Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.1.2009
Andhverfa
Hvers vegna í ósköpunum vill Þorgerður Katrín ekki að mótmælin snúist í andhverfu sína? Hver er andhverfa mótmæla? Meðmæli? Sammæli? Friðargerð?
Heitir þetta að tala út og suður?
Áfram veginn... friðsamlegrar en hraðrar endurreisnar!
![]() |
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009
Upplýsingaþjóðfélagið?

Auðvita er það ekki mitt að segja PB eða örðum þingmönnum hvað þeir mega og hvað ekki, en ég geri það samt: Pétur svona segja menn ekki! Þingmaður á ekki að þverskallast við augljósum vilja þjóðarinnar. Við eigum ekki að leyfa þeim sem áttu að vernda okkur fyrir skakkaföllum að komast upp með að sussa á okkur og segja okkur að fara hægar; við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á um aukið upplýsingastreymi og aukin hraða ákvarðana. Eitt er víst að þessi þjóð þjáist ekki af ofgnótt upplýsinga.
Í þessu sambandi er óþolinmæði því dygð.
Ég hef áður talað um þetta atriði (Einblöðungur og Fá þetta á einu blaði, takk!) mér alveg sama, skít sama, þótt þessar upplýsingar séu ekki hárréttar; væntanlega yrðu þær þá réttari með með hverri nýrri útgáfu. Ég sé fyrir mér að þeir sem hafa með þessi mál að gera myndu senda nýjar stöður til Forsætisráðuneytisins í lok hvers dags og Kristján Kristjánsson uppfærði vefsíðu (t.d. á http://www.storatjonid.is) með morgunsopanum. Birting upplýsingana væri með eðlilegum fyrirvörum og skýringum þar á. Framkvæmdavaldið og sérfræðingavaldaklíkan verður síðan að treysta þjóð og já þingi fyrir að lesa í fyrirliggjandi upplýsingar. Ég lofa því að það verður ekki litið á upplýsinguna sem "spam"!
Hvað er svona flókið?
Áfram veginn... veg upplýsingarinnar.
19.1.2009
Já það er mál að linni
Nú þarf þessu að linna; Ólafur Ólafsson og félagar verða að átta sig á því að þjóðin telur þann hóp manna sem hann tilheyrir og gjörðir þeirra vera undirliggjandi vanda. Þeirra vegna höfum við tapað eigum okkar og því sem meira er traustinu; trausti erlendra þjóða til okkar, trausti okkar á kerfinu, trausti til hvors annars og því er nú andskotanum verr og miður höfum við tapað sjálfu sjálfstraustinu.
Hvers vegna "við" fáum ekki að sjá skýrslu PWC er síðan, að því er virðist, hluti af öðru vandamáli; leynd og leynimakk er partur af íslenskri stjórnsýslu. Því verður líka að linna.
Ólafur neitar því að hann hafi haft hag af þessum gjörningi með Al Thani. Eigum við að trúa því? Látum sem svo að engin verðmæti hafi flakkað á milli hans og hinna, þá blasir við að leikurinn var til þess gerður að hreyfa við verðmætum; hafa jákvæð áhrif á gengi Kaupþings. Þar átti Ólafur manna mestu hagsmunni. Menn voru einfaldlega á fullu að falsa virði Kaupþings; samþykkt stjórnar Kaupþings um niðurfellingu á sjálfskuldaábyrgðum starfsmanna vegna kaupa á hlutafé í bankanum er af sama meiði og mál leiða líkur að því að ýmislegt fleira eigi eftir að koma upp úr dúrnum. Er ekki rétt að við áliktum að Ólafur og hans félagar vinni líkt og Al Thani fjölskyldan; velji verkefni af kostgæfni og beri fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti.
Hvers vegna "útrásarvíkingarnir", nú þeir Sigurður í Kaupþing (sem var) og Ólafur í Samskip (sem er) hafa ekki vit á því að þegja skil ég ekki; ekki trúa þeir því að mark sé á þeim tekið. Halda þeir að þeir geti haft áhrif á um ræðuna? Ég held að það sé vanmat á aðstæðum, stór misskilningur, ef þau áhrif eru einhver þá eru þau á verri veginn fyrir þá.
Vel má vera að þegar öll kurl verða komin til grafar að hægt verði að hlusta á þessa menn, þangað til ættu þeir að eyða kröftunum í að ná vopnum sínu. En við hin, við megum ekki láta dreifa athygli okkar; við megum ekki þagna.
Áfram veginn... veg sannleikans og opnara þjóðfélags.
![]() |
Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Núllníu verður ekkert hallæri hjá okkur Íslendingum, en heldur ekkert góðæri; skreppan (= stutt kreppa) verður búinn í haust eða byrjun vetrar.
Við erum nálægt botninum og réttast fer úr þessu hjá okkur á næstu mánuðum. Það gerist svona um svipað leiti og aðrar þjóðir átta sig á því að þær eru í síðum saur: Oopps ... allt hrunið, hvernig, hvað, hvað gerðum við, eða gerðum ekki?
Vonærisspá mín getur því aðeins orðið að veruleika ef menn: stjórnvöld, sjóðir, peningafólk og athafnafólk eykur afköst sín til góðra verka. Fyrrnefndir hópar hafa það í hendi sér að gera akurinn kláran, almenningur, við munum yrk'ann.
Eins og ég hef nokkrum sinnum bent á áður (m.a. hér fyrir 3 mánuðum: Endurreisn) þá er auðvelt að endurreisa efnahag þjóðarinnar: aðeins þarf að taka nokkrar ákvarðanir, stilla saman slatta af strengjum, svo er bara að gera'ða, gera'ða, gera'ða.
Það er betra að eyða einhverjum 100 milljörðum núna, gera það hratt en fumlaust því fyrr og hraðar sem hjólin snúsast því fyrr fáum við þessa aura til baka.
Nokkrir aðgerðapunktar:
Keyra upp atvinnustig
- Endurreisnarsjóður
-- örlán til smærri og meðalstórra fyrirtækja
-- lán til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
-- styrkir til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
-- fjármagna þriðju stoðina as per SI
- Mannafls frekar framkvæmdir á vegum ríkisins
- Stóriðja
- Innflutningur ferðamanna ("frítt" flug fyrir 500 - 1000 manns á dag)
Bjarga heimilunum
- Atvinnustigið sbr. hér að ofan
- Verðtryggingin burt
- Breyting lán einstaklinga í erlendri mynt í lán í íslenskum krónum (gvt=gvt þegar lán var tekið, hugsanlega með botni)
- Finna leið til þess að bæta þeim einstaklingum sem töpuðu ævisparnaði sínum að hluta eða öllu leiti (t.d. þeir sem áttu hlutabréf í bönkunum)
Almennar aðgerðir
- Gerum krónuna að stöðugum gjaldmiðli, nýtum reynsluna, nú vitum við hvað þarf til
- Stoppa uppí götin á hripleku ESB regluverkinu
- Nokkrir stjórar í burt
- Fara í hart við UK vegna IceSave og beitingu hryðjuverka laga
- Gerum áætlun um hvernig megi minnka umsvif Ríkisins til framtíðar
- Frysta þá milljarða sem "auðmennirnir" voru búnir að koma undan
Áfram veginn ... til Lýðveldisins Íslands 2.0
![]() |
Svíar vilja lána Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009
Borgarafundur nr. 8 og tilgangsleysið

Sorglegt fyrir almenning eins og mig.
Sorglegt og dónalegt fyrir þá sem þarna voru til þess að þjóna fundinum, málstaðnum.
En aðeins um fundinn, þann áttunda:
Fyrst var það Raffaella, klassíkur talnabrjótur; vel hugsandi og skipulögð en dapur ræðumaður. Það hefði verið ótvíræður kostur að sjá myndirnar sem hún sýni til þess að ná betur innihaldi ræðu hennar.
Svo var það karlinn hann Robert "Veit" Wade sá sem átti að hafa vitað þá og vita nú. Sannspái hagfræðingurinn, sem ekki var hlustað á þó ekki væri hann í eigin föðurlandi. Vafalaust veit Veit heilan helling, en bara ekki mikið um það sem hann vara að fjalla um þarna á þeim áttund. Hann sá reyndar sérstaka ástæðu til þess að taka það fram í spurt og svarað kaflanum þegar hann vildi ekki svara spurningu sem að honum ver beint vegna þess að hann vildi ekki tala um hluti sem hann hefði ekki þekkingu á. Hann hefði kannski ekki átt að skoða þennan punkt áður en hann sté í pontu. Reyndar var þessi spurning þess eðlis að ekki var þess krafist að Veit vissi eitthvað um einhverjar sértækar aðstæður, heldur að ætlast til þess að hann hefði almenna leikni til að geta í ákveðna stöðu - færni í því að hugsa eins og hagfræðingur en ekki sagnfræðingur. Þetta sá Talnabrjóturinn og kom með svar sem meikaði sens.
En hvað um það mér fannst að efnislega væri fyrirlestur Veits "meira af því sama"; þar kom ekkert nýtt fram, en til þess að fanga athygli hjarðarinnar beitti hann brögðum úr fyrsta kafla Almennrar handbókar í lýðskrumi; höfða til hjarðarinnar sjálfrar: þið eruð ferlega flott, flink og fín. Nú eða með því að segja eitthvað niðrandi um meinta óvini (menn, stofnanir, flokka) hjarðarinnar. Klikkar aldrei.
Hjörðin klappaði þá helst þegar eitthvað var sagt sem hafði enga þýðingu fyrir þann vanda sem við stöndum frami fyrir. Þetta var reyndar svo öfugsnúið að gleðin var mest þegar Veit sagði eitthvað um hvað við hefðum getað gert betur en gerðum ekki og þess vegna værum við í svona hrikalega síðum saur - þá var klappað, staðið upp og stappað.
Frygðarbylgjan reis þó hæst þegar sá "vitri" tók bókstaflega við að níða fjarstaddan mann, sem auðvita var Davíð Oddsson - frumlegt sem það nú er. Ódýrt sem það er.
Þegar Veit fjallaði um hugsanlega upptöku krónunnar, þeirrar Norsku, virtist mér gæta þversagnar í máli hans. Eftir á að hyggja þá held ég að þversagna hafi gætt víða. Kannski að ég lesi ræðuna hans yfir, enda er Robert Wade fræðimaður sem eitthvað veit og eitthvað kann. Sem bragð er af.
Næst talaði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, konan sem misnotaði traust þegar hún í upphafi máls síns fór með dylgjur; sagði frá beinum hótunum í sinn garð og það frá ráðherra.
Ef við flettum upp í handbókinni sem við vitum (grunar) að Veit styðjist við - Almennrar handbókar í lýðskrumi - þá er fjallað um dylgju aðferðina í kaflanum um ódýru en áhrifaríku brögðin: Fá brögð eru betri til að ná athygli hjarðarinnar, skelltu fram safaríkri fullyrðingu sem engin getur vitað nokkuð um nema þú, t.d. fullyrðingu um að valdið hafi sýnt sig, að tilraun hefði verið gerð til að þvinga þig til hlýðni, en það muni ekki takast. Aldrei.
Mistök SS voru að hún sveiflaði vopni sínu í of þröngum hring og hjó svo of nærri vini í þokkabót. En fram hefur komið að þarna voru tvær konur, vinkonur, að misnota traust hvorar annarrar; Ingibjörg Sólrún hafði ekkert með það að gera að skipta sér af vinkonu sinni og vinkonan átti auðvita ekkert að segja frá þessum klaufaskap ISG. Svona gera kvenmenn ekki! Reyndar sýnist mér að ISG hafi vitað í hvað stefndi og viljað forða vinkonu sinni frá vá. En SS átti nóg til af dylgjum af þessu tagi og sletti skyrinu. Guðlaugur Þór fékk væna slettu.
Eftirá vekur það sérstaka athygli hvernig fjölmiðlar bregðast við. Guðlaugur Þór hefði nú heldur betur fengið á baukinn ef hann hefði átt í hlut; eins og augljóst var að margir óskuðu sér innilega. Ég sé fyrir mér vonsvikin andlit á mörgum fréttamanninum; hefðu viljað grilla gaurinn.
Næstur tók til máls Herbert Sveinbjörnsson: Hebbi, Hebbi, Hebbi, æi, hvað get ég sagt. Jú kannski þetta: Herbert mundu að ég er líka almenningur!
Finnur Odds sýndi svo dug (eins og aðrir fulltrúar Verzlunarráðsins) að láta sjá sig, ég var reyndar hissa eiginlega vonsvikin á upphafsorðum hans, sem voru eitthvað á þessa leið: "Ég er sammála flestu sem hér hefur komið fram ...". Ég trúi þessu ekki fyllilega, sammála sumu jú en ekki flestu og fannst mér Finnur staðfesta það í máli sínu.
S&S kaflinn var svo tja... fyndinn. Þeir sem reyndu að vera málefnalegir áttu varla séns.
Áfram veginn ... til borgaralegrar endurreisnar.
![]() |
Jón Þór: Áhugaverður fundur með Wade |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008
Ný útrás!
Nýtt upphaf? Kannski að nýjum harmleik?
Vonandi ekki.
Áfram veginn ... útrásarveginn.
![]() |
TM opnar útibú í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008
Dodge the ball
Eitt má Goggi Bús eiga, hann er sjóaður stjórnmálamaður. Það vitum við Íslendingar hvað þýðir; þeir láta ekki hitt sig svo auðveldlega, eru duglegir við að forðast vandan, eru hálir sem álar.
Því miður eru það einmitt þeir, þessir sjóuðu, sem skipta máli; geta komið okkur í vandræði. Koma okkur í vandræði.
Áfram veginn... þótt háll sé!
![]() |
Bush varð fyrir skóárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008
Sjálfhverfa embættismannakerfisins
Ótrúleg niðurstaða kjararáðs eða hvað? Ég er ekki í vafa að rökstuðningur ráðsins verður orðum hlaðinn, það mun ekki vanta tilvísanir í lög, reglur og fordæmi - líklega verður stjórnarskráin dregin að borðinu líka.
En fyrir okkur sem stöndum utan við sjálfhverft embættismannakerfið verður þessi rökstuðningur þeim mun merkingalausari sem orðin verða fleiri. Niðurstaðan er einfaldlega í hrópandi ósamræmi við allt og allt.
Hitt er svo að ég gleðst yfir því að ríkistjórnin ætli sér samt að klára þetta mál. Að vísa pirrar það mig nett talið um að "leita lausna" - það þarf ekkert að leita lausna þær liggja áreiðanlega þegar fyrir.
Áfram veginn... þennan breiða og greiða.
![]() |
Kjararáð getur ekki lækkað launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008
Fjallkonan Medúsa
Ég var að hlusta á forseta vorn í Kastljósinu og þá varð til mynd í höfðinu á mér. Ég sá fyrir mér Medúsu (t.d. í mynd Rubens hér að neðan) komna með höfuðlag fjallkonunnar (Eldgamla Ísafold þ.e. gamalt landakort af Íslandi morphað yfir andlit hennar).
Skriðkvikindin, eiturnöðrurnar, voru með andlitsmyndir þátttakenda í aðdraganda og eftirleik Íslenska efnahagshrunsins. Þarna voru dabbi kongur (sem var), óli grís (sem er), jón (sem kannski verður) násker, hannes (sem er hinn) smái, bankastjórar þeirra gömlu "góðu" banka, bjarni hlaupagikkur, geir (ekki svo) harði, solla bolla, bjöggarnir, já þetta fólk og þeim líkt væri þarna í forgrunni. Í bakgrunni væri restin af ríkistjórninni og þeirri síðustu - gæti séð fyrir mér að þorgerður og björgvin teygðu álkuna á sér eitthvað yfir restina af liðinu.
Beitar tennurnar Medúsu sem voru, en eru nú niður botnar, eyddar - allt bit farið; þær gætu staðið fyrir íslensku fjölmiðlana. Bitlausa sem þeir hafa reynst, máttlausa, tuskulega.
Mér dettur í hug að ormarnir sem eru á flótta út úr myndinni tákni minni spámenn í útrásinni og fjármálaeftirlitið og restina af seðlabankastjórninni - já og allt liðið sem er að reyna að komast hjá því að verða bendlað við málið, s.s: VR stjórann, bankastýruna áhættumeðvituðu og svaðheppnu, já já ekki má gleyma greiningardeildastjórunum og heilum helling af handónýtum hagfræðingum, sem svo vel hafa greint fyrir okkur ástandið (ég vil nota þetta einstaka tækifæri til þessa að þakka góð ráð).
Gaman væri að einhver kynni að teikna þessa mynd. En eitt er víst að hver sem liti óskapnaðinn, skrímslið, augum mun steinrunninn verða. Hugsanlega er það svona sem útlendingar sjá land okkar og þjóðina um þessar mundir og vita ekki hvernig á að nálgast okkur.
Sem vonlegt er, sem vitlegt er.
Áfram veginn... veg umskipta!
Eldgamla Ísafold
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girðir sær
og gumar girnast mær,
gljáir sól á hlíð.
höf:Bjarni Thorarensen

![]() |
Mikið fjallað um ummæli forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nick Vujicic heitir ungur maður sem veit sitthvað um að vera í alvarlegri stöðu, þekkir það frá fyrstu, tja hendi, að falla flatt fésið á - aftur og aftur. Hann hefur lært að horfast í augu við vanda sinn, taka á honum - hefur lært að horfa björtum augum til framtíðar.
Ég fékk þetta frá vini mínum í tpósti áðan, hann taldi þetta skylduáhorf; því er ég sammála.
Mera um Nick: www.lifewithoutlimbs.org og en.wikipedia.org/wiki/Nick_Vujicic
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 112698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk