26.12.2006
Maður ársins - 1. vers.
Halló Netheimur,
Ég heiti Viggó, ég er tölvumaður, ég er tilbúinn!
Tímaritið Time útnefndi fyrir rúmri viku mann ársins (person of the year). Á þeim bæ hefur þetta verið gert svo lengi sem menn muna (ég taldi 80 ár? Hvar er veislan?). Á þessum árum öllum sýnist mér þetta vera forsetar eða þjóðarleiðtogar annarar sortar sem oftast hafa orðið fyrir valinu, næst oftast eru það friðarstillar og svo friðarspillar - stórmenni allt saman efalaust. Eða hvað?
Það er svo fyrst 1950 sem Time velur eitthvað annað og meira en einstakling, þá völdu þeir G.I. Joe (The American Fighting Man). Upp frá þessu hefur Time valið "fyrirbrigði" í stað einstaklinga einu til tvisvar sinnum á hverjum áratug.
Með slíku vali hefur Time komið á óvart, held ég. Fyrsta svona tilfellið sem ég man eftir var þegar "tölvan" var valin maður ársins. Það þótti smart hjá þeim, verulega frumlegt múf. Þegar þetta gerðist þá var ég orðinn "tölvumaður" og man ég hvað þetta snerti mig á jákvæðan hátt, var upp með mér - árið var 1982.
Hafa þarf í huga að '82 var Netið (þ.e. það IP pakkanet sem við þekkjum í dag) ekki til og hvað þá Vefurinn (World Wide Web). Þau hjá Time voru frökk þá, eins og í ár. Skýring þeirra (eða var það vörn?) á valinu var sett fram í langri grein (48K, til samanburðar þá er leiðari í dagblaði circa 2K) sem er hreint frábær lesning: http://www.time.com/time/subscriber/personoftheyear/archive/stories/1982.html
Í ár koma þau á Time á óvart - finnst mér - þau völdu þig ("You")! Allir félagar þínir á Netinu sem hafa skoðanir á hinu og þessu og láta þær í ljós, hver með sínum hætti, á sínum stað, sínum tíma - þeir voru líka valdir.
Til hamingju öll, þið eigið þetta svo sannarlega skilið.
Þið eruð tilbúin.
Ég er meiri "tölvumaður"en flestir jarðarbúar! Súrt sem það er þá tel ég mig samt ekki geta gert tilkall til titilsins. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að vera svona mikið involveraður þá hef ég ekki verið nægilega virkur þátttakandi. Ég hef lítið efni gefið, nánast þegið út í eitt. Ég hef verið og er í stífri neyslu. Netneytandi já, en tæplega Netverji . Súrt sem það er!
Ég er ekki alveg viss hvort ég muni hvar og hvenær ég sá "Vefinn" fyrst. Fyrsta minningin er að ég er að horfa yfir öxlina á bróðir mínum. Hann er líka tölvumaður, meiri en flestir í þessum heimi.
Þetta hefur verið circa 1993, tölvan var að öllum líkindum DEC AlphaStation, Netsambandið hefur verið við Helga Jó og Maríus á fastri línu - ég skýt á 128 eða jafnvel 256K. Staðurinn Örtölvutækni, falska loftið í bakhúsinu í Skeifunni. Allt í drasli eins og gjarnan er í kringum hugsandi menn.
Helgi, tölvumaðurinn, bróðir minn, var að sýna mér eitthvað alveg stórfenglegt, ég hafði hlaupið ofan af þriðju til þess að sjá undrið. Hann var áreiðanlega að keyra Mosaic bráserinn (vafran) mig rámar í veðurkort hafi verið efnið og jú jú þetta var barasta nokkuð kúl.
En ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, frekar en nú, að vefurinn væri bylting. Vefurinn kom til mín einhvernveginn svona án þess að ég tæki eftir því, sem eðlilegt næsta skref, ég upplifði hann ekki sem byltingu. Mér fannst til dæmis mikið merkilegra þegar ég sjálfur skirfaði:
main()
{
printf("Hello, world\n")
}
Og renndi kóðanum í gegnum kompæler, fyrr en varði tifaði "Hello, world" á skjánum hjá mér. VÁ, þarna vorum við að tala.
Eldri minningar á ég af fjölmörgum áþekkum perónulegum sigrum - stórsigrum á Commodore PET, Sinclair ZX-80 og Spectrum. Eigum við að tala um alvöru tæki, suss já við bræðurnir keyptum okkur saman NorthStar Horizon - árið var 1979 .. úff, held ég. Ég kann líka að segja frá því þegar ég sá XML raunverulega í aktsjón í fyrsta skipti.... en hættum nú, nóg er komið að tölvusögulegurausi.
Ég er tölvumaður og ég er tilbúinn. Nú er kominn tími til að live up to it, ég hef ákveðið að blogga, leggja mitt til og verða sýnilegur í þessum heimi. Samningur minn við sjálfan mig er á þá leið að ég lofa engu hvað ég muni skrifa um, hversu oft ég muni skrifa eða hve lengi ég muni standa í þessu. En það brennur margt á mér ... ég hef þegar ákveðið hvað ég ætla að skrifa um næst, er raunar kominn með nokk digrann lista . Hætti hér. Mér liggur á, að byrja á næsta innleggi.
Bless í bili Netheimur;
Ég heiti Viggó og ég er Netverji.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.