Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
7.2.2009
Þrautavaragaurinn...
Endalaust bull er þetta! Hvernig stendur á því að sumt fólk kemst upp með það mánuðum saman að halda fram (eða ýja að) tómri þvælu. Maður veltir því fyrir sér hvort að um meðvitaðar lygar sé að ræða?
Í ljósi þess að ECB (European Central Bank = Seðlabanki Evrópu) er ekki, bara alls ekki, lánveitandi til þrautavara, þá finnst mér merkilegt að í þessari grein sem Grétar Júníus Guðmundsson skrifar í Morgunblaðið að hann skuli geta dregið þær ályktanir sem hann gerir.
Fyrst þetta: "Ætla má að sú staðreynd að Írar höfðu seðlabanka Evrópu sem bakhjarl hafi breytt miklu fyrir þá."
Og síðar þetta "Þá skiptir einnig máli að Írar eru í Evrópusambandinu og í evrópska myntsamstarfinu. Þeir höfðu því aðgang að evrópska seðlabankanum sem svonefndum lánveitanda til þrautavara í sinni heimamynt, evrunni.".
Hvernig stendur á því að blaðamenn komist upp með að þvæla svona?
Þeir, Írar, höfðu engan aðgang að langtíma lánum frá evrópska seðlabankanum. Staðreyndin er sú að Írar eru í svipaðri stöðu og við Íslendingar; þeirra eigin seðlabanki getur (gat) ekki staðið við hlutverk sitt sem lánveitandi til þrautavara. Þeir þurfa að grípa til sambærilegar ráðstafana og við Íslendingar; allsherjar aðhald, skera niður í ríkisútgjöldum og lækka laun á vinnumarkaði. Annað hvort gera þeir þetta sjálfir á sínum forsendum eða gera það í gegnum IMF eins og við erum að gera. Enda hafa Írar ekki í önnur hús að venda en IMF þannig að þeirra þrautaþrautavaragaur er sá sami og okkar.
Að vísu mætti hugsa sér að Írar gætu leitað til EMU og reynt að fá þjóðir myndbandalagsins til þess að slá saman í lán handa sér, ekki er þó víst að þær þjóðir séu í stak búnar til slíks. Þar að auki er ekki til neitt formlegt ferli fyrir slík og því væntanlega mun einfaldara að leita til IMF.
Nú er gott að hafa krónu sem með falli sínu styður við útflutningsgreinar þjóðarinnar og hamlar "óþarfa" neyslu.
Áfram veginn... krónu fyrir krónu fyrir evru!
Svipaður aðdragandi en ólíkt framhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk