Leita í fréttum mbl.is

Evrópa kallar ...

Ekki er víst að ný ríkistjórn lýðveldisins muni snúast um Evrópusambandið og aðild að því, mér finnst það þó líklegt. Átakalínan í stjórnarmyndunarviðræðum vinstra liðsins, Samfó og kommana í VG mun þó líkast til liggja þar.

Ég hef ekkert sérstakar áhyggjur af þessum samningum, vegna þess að ég veit að afturhaldsliðið mun ekki hleypa Samfó á stökk. En ef Samfó færi með poppulistunum Framsókn og Borgarahreyfingunni þá er voðinn vís.

Þar lítum vér baráttu lítillar þjóðar
við lífskjör, sem oft voru döpur og ströng
í styrjöld við eldgos, hafís og þröng,
- fólk, sem í barnslegri fávizku seldi
frelsis síns dýrgrip erlendri hönd,
fólk, sem örmagna í fjötrum stundi,
en fékk ekki slitið harðstjórans bönd.  

Í þessum línum úr ljóði Jóns frá Ljárskógum, Fullveldið tvítugt , er þörf áminning í aðdraganda þess að við förum bráðar í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Mikilvægt er að gleyma því ekki að í frelsinu, frelsi okkar Íslendinga sem þjóðar og frelsi okkar sem einstaklinga var (og er) fólgin sá kraftur sem hefur gert okkur að þeirri þjóð sem nýtur hvað mestrar velmegunar og velferðar í heiminum.  Frá helsinu til dagsins í dag höfum við lyft Grettistaki í uppbyggingu þjóðfélagsins. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn án nokkurs vafa átt hvað mestan þátt.

Okkur varð á í messunni og þó svo að gott sem öll heimsbyggðin sé því sama marki brennd, þá hefðum við átt að gera betur. En það fór eins og það fór, við getum víst lítið gert við því í dag. En við megum ekki láta bakslagið verða til þess að við seljum okkur aftur erlendri hönd.  

Sjálfur er ég fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, en ég vil gera það í því andrúmslofti sem svífur yfir næsta erindi Jóns.

Í dag er hún hyllt, hin frækna fylking,
svo framgjörn, svo djörf, svo íturglæst,
sem undir frelsisins merkum mættist,
og menningu Íslands lyfti hæst.
Þessi heiðríki dagur geislandi gleði,
sem gaf oss hin liðna tíð í arf,
er helgaður þessum hetjum Íslands
í hljóðri þökk fyrir unnið starf.

Förum í þessa vegferð fullviss um að við erum fjráls þjóð, þjóð á meðal þjóða. En ekki einhverjir vesalingar í vanda. 

Áfram veginn … frelsisins veg!


mbl.is Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband