Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
13.1.2010
Í hugmynd er mynd af framtíð
Hugmynd er tært form frelsis; í sjálfu sér eru henni engin bönd sett. Eigi að síður er hugurinn, oftar en ekki, í fjötrum. Eins og í daglegu lífi okkar þá eru höft letjandi og lamandi. Höft eru andfresli.
Ég fæ hugmyndir; er ég frjáls?
12.1.2010
Auðlindir Íslendinga - Samstaða
12.1.2010
Ég heiti Ísbjörg ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010
Betri mistök, já takk!
Vitað er að stjórnvöld gera í sífellu mistök, þetta er daglegt brauð; gildir þegar allt leikur í lindi, sem og þegar harðnar á dalnum. Engum er því sérstaklega brugðið þegar stjórnvöld gera mistök undir þrýstingi áfalls eða áfalla; hægt er að vona að mistökin verið með minnsta móti ... jafnvel að þau verði afturkræf.
Stjórnvöld kunna ekki viðbrögð við áföllum, kunna ekki krísustjórnun og er því "eðlilegt" að gerð hafa verið mistök á mistök ofan, á öllum stigum frá því vikunum fyrir hrun til dagsins í dag.
Stjórnmálamönnum er um að kenna, í og með; en stjórnsýslan á sökin fyrst og fremst.
Ekkert bendir til þess að breyting til hins betra komi innanfrá, þ.e. að stjórnsýslan finni leiðir til þess að bæta vinnubrögð sín, auka gæði útkomunnar. Almennt séð er ekki líklegt að breytingar komi innanfrá þegar Báknið er annarsvegar. Hvatasöngur Báknsins fjallar um að krefjast aðeins meira af því sama og það strax; annars fari allt til andskotans. Báknið er stórt og báknið er gott við sjálft sig - og báknið vex.
Við blasir að mistök verða gerð á morgun; það besta sem við getum vonað er að þessi mistök verði ekki jafnslæm og þau mistökin sem þegar eru staðreynd.
Krafa okkar er auðvita um færri mistök og henni er best halið uppi með kröfunni um "Báknið burt".
En þangað til er hægt að biðja um betri mistök á morgun en gerð voru í dag.
Betri mistök, já takk!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010
Að vilja ekki
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gísli Marteinn boðaði til kynningar eða fyrirlesturs um skipulagsmál sem hann kallar "Reykjavík - hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?" Fór fyrirlesturinn fram í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins og komust færi að en vildu.
Í upphafi máls síns tók Gísli Marteinn það fram að ákveðið hefði verið í röðum Sjálfstæðismanna að hafa prófkjörsslaginn á lágstemmdum nótum og því hefði hann kosið að fara þessa leið. Er ekki alltaf að koma betur og betur í ljós að þrengingarnar, eins skelfilegar og þær eru, eru ekki alslæmar? Fyrir mitt leiti vill ég mikið frekar sjá Gísla Martein "live" en að hann sólundi fé í auglýsingaslag, þó svo þær verði væntanlega með líka.
Skemmst er frá því að segja að fyrirlestur Gísla Marteins var hreint frábær. Frásögn hans er vel uppsett, lifandi, persónuleg og ofurskýr. Svo var hann bara svo fjári fyndinn.
Ég held að ég hafi ekki séð stjórnmálamann skila sínu jafn vel, hvorki fyrr né síðar, í alvöru. Raunar legg ég það til að Gísli Marteinn endurtaki fyrirlesturinn (og það sem oftast - sá að fyrirlesturinn var tekinn upp, þannig að kannski verður hægt að sjá hann á YouTube).
Borgarbúar, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa að sjá og heyra það sem GMB hefur að segja, hann setur hlutina í skemmtilegt og skýrt samhengi, svo skýrt að stefna/hugmyndir hans telst augljós og rétt.
Ein niðurstaða Gísla er sú að Reykjavíkingum mun fjölga um rúmlega 35 þúsund fram til ársins 2050 og ef að mannfjöldaspár ganga eftir þá mun þeim fara að fækka uppfrá því. Þetta vill segja að borgin okkar verður að líkum aldrei stór. Þörf fyrir 30 þúsund manna byggð í Úlfarsfelli er sumsé óþörf (reyndar var xD búið að rúmlega helminga áform R-listans þar að lútandi). Með því að þétta byggð fyrir vestan Elliðaár er hægt að koma þessari fjölgun fyrir og gott betur og þannig gera Reykjavík að betri borg (hag- og vistrænt). Hér er gengið út frá náttúrulegri fjölgun, en ekki spáð í búferlaflutninga né innflytjendur.
En þetta er bara eitt dæmi, það er fjölda margt annað sem hægt er að læra af skýrri sýn Gísla Marteins.
Kosið verður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 23. janúar nk. Undirritaður styður Gísla Marteinn Baldursson í 2. sætið. Ég hafði svo sem tekið þá ákvörðun fyrir fundinn í dag, enda hefur reynsla mín af störfum Gísla Marteins og samskiptum hann verið afar góð.
Ég hvet sem flesta að taka þátt í prófkjörinu og hjálpa mér að tryggja Gísla Marteinn 2. sætið.
Bloggar | Breytt 8.1.2010 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010
Hverjum vill Samfó vera samfó?
Magnað er að sjá efnistök Fréttablaðsins í dag, þar á bæ er orkunni eitt í að segja lesendum að við Íslendingar séum í vonlausum málum vegna stöðunar i Icesafe málinu, að "alþjóðasamfélagið" fordæmi okkur o.s.frv.
Hagfræðivonarstjarna jafnaðarmanna, er í góðum takti með ritstjórn Fréttablaðsins, segir okkur stefna lóðbeint til andskotans ef við gerum ekki eins og Samfó leggur til. Hjá honum má greina samúð með breskum og hollenskum skattgreiðendum umfram samúð með íslenskum ... a la Samfó og VG. En hann gengur þó út frá því að sennilega hefði ríkistjórnin getað bakað þjóð sinni og sjálfri sér talsvert minni vandræði hefði fólk staðið sig í verkum sínum.
En í blaðinu má líka finna hvar:
Gamall foringi Samfó (Ingibjörg Sólrún), reynir að varða leið fyrir sitt fólk út úr bullinu. Hún reyndi þetta líka í yfirlýsingu sinni til fjárlaganefndar á loka metrum Icesave umræðunnar þar. Það var ekki að sjá að henni hefði orðið neitt ágengt þá - nú er bara að sjá hvort að þetta hreyfi ekki við þeim sem hún hefur verið samfó hjá Samfó.
Hagfræðisúperstjarna kommana (Lilja Mó.) reynir að finna fjölina sína aftur. "Halló, ég er sko með fólkinu, þó ég hagi mér ekki þannig í atkvæðagreiðslum á þingi!"
Gamall foringi Framsóknar (Jón Sig.), veltir fyrir sér markalínum valds forseta Íslands, tóninn sá að forsetinn hefði nú ekki mátt gera það sem hann gerði (ekki það að spurningar hans séu ekki góðar).
Þetta lesum við allt í boði útrásarinnar, á meðan útlend stórblöð leggjast okkar megin á vegasaltið. Meðan fólk - almeningur og stjórnmálamenn - í þeim löndum sem málið varðar hefur verulega samúð með málstað okkar.
Nú spyr ég hvenær ætli íslenskir jafnaðarmenn (forusta þeirra og málpípur) færi sig yfir, yfir til okkar ... þjóðarinnar? Hvað þarf til svo að þeir fari að berjast fyrir og með samferðamönnum sínum. Frekar en að berjast fyrir þeim sem Samfó langar að vera samfó með!
Ég spyr nú bara vegna þess að mér er málið skylt sem Íslendingur, en ekki sem sérstakur áhugamaður um velferð Samfylkingarinnar.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk