Evrópa kallar! Samfylkingin lofar okkur Evrópu lausnum, vandamál okkar munu einhvernvegin hverfa, svona eins og dögg fyrir sólu - af því bara - um leið og við svo mikið sem segjumst ætla að sækja um aðild.
Evrópa er skjólið, við viljum hverfa í fjöldann. Á undraverðan hátt munu víst verða til þúsundir starfa, vextir munu líkast til hverfa, af lánsfé verður þá vísast til nóg; enda munu allir bera fullt traust til Íslendinga - þeir eru jú að fara að ganga í EU.
Sjálfur vil ég að við hefjum samningsviðræður við EU sem allra fyrst. En ég vil gera það í góðu formi, og fyrir alla muni vil ég vera edrú við þá iðju. Samfylkingin er útúrdópuð, hefur tekið allt of stóran skammt af Evrópudópinu. Þessu fólki er ekki treystandi til þess að fara með samninga fyrir okkar hönd.
Ég bið fólk að íhuga hvers virði það er að vera sjálfstæður, að kunna að sjá sjálfum sér farborða. Í þessu sambandi er holt að skoða orð sem lögðust á fullveldisvogaskálina
---
Og neyðin, sjálf neyðin, sem er háraustuðust allra norna og áfjáðust, hún fær engu til leiðar komið við yður. Þér látið útlenda færa yður það allt heim í hlað sem yður vanefnar um, og þar megið þér selja þeim sjálfsdæmi eins og vér gerðum, þegar vér unnum víg eða annað, sem þér nú kallið ódáðaverk, þar megið þér taka við því, er þeir færa yður, hvort það er gott eða illt, nóg eða ónóg , og við slíku verði, er þeir ákveða sjálfir, og er þá vel, ef þeir hæðast eigi um á eftir (Baldvin Einarsson, Ármann á Alþingi)
---
Menn sjá dæmi til, að sumar þjóðir, sem áttu beztu lög og dugnað og réttvísa stjórnendur, hafa samt dregizt aftur úr og orðið daufar og afskiptalausar af högum sínum, af því aðrir réðu öllu fyrir þær og þær voru sjálfar til einskis kvaddar. (Tómas Sæmundsson, Fölnir)
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég sammála þér með Evrópudópið. Þetta er samlíking sem hittir naglann á höfuðið.
Nú er reglan um hlutfallslegan stöðugleika líklega á leið útum gluggann, samkvæmt þessari frétt en ég efast um að það hafi hin minnstu áhrif á uppgjafarstefnu dópaðrar Samfylkingarinnar.
Haraldur Hansson, 24.4.2009 kl. 19:54
Samfylkingin kærð fyrir landráð.
Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð. Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.
Lesið kæruna hér.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.