Vinstra gengið ætlar að auka skatta, í því liði telur fólk það vera einu leiðina út úr vandanum.
Skattahækkanir eru einfaldlega grundvöllurinn að efnahagsstefnu Vinstri Grænna, þeir sjá enga aðra leið - hafa aldrei gert, munu líkast til aldrei gera.
Samfó er svolítið á báðum áttum, sem er auðvitað ekkert nýtt - út og suður er takturinn þeirra. Þar á bæ þorir fólk ekki að segja það sem það hugsar - enda myndi það kosta þau atkvæði. Samfó talar í hring, í einni ræðunni segjast þau ekki ætla að hækka skatta, en í þeirri næstu er sagt að það sé ótrúverðugt hjá Sjálfstæðisflokknum að segjast ekki ætla að hækka skatta.
Sjálfstæðisflokkurinn veit að ríkið tekur þegar of mikið af kökunni til sín. Að störf verða ekki búin til í gegnum hærri skattaálögur. Það hefur enga þýðingu, hvorki til skamms eða lengri tíma að búa til störf hjá ríkinu hvað þá heldur að þenja það út með öðrum hætti (látið mig þekkjaað, minn flokkur á Íslandsmet í þeirri fjandans iðju).
Sjálfstæðisflokkurinn veit að verðmæti verða ekki sköpuð með sköttum. Því fyrr sem stjórnmálamenn aðrir geta troðið þessu inní hausinn á sér því betra.
Áfram veginn ... frá bákninu!
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.