23.1.2009
Á "öruggum" hraða?
Nú sem oft áður finn ég mig á skjön við stórhjörðina; mótmælendurna sem farið hafa með ófriði um borgina. Sjálfur get ég vel hugsað mér að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda, en ég tek ekki þátt í óeirðum; vill engan meiða og ekkert skemma, vill forðast sviðna jörð skrílsins. Ég átta mig á því að stórhjörðin er samsett úr mörgum hjörðum og að til þess að gera fáir þessara hópa standa fyrir óeirðunum sjálfum. En villingarnir stunda sín skemmdaverk í skjóli hinna. Ég fagna því tilkomu Appelsínugula hreyfingin (http://www.appelsinugulur.is/), kröfugerð og aðferðafræði þessa hóps er mér að skapi. Þetta er hjörð sem ég tel mig geta fylgt.
Mótmælenda hjörðin er klassísk, fyrirsjáanleg; ólgan stigmagnast og nú er svo komið að lítið sem ekkert þarf til þess að hleypa öllu í bál og brand. Barátta hennar er vonlaus, sigur mun aldrei vinnast. Sigur nú mun aðeins slá á þorstann um stundarsakir. Við erum að fjalla um fíkla sem eru að toppa sig í skömmtum dag frá degi. Ef byltingin étur ekki börnin sín, þá étur hún málstaðinn innanfrá og það af áfergju, þar til henni verður ómótt. Gjallið, spýjan er svo hinn nýi mástaður. Afbökun, útúrsnúningur, tilvistarleit, réttlæting fyrir frekara ofbeldi, auknu vonleysi. Þarna er engar lausnir að finna.
Stjórnmálamenn okkar Íslendinga, stærsta smáríkis í Evrópu, eru víst engir skörungar. Fyrir það líðum við. Þeir eru að því er virðist hugmynda snauðir. Fyrir það líðum við. Þeir eru fljótir í vörn; án þess að kunna að verjast. Fyrir það líðum við. Þetta gildir um fólk í stjórn og stjórnarandstöðu.
Talandi um vörnina; frá náttúruannar hendi er skjaldbakan vel varin örugg fyrir ytra áreiti. Skjaldbökur fara sér líka hægt - ofurhægt.
Vantrú mín á ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefur vaxið; fyrst var ég ósáttur við gaufið og góðmennskuna, þá var það skortur á upplýsingum á því að menn skildu ekki aulast til þess að halda úti kröftugu flæði upplýsinga. Frá því fyrir jól hefur málum verið drepið á dreif, ákvörðunum frestað; hausar verða að fjúka hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. En vammlausi Geir sagði að allt hefði sinn tíma. Sem er hárrétt, en tímatalið er bara ekki hans lengur. Nú hefur vantrú mín vaxið svo að ég er að verða trúlaus; farinn að efast um að Geir takist að endurvinna traust mitt; hvað þá hjarðanna.
Vel veit ég að Geir og hans fólk hefur verið að gera fullt af fínum hlutum, en meira að segja það góða sem gert hefur verið hefur ekki skilað sér til okkar; vegna veikrar PR vinnu? Frumkvæði og áræðni er ábótavant. Sóknin er döpur ... ákaflega döpur.
Ég er sjálfstæðismaður, já og ég er frjálshyggjumaður (haldið að það sé nú játning), ég er maður sem sé þessi verkefni brýnust:
* áætlun (raunverulega) um það hvernig við björgum atvinnulífinu í landinu
* áætlun (raunverulega) um það hvernig við björgum heimilunum í landinu
* taka á málefnum Seðlabankans og FME
* skipta um ráðherra fjármála og viðskipta- og bankamála
* mótun framtíðarsýnar fyrir hið nýja Ísland
Ég krefst þess að flokkurinn minn standi sig og hætti að hreyfa sig á hraða skjaldbökunnar.
Áfram veginn... á auknum hraða!
ES: það skal tekið fram að ég skrifaði þetta í gærkvöldi (22/01).
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2009 kl. 02:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.