27.12.2006
Jólakveðjan sem varð að úlfalda
Dóttir mín fékk þessa kveðju frá Dominos og var hún lesin yfir rjúpurnar. Viðbrögð hennar voru eitthvað á þá leið að það væri nú slæmt að vera komin á jólakortalista bökukompanís, það segði sitt um viðtakandan. Viðstaddir hlógu - ekki meira gert úr því.
En svo byrjar ballið, málið allt í einu orðið alvarlegt. Jóhannes Gunnarsson kominn á skjáinn í nokkrum ham. Já þessi kveðja var lýsandi dæmi fyrir það hvernig ósvífnir kallar í bisness svífast einskis.
Ég og frúin tókumst aðeins á um málið, hún er á því að þetta sé nettur dónaskapur - svona á okkar helgustu stund. Ég er sammála þeim Agli, Stefáni og Sigmari finnst ástæðulaust að gera of mikið úr málinu. En samt; Dominos vegna þá hefðu þeir gert miklu betur ef þeir hefðu tímasett þessa aðgerð sína öðruvísi. Það hefst ekkert gott uppúr því að pirra viðskiptavininn.
Síðan má velta því fyrir sér, svona ef maður vill vera extra leiðinlegur, hvort að Dominos hafi aflað sér heimildar til þess að nota símanúmerinn sem þeir skrá hjá sér þegar fólk verslar af þeim pizzu í þessum tilgangi?
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 112626
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.