Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Skylda hverjar kynslóðar er að þenja ramman, tosa hann og toga; skila striganum, myndfletinum, stærri og auðugri af litum, formum og táknum til þeirra sem á eftir koma.
Í gegnum aldirnar hefur þetta gengið eftir, en þó þannig að við burðumst með reynsluna, mistökin - vítin til að varast. Er það talin dyggð.
Okkur (mönnunum) er kennt að læra af reynslunni; við innbyrðum söguna og lærum. Lærum að gera eins í dag og í gær.
Vegna þess að við ákvarðanatöku er ávalt miðað við fortíðina; "Sagan hefur kennt okkur ...", "Svona hefur þetta alltaf verið gert.", "Svona hefur þetta aldrei verið gert", "Í okkar bransa er þetta gert svona", "Reynslan af þessu ..." o.s.frv., þá eigum við erfitt með að fjarlægjast syndir feðrana.
Vissulega kann brennt barn að forðast eldinn, en við förum í stríð, eyðum, drepum! Þegar kemur að stóru myndinni er vart hægt að merkja að lærdómur hafi verið dreginn af mistökum; þar fylgja þau okkur, stig fram af stigi.
Helsi næstu kynslóðar, á hverjum tíma, er að gera viðmið þeirra sem á undan hafa gengið að sýnum, án nauðsynlegrar leiðréttinga. Þetta gildir um hvaða skipulag sem er (fyrirtæki, áhugafélög, þing, þjóðir, ...).
Við leysum ekki viðfangsefni dagsins í dag, hvað þá framtíðarinnar, með mistökum fortíðarinnar.
Getum við sagt skilið við fortíðina og núið, stigið til hliðar; af einteinung sjálfvirkninnar, vanans? Er það kannski það sem kallað er að "hugsa út fyrir rammann"? Frelsi til orðs og athafna, frelsi frá viðjum vanans, frelsi frá reynslunni, frelsi er lykillinn, grunnurinn að nýrri hugsun.
Er hægt að læra af framtíðinni?
-oo0oo-
Ástæður:
Ástæða þessarar hugrenningar er sú að okkur (þjóðinni) hefur ekkert gengið með endurreisn samfélags okkar frá hruninu. Ástæða þess, kyrrstöðunnar, reksins, afturfararinnar, er sú að leysa á úr vandanum með skírskotun til reynslunnar. Vandamál bankana á að leysa með aðferðum bankanna. Vandamál fólksins, skuldarana, á að leysa með aðferðum lánadrottnanna. Vandamál ríkiskassans á að leysa með aðferðum skattheimtumannanna. Nýsköpun á að hvetja í gegnum miðstýrð batterí, sem væntanlega eru hokin og þjökuð af reynslu. Umferðavanda á að leysa með meira malbiki. Báknið skal flysjað af þeim sem lifa á bákninu, eru báknið. Viðskiptajöfrar með allt niðrum sig eru látnir halda halda áfram vegna reynslu sinnar, væntanlega með allt niðrum sig. Strý verður ekki troðið nema Stebbi troði strý!
Ég hef enga trúa á þessum viðbrögðum, enda trúi ég á framtíðina, ekki fortíðina ... samt er ég maður hefða, íhaldsmaður.
Áfram veginn ... inní framtíðina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk