Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.2.2011
Vor sterki æskuher ...
Nú falla öll vötn til Bessastaða. Hrikalega góður gangur hefur verið í undirskriftum á kjosum.is í dag (887 á sl. klst.)!
Ellefu þúsund sterkir munu í dag fylkja sér með þeim sextánþúsund sem áður höfðu skipað sér í lið barnanna okkar.
Nú er sterkur vor æskuher.
Um leið og við erum að berjast fyrir okkar eigin kjörum og stolti þá erum við að stofna her til þess að verja börnin okkar gegn oki fortíðar.
Áfram veginn ... greiðan veg komandi kynslóða!
Um 25.000 á kjósum.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
dauðans alvara kveður dyra
doðinn hrífur þjóð, dagar líða
komdu, taktu mig
þrælsótti þrýstir, samningar bíða
ná senn þjóðarinnar eyra
í uppgjöf, taktu mig
við skelfingar skuldaklafa mátt mig reyra
særðan og nauðugan níða
alvarlega, taktu mig
því framtíðarinnar fjöregg er okkar að smíða
heppninnar forsjá neitum að tilheyra
frjálsan, taktu mig
í vegferð frá veikum málstað feyra
víkjum ei, minnug úrslitum þorskastríða
Icesave samþykkt í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2011 kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010
Í dimma dimma ...
Að ginna og narra, eða að gnarra eins það heitir í dag, er ljótur leikur. Nú um stundir kann sætindamaðurinn víst best allra að brúka þau fúlu brögð.
Ég tók myndbúta úr höfðinu á honum; saug úr hans dýpstu og dimmustu hugarfylgsnum minningabrot. Lengstum er erfitt að greina samfellu í myndröðum, en þó eru þarna runur sem vel geta verið heilar eða heillegar hugsanir. Þar segir minnst um framtíðna og mest frá ornum atburðum, sem vonlegt er.
Mest af efninu er óhæft til birtingar eða frásagnar; ætli það gildi ekki hér eins og svo oft áður að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
En þó verð ég að greina frá því að sætindamaðurinn er hættulegur fólki, öllu fólki, en sérstaklega á þetta við um stóra og sterka stráka ... hann virðist nefnilega vera svolítið fyrir þá. Kallar það að gera gott gnarr ef hann nær í góðan gaur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2011 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áður en þið segið mér að Besti flokkurinn (flokkur fíflanna) sé ekki í bullandi samkeppni í gríninu, skoðið þá "skýrar" áherslur Samfylkingarinnar í atvinnumálum.
Eins og fólk veit þá er grundvallaratriði að dreifa ekki kröftunum um of þegar kemur að átaki hverskonar.
Í þessu sambandi er kannski rétt að líta á afstöðu Samfylkingarinnar til þess hvar sóknarfærin liggja helst í borginni. Beitt afstaða þeirra er til sérstakrar fyrirmyndar, takið eftir því að listinn (tekinn af www.samfylkingin.is) hér að neðan er ekki tæmandi, enda upptalin atriði aðeins "MEÐAL áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði:
- i) Ferðamannaborgin Reykjavík
- ii) Hafnarborgin Reykjavík
- iii) Heilsuborgin Reykjavík
- iv) Hönnunarborgin Reykjavík
- v) Kvikmyndaborgin Reykjavík
- vi) Menningarborgin Reykjavík
- vii) Orkuborgin Reykjavík
- viii) Skólaborgin Reykjavík
- ix) Tónlistarborgin Reykjavík
- x) Verslunarborgin Reykjavík
- xi) Þekkingarborgin Reykjavík(nýsköpun, rannsóknir og þróun)
- xii) Þjónustuborgin Reykjavík"
Flestir sjá í hendingu að það vantar mikilvægt borgarstef á þennan lista: Grínborgin Reykjavík.
Love all serve all viðhorf ... gengur kannski á hamborgarabúllum, en í pólitík þarf að taka erfiðar ákvarðanir, forgangsraða og já jafnvel hafna einhverju eða einhverjum ... að hugsa sér!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skylda hverjar kynslóðar er að þenja ramman, tosa hann og toga; skila striganum, myndfletinum, stærri og auðugri af litum, formum og táknum til þeirra sem á eftir koma.
Í gegnum aldirnar hefur þetta gengið eftir, en þó þannig að við burðumst með reynsluna, mistökin - vítin til að varast. Er það talin dyggð.
Okkur (mönnunum) er kennt að læra af reynslunni; við innbyrðum söguna og lærum. Lærum að gera eins í dag og í gær.
Vegna þess að við ákvarðanatöku er ávalt miðað við fortíðina; "Sagan hefur kennt okkur ...", "Svona hefur þetta alltaf verið gert.", "Svona hefur þetta aldrei verið gert", "Í okkar bransa er þetta gert svona", "Reynslan af þessu ..." o.s.frv., þá eigum við erfitt með að fjarlægjast syndir feðrana.
Vissulega kann brennt barn að forðast eldinn, en við förum í stríð, eyðum, drepum! Þegar kemur að stóru myndinni er vart hægt að merkja að lærdómur hafi verið dreginn af mistökum; þar fylgja þau okkur, stig fram af stigi.
Helsi næstu kynslóðar, á hverjum tíma, er að gera viðmið þeirra sem á undan hafa gengið að sýnum, án nauðsynlegrar leiðréttinga. Þetta gildir um hvaða skipulag sem er (fyrirtæki, áhugafélög, þing, þjóðir, ...).
Við leysum ekki viðfangsefni dagsins í dag, hvað þá framtíðarinnar, með mistökum fortíðarinnar.
Getum við sagt skilið við fortíðina og núið, stigið til hliðar; af einteinung sjálfvirkninnar, vanans? Er það kannski það sem kallað er að "hugsa út fyrir rammann"? Frelsi til orðs og athafna, frelsi frá viðjum vanans, frelsi frá reynslunni, frelsi er lykillinn, grunnurinn að nýrri hugsun.
Er hægt að læra af framtíðinni?
-oo0oo-
Ástæður:
Ástæða þessarar hugrenningar er sú að okkur (þjóðinni) hefur ekkert gengið með endurreisn samfélags okkar frá hruninu. Ástæða þess, kyrrstöðunnar, reksins, afturfararinnar, er sú að leysa á úr vandanum með skírskotun til reynslunnar. Vandamál bankana á að leysa með aðferðum bankanna. Vandamál fólksins, skuldarana, á að leysa með aðferðum lánadrottnanna. Vandamál ríkiskassans á að leysa með aðferðum skattheimtumannanna. Nýsköpun á að hvetja í gegnum miðstýrð batterí, sem væntanlega eru hokin og þjökuð af reynslu. Umferðavanda á að leysa með meira malbiki. Báknið skal flysjað af þeim sem lifa á bákninu, eru báknið. Viðskiptajöfrar með allt niðrum sig eru látnir halda halda áfram vegna reynslu sinnar, væntanlega með allt niðrum sig. Strý verður ekki troðið nema Stebbi troði strý!
Ég hef enga trúa á þessum viðbrögðum, enda trúi ég á framtíðina, ekki fortíðina ... samt er ég maður hefða, íhaldsmaður.
Áfram veginn ... inní framtíðina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010
Í hugmynd er mynd af framtíð
Hugmynd er tært form frelsis; í sjálfu sér eru henni engin bönd sett. Eigi að síður er hugurinn, oftar en ekki, í fjötrum. Eins og í daglegu lífi okkar þá eru höft letjandi og lamandi. Höft eru andfresli.
Ég fæ hugmyndir; er ég frjáls?
12.1.2010
Auðlindir Íslendinga - Samstaða
12.1.2010
Ég heiti Ísbjörg ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010
Betri mistök, já takk!
Vitað er að stjórnvöld gera í sífellu mistök, þetta er daglegt brauð; gildir þegar allt leikur í lindi, sem og þegar harðnar á dalnum. Engum er því sérstaklega brugðið þegar stjórnvöld gera mistök undir þrýstingi áfalls eða áfalla; hægt er að vona að mistökin verið með minnsta móti ... jafnvel að þau verði afturkræf.
Stjórnvöld kunna ekki viðbrögð við áföllum, kunna ekki krísustjórnun og er því "eðlilegt" að gerð hafa verið mistök á mistök ofan, á öllum stigum frá því vikunum fyrir hrun til dagsins í dag.
Stjórnmálamönnum er um að kenna, í og með; en stjórnsýslan á sökin fyrst og fremst.
Ekkert bendir til þess að breyting til hins betra komi innanfrá, þ.e. að stjórnsýslan finni leiðir til þess að bæta vinnubrögð sín, auka gæði útkomunnar. Almennt séð er ekki líklegt að breytingar komi innanfrá þegar Báknið er annarsvegar. Hvatasöngur Báknsins fjallar um að krefjast aðeins meira af því sama og það strax; annars fari allt til andskotans. Báknið er stórt og báknið er gott við sjálft sig - og báknið vex.
Við blasir að mistök verða gerð á morgun; það besta sem við getum vonað er að þessi mistök verði ekki jafnslæm og þau mistökin sem þegar eru staðreynd.
Krafa okkar er auðvita um færri mistök og henni er best halið uppi með kröfunni um "Báknið burt".
En þangað til er hægt að biðja um betri mistök á morgun en gerð voru í dag.
Betri mistök, já takk!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk