Leita í fréttum mbl.is

Neyðarkall frá vigtinni!

Ég var að lesa bloggið hans Ingva Hrafns um Saga Class á bráðamóttöku. Þarna segir hann frá tíðum heimsóknum sínum á Landsann og hversu góðar móttökur hann hefur fengið þar á bráðamóttökunni.

Ég get tekið undir með Ingva, hef sjálfur nokkrum sinnum komið þarna bæði í akjút málum sem aðstandandi og svo í sambærilegum málum og hann - nema hvað það var gallblaðran sem öskraði hjá mér.

Í skoðun læknis þá, þar sem hann spurði mig spjörunum úr - ég var í alveg gasalega smart átfitti, svona risavöxnum LSH nærbuxum og kósý slopp frá sama merki. Hvað um það, spurningarnar voru þessar klassísku, þar með; "Reikir þú?". Jú jú það gerði ég. "Aumingi" heyrðist þá í doksa, hann krotaði eitthvað á blaðið sitt áður en hann vatt sér í næstu spurningu.

Ég held ég hafi blóðroðnað, skömm mín var slík. Ekki eins og ég hafi ekki heyrt þetta eða svipað margoft - frá vinum, kunningjum og sjálfum mér. "Aumingi" afl orðsins þá og þarna var ótrúlega magnað.

Þennan dag misstu bæði R.J. Reynolds Tobacco Company og Ríkissjóður góða mjólkur kú.

Af gallblöðrunni er það að segja að hún fékk að kenna á þessu rugli í sér. Veinar ei meir.

Síðan eru liðin 2 ár og 16K.

Fór á vigtina í gær, hún sendi frá sér neyðarkall. Þetta varð til þess að vegslóðinn norðan við Rauðavatn fékk að kenna á því í kvöld - hann tók á sig þung spor. Hefðu mátt vera fleiri, Andri og Zorró tókum skokkið með mér og fundu vart fyrir mæði, á meðan að ég stóð á öndinni.

Á vigtinni stóð STÓRUM RAUÐUM stöfum 112.

Var hjá Kalla í Esju seinnipartinn í dag, átti þar leið framhjá stóru vigtinni - þetta er alvöru græja svona "industrial streingth" tölvudæmi, ræður sennilega við naut á fæti. Þar var fyrri mæling staðfest.

Persónulegt met hefur litið dagsins ljós, óvelkomið vissulega en ótvírætt met. Staðfest. Þetta er met sem ég ætla mér að tryggja að fái að standa um ókomna tíð.

Annars er ég aumingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband