Leita í fréttum mbl.is

Jólakveðjan sem varð að úlfalda

Dóttir mín fékk þessa kveðju frá Dominos og var hún lesin yfir rjúpurnar. Viðbrögð hennar voru eitthvað á þá leið að það væri nú slæmt að vera komin á jólakortalista bökukompanís, það segði sitt um viðtakandan. Viðstaddir hlógu - ekki meira gert úr því.

En svo byrjar ballið, málið allt í einu orðið alvarlegt. Jóhannes Gunnarsson kominn á skjáinn í nokkrum ham. Já þessi kveðja var lýsandi dæmi fyrir það hvernig ósvífnir kallar í bisness svífast einskis.

Ég og frúin tókumst aðeins á um málið, hún er á því að þetta sé nettur dónaskapur - svona á okkar helgustu stund. Ég er sammála þeim Agli, Stefáni og Sigmari finnst ástæðulaust að gera of mikið úr málinu. En samt; Dominos vegna þá hefðu þeir gert miklu betur ef þeir hefðu tímasett þessa aðgerð sína öðruvísi. Það hefst ekkert gott uppúr því að pirra viðskiptavininn.

Síðan má velta því fyrir sér, svona ef maður vill vera extra leiðinlegur, hvort að Dominos hafi aflað sér heimildar til þess að nota símanúmerinn sem þeir skrá hjá sér þegar fólk verslar af þeim pizzu í þessum tilgangi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband