16.4.2009
Leiftursókn til endurreisnar!
Hvert er vandamál íslenskra heimila? Svarið blasir við: lausnalaus vinstristjórn!
Aðgerðir núverandi ríkistjórnar hugsaðar til hjálpar heimilunum í landinu gera ekkert, tja annað en að auka á óvissu og fæða hik. Óvissa og hik eru orka sem neikvæðni nærist á. Neikvæðni sem svo keyrir vonleysisspíralinn áfram fullum krafti, niður í djúpar myrkar gjár svartnættis - þar grefur þjóðin sér svo gröf. Gröf sem aðeins verður dýpri ef sömu flokkar halda áfram við stjórnvöldin eftir kosningar.
Störf verða ekki til með sköttum; við skattleggjum okkur ekki út úr þessum vanda frekar en öðrum. Og ekki verða til störf með því að míga utan í ESB.
Við skulum ekki eyða tíma á þessu stigi; á þessum örlagríku tímum, í flóknar sértækar aðgerðir í stíl vinstrimanna; kostnaðarsamar, seinvirkar, líkast til óvirkar. Niðurlægjandi.
Lausn má ekki vera bákn.
Verðtryggingin verður að hverfa, hún er bákn fólksins, þunglyndi þess. Hún er dópið sem slævir alla hlutaðeigandi: fjármagnseigendur, fjárvörsluaðila, stjórnvöld og lántakendur; heila þjóð. Niðurstaðan er að allt kerfið er heldópað, kex ruglað. Fjármagnseigendur og fjárvörsluaðilar þurfa einfaldlega að fara að vinna vinnuna sína og lántakendur þá, eftir atvikum, að sitja á sér fara sér hægar. Afleiðingin yrði samtaka krafa um virka hagstjórn. Edrú hagstjórn.
Við elskum krónuna. Við elskum hana eins og þjóðfánan okkar og Þingvelli, Gullfoss, Geysi, jöklana, sandana, fjallgirta firði, öræfin, grænar grundir, vötnin, árnar, fljótin og fossana, Mývatn og Eyjafjörð, flóa og djúp, strandirnar, eyjarnar og dalina, Esjuna, sundin og Reykjavík. Ég átta mig á því að ekki eru falin í þessum orðum nein haldbær rök fyrir því að halda íana blessaða, tja önnur en mannleg væntumþykja með vænni slettu af þjóðernisást. En við ættum að fara vel með það sem okkur þykir væntum ekki satt?
Krónan er okkar gæfa nú um stundir, hvort við viljum svo kasta henni síðar eða ekki (um svipað leiti og við fáum inni í Evrópusamveldinu), þá er þessi umræða nú óþörf; hún er seinni tíma mál. Þessi umræða er hluti af pestinni sem okkur hrjáir; andskotans lauslæti frá heiðarlegri hugsun, daður við atkvæði. Ég held reyndar að jafnvel Samfylkingin sé að átta sig á þessu núna - eftir að hafa talað krónuna markvisst niður mánuðum saman. Rökhugsun er ekki endilega þeirra tebolli.
Annað þessu tengt; það að tilkynna nú að við ætlum að sækja um aðild að Evrópusambandinu hefur ekkert með traust til íslensku þjóðarinnar að gera. Hefur ekkert með samstarf við alþjóðastofnanir að gera. Þeir sem halda því fram, sem eru helvíti margir við síðustu talningu, eru einfaldlega að fara með fleipur; staðlausa stafi! Nánast má kalla þetta fólk lygamerði, en í besta falli forfallna pöpulista. Nálægt því að vera síðasta sort.
Krónan hefur í sjálfu sér á engum tíma verið vandamálið, þeir sem halda því fram eru þeir sömu og ég vanda ekki kveðjurnar hér að ofan; vandamálið er fyrst og fremst verðtryggingin og það tvöfalda eða öllu heldur þrefalda kerfi sem hún gat af sér. Eiturlyfjaneysla hefur aldrei gert neinum gott og þá síst til langframa. Dópið drepur; drap hugsanlega krónuna okkur, það á eftir að koma í ljós.
Það verður að skera niður í ríkisútgjöldum. Flokkurinn minn gerði þau regin mistök á farsælum stjórnartíma sínum s.l. tæp 20 ár að gleyma því fyrir hvað hann stendur, hann reikaði af leið og tók að endingu krappa beygju; þandi ríkið út. Sveiattan! Geir H. Haarde hafðu litlar þakkir fyrir, já og þú líka Davíð Oddsson. Þið voruð leiðtogarnir sem ég treysti á, sem stór hluti þjóðarinnar treysti á. Þið áttuð að gera betur.
Góðærið fór illa með flokkinn minn, það blasir við. Góðærið fór illa með margt fólk, svo illa að heil þjóð þarf nú að gjalda fyrir það. Flokkurinn minn er að taka á þessari arfleið aðrir flokkar hafa ekki viljað viðurkenna sína svörtu tíð. Þjóðin þarf að fara að taka á sínum málum það gerir hún best með því að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn, endurreistur, fái afl til þess að takast á við þjóðstjórnina næstu misserin. Þetta er mikilvægt, gríðarlega mikilvægt, í sjálfu sér er þetta forsenda framtíðar.
En hvað er ég að rausa þetta og raupa? Slíkt gefur víst ekkert af sér, tja nema ef að ræðunni fylgir eitthvað annað og meira.
Hér fylgir allt sem fylgja ber - eitt stykki lausn á vandamálum heimilanna og þar með þjóðarinnar:
- Þegar hefur verið ráðist í breytingu gjaldþrotalaga og laga um ábyrgðamenn
- Lækkum launalið ríkisreiknings um 5%
- Krónan er okkar mynt
- Afnema gjaldeyrishöft
- Verðtrygging burt
- Vextina niður
- Borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum
- Lækkum höfuðstól skulda heimilanna um 20% - 330 milljarðar (með þaki)
- Lækkum skuldir lítilla og meðalstóra fyrirtækja um 15% - 250 milljarðar (með þaki)
- setjið tvo ofantalda liði í samhengi við það fé sem bankarnir eru að tapa, er ekki verið að tala um 5 7 þúsund milljarða í því sambandi. Það kostar því ekki nema um 10% af þessari upphæð til þess að bjarga heimilunum (og fyrirtækjunum) í landinu.
- Afskrifum skuldi útgerðarinnar og tökum kvótann til baka á fimm árum 500 milljarðar
- Þenjum möskvana í veiðheimildum tímabundið
- Álver í Helguvík
- Álver á Bakka
- Þetta þýðir að hrinda þarf í framkvæmd virkjunar áformum sunnan- og norðanlands
- Setjum 750 milljónir í ferðamannageirann, þar af 500 mkr í niðurgreiðslur flugs (pakkaferða) og 250Mkr í markaðsaðgerðir (í krónu á móti krónu fyrirkomulagi)
- Setjum Færeyinginn í gang þetta er áætlum sem felst í því að nota lánið frá frænd- og örþjóðinni Færeyjum í uppbyggingu atvinnulífsins, við tökum þeirra aura og setjum annað eins á móti; samtals 12Mkr. Til að setja þetta í samhengi er við hæfi að bera þetta saman við þær upphæðir sem hafa nýlega farið í gerð nauðsynlegra vegaganga, nú eða þá í tónlistarhúsið góða:
- Fjármögnum þriðjustoðina áætlun SI um uppbyggingu hugb.geirans -2,5 milljarðar
- Setjum á fót raunverulega nýsköpunarsjóð þ.e. fyrir sprotafyrirtæki - 3,5 milljarðar
- Setjum á fót örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki - 2,5 milljarðar
- Ýttum undir heilsuiðnað á Vallarheiði - 250 mkr
- Ýttum undir uppsetningu gagnavera á Vallarheiði -250 mkr
- hér eru enn 3 milljarða til ráðstöfunnar hugmyndir eru vel þegnar.
Ofantaldar aðgerðir, að virkjunar og álversframkvæmdum frátöldum, munu skapa um 10 þúsund framtíðarstörf (afleidd störf ekki meðtalin) og það á næstu 12 til 18 mánuðum. Störf í tengslum við virkjanir og álver á byggingartíma skipta síðan þúsundum. Afleidd störf munu skipta þúsundum. Störfin verða til á öllum sviðum atvinnulífsins. Atvinuleysisgatinu verður lokað á íslenkum hraða - met hraða.
Snilldin, ef hún skyldi hafa farið framhjá einhverjum, er auðvita að þetta kostar ekki krónu - já allur pakkinn mun ekki kosta skattgreiðendur eina einustu krónu! Þvert á móti mun þetta breikka tekjustofn ríkisins stórkostlega og skila sér í stórauknum tekjum, svo ekki sé talað um minni útgjöld (vegna t.d. minni atvinnuleysisbóta, minni kostnaði vegna sértækra ótækra aðgerða). Við blasir að jafnvægi verður í vöruskiptajöfnuði þrátt fyrir miklar fjárfestingar í stóriðju.
Aðgerðirnar mun vissulega kosta áræðni; djörfung og dug. Svikamyllubústjórarnir þurfa að taka slaginn, en það áttu þeir hvort sem alltaf að gera. Að þeim verður sótt, þung, hart af offorsi. Lánadrottnar munu leita fulltingis alþjóðasamfélagsins, miklum þrýstingi verður beitt. En af þessu þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur, þetta mun fjara út, hratt, miklu hraðar en flesta grunar.
Hugsum endurreisnina sem skammtímaverkefni; leiftursókn. Þegar við höfum náð að hreinsa kerfið út, mokað flórinn, klárað að skafa drulluna úr kerfinu, flett ofan af svikunum. Þá hefjum við uppbyggingu, þá hlúum við að grunngerðinni og innviðunum; þar kemur sjálf stjórnarskráin við sögu. Þá verður nýja Ísland til. Þá er áríðandi að við gefum við okkur tíma, förum varlega í sakirnar; vöndum okkur.
Þangað til, áfram veginn
göngum hratt og hreint til verks!
PS. villur í þessari grein, ólíklegar sem þær nú eru, eru á ábyrgð Davíðs Oddssonar.
Húsfyllir á fundi Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 23.4.2009 kl. 02:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 112615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.