26.4.2009
Hvernig gengur þetta upp?
Ég er einfaldlega ekki að ná ummælum Jóhönnu um að tími prófkjara sé liðinn. Hvað á konan við? Og núna er Steingrímur J. að bulla einhver ósköp um sama efni. Vegna útstrikana þá er tími prófkjara liðinn... ái hjálp! Rök fólk, rök!
Áfram veginn ...
Tími prófkjara liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Þau þurfa ekki að beita rökum þau eru vinstra fólk....
Sigurdur Ingi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 01:54
Ég heyrði þau ekki segja þetta, en mér finnst nokkuð augljóst hvað þau hljóta að eiga við. Í prófkjörum er ákveðið hver er í hvaða sæti á framboðslista. Ef útstrikanir verða algengar, þá hefur það lítið að segja í hvaða sæti menn eru. Það væri þá einfaldari og ódýrari að sleppa því að velja í sæti og bjóða í staðinn fram óraðaðan lista og leyfa kjósendum að ákveða röðina. Til þess að það yrði praktískt þyrfti miklar breytingar á kosningalögum. Ég á því ekki von á að prófkjörin séu alveg búin að vera ennþá.
Kristinn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 02:06
Það komast ekki allir á lista, eða hvað? (Hvað ætli þeir mættu vera langir?) þannig að prófkjör gæti verið leið til að ákveða hverjum flokkarnir vilja stilla upp á óröðuðu listana.
Billi bilaði, 26.4.2009 kl. 02:44
Sigurður Íngi ...vinstri menn eiga að beita rökum, ekki síður en hægri menn!
Rökin fyrir því að prófkjör skulu víkja fyrir persónukjöri eru þau að fólk er farið að nota útstrikanir meira...og það er miklu auðveldara að merkja við 1. flokk og svo a. jón...b. jónu....c, jóhann....d. jóhönnu á listanum sjálfum! (10 ára krakkar skilja þetta og vonandi þú Sigurður?)
Í Hollandi er þetta gert með tölvuskjá...það er að maður kýs flokk, og svo birtast frambjóðendur þess flokks og maður "snertir" þa sem maður vill á þing!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2009 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.