Leita í fréttum mbl.is

Vinstri villa #10 - Skattleggjum okkur út úr vandanum

Vinstra gengið ætlar að auka skatta, í því liði telur fólk það vera einu leiðina út úr vandanum.

Skattahækkanir eru einfaldlega grundvöllurinn að efnahagsstefnu Vinstri Grænna, þeir sjá enga aðra leið - hafa aldrei gert, munu líkast til aldrei gera.

Samfó er svolítið á báðum áttum, sem er auðvitað ekkert nýtt - út og suður er takturinn þeirra. Þar á bæ þorir fólk ekki að segja það sem það hugsar - enda myndi það kosta þau atkvæði. Samfó talar í hring, í einni ræðunni segjast þau ekki ætla að hækka skatta, en í þeirri næstu er sagt að það sé ótrúverðugt hjá Sjálfstæðisflokknum að segjast ekki ætla að hækka skatta.

Sjálfstæðisflokkurinn veit að ríkið tekur þegar of mikið af kökunni til sín. Að störf verða ekki búin til í gegnum hærri skattaálögur. Það hefur enga þýðingu, hvorki til skamms eða lengri tíma að búa til störf hjá ríkinu – hvað þá heldur að þenja það út með öðrum hætti (látið mig þekkja‘að, minn flokkur á Íslandsmet í þeirri fjandans iðju).

Sjálfstæðisflokkurinn veit að verðmæti verða ekki sköpuð með sköttum. Því fyrr sem stjórnmálamenn aðrir geta troðið þessu inní hausinn á sér því betra.

Áfram veginn ... frá bákninu!


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband