga
- Gerum áætlun um hvernig megi minnka umsvif Ríkisins til framtíðar
- Frysta þá milljarða sem "auðmennirnir" voru búnir að koma undan
Áfram veginn ... til Lýðveldisins Íslands 2.0
Svíar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.