4.3.2009
Facebook er Facebook er Facebook!
Þannig er að "Facebook" er vörumerki og stendur fyrir eina ákveðna þjónustu sem aftur skipar sér í flokk með fjölda sambærilegra þjónusta á Netinu (samfélagsvefja). Það er því beinlínis rangt að ætla sér að búa til orð fyrir Facebook sem ekki vísar beint til Facebook, sbr. Coke og kók.
Það er vissulega gott hvað við Íslendingar erum duglegir við nýyrðasmíð; t.d. var það snjallt hjá okkur að finna orð fyrr Telephone á sínum tíma, sama gildir um flugvél og þota, svona mætti lengi telja. En þó kók sé drukkið stífar en flest annað sykurvatnið, þá drekkum við líka t.d. pepsí og spræt; með öðrum orðum kók er ekki samheiti fyrir gosdrykki.
Eins og við gúgglum (þetta er að vísu vont dæmi þar sem í hugum margra er það að gúggla að leita á Netinu óháð leitarvél), þá er fínt að við skellum þessu á fésið, en afleitt að birta eitthvað á snjáldru svo ekki sé nú talað um snjáldurskinnu. Best er auðvita að vinna með Facebook, eins og við vinnum með Toyota, Philips, DELL, Boeing, Boss, Karen Millen, Tag Heuer, Nike, Titleist, Asics o.s.frv.
Er twitter fésbók eða snjáldra? En hvað eru þá Myspace, LinkedIn, Hi5, bebo, tagged, fubar og allir hinir samfélagsvefirnir?
Á sama hátt þá hefur mér fundist vont þegar við tökum uppá því að þýða nöfn útlendinga (sbr. Játvarður) eða nöfn staða (Peking) og enn verra er þegar þýddar eru skammstafanir fyrir stofnanir sem heita erlendum nöfnum. Það er eins og að sumar skammstafanir liggi betur við höggi en aðrar; við þýðum: AGS/IMF, ESS/EEA, ESB/EU, SÞ/UN, BNA/USA o.s.frv. En ekki: NATO/NATO, EFTA/EFTA, BBC/BBC, UK/UK o.s.frv. Það að þýða skammstafanir sem þessar gerir auðvitað ekkert annað en að skapa vandræði.
Áfram veginn...
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Þú klikkar aldrei Viggó........... góður pistill hjá þér
Vilborg Auðuns, 4.3.2009 kl. 01:27
Langar bara að benda þér á að "Peking" er ekki íslensk þýðing á nafninu "Beijing" eins og þú virðist halda.
Hér er einfaldlega um að ræða tvær ólíkar tilraunir til að rita nafn borgarinnar með okkar stafrófi og alls ekkert íslenskt við nafnið Peking. Reyndar var borgin þekkt sem Peking í hinum vestræna heimi (t.d. í ensku), áður en kínversk stjórnvöld gáfu út opinberar leiðbeiningar um það hvernig rita ætti málið með okkar stafrófi, en samkvæmt þeim leiðbeiningum er nafnið ritað "Beijing".
Helgi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 07:24
Tæknilega er þetta með Peking rétt hjá þér. En eru ekki 50 ár eða svo síðan Peking varð Beijing í hinum vestræna heimi? Ættum við ekki að hafa aðlagð okkur á þeim tíma?
Það má vel vera að Peking sé enn einhverstaðar notað fyrir utan Ísland, en ég hef ekki rekist á mörg dæmi um slíkt - tja, nema auðvita á matseðlum veitingahúsa og hugsanlega í nöfnum slíkra staða. En auðvita eru fleiri dæmi, ég held að en sé talað um "Peking Opera" og "Peking University". Hitt er svo að bæði Peking Univeristy og Peking Opera eru í þeirri góðu borg Beijing.
Viggó H. Viggósson, 4.3.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.