Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Kosovo og sagan af landinu bláa

YugoslaviaNumberedÉg veit svo sem ekki nóg um sögu, pólitík, þjóð- eða landafræði Evrópu til þess að treysta mér í umræðu um sjálfstæði Kosvo.

Ekki af neinu viti: hef aldrei náð almennilegu sambandi við þetta svæði sem áður var gamla Júgóslavía. Tító og kommúnistarnir gerðu þessa heimsmynd svo einfalda - klippta og skorna. Ég átti auðvelt að fanga þá mynd. Það var ekki fyrr en eftir hrun kommabræðingsins Sovétsins, að maður frétti af því að þarna undir hatti Títós hefðu nokkur ríki verið sameinuð. En fjöldi þeirra kom mér á óvart.

Er enn að koma mér á óvart.

Samt, beint af augum leikmannsins, er ég hálf-hissa á því að Bretar skuli styðja sjálfstæði Kosovo - ég er að hugsa um Skotland, Wales og Norður Írland og þess vegna Gíbraltar.

Nefnandi Gíbraltar; ég skil vel að þeir á Spáni skulu ekkert vera of kátir með gjörninginn í Kosovo, þeir eiga jú í sínum innanbúðarerjum og engan skildi undra afstaða Rússa. 

Nú svo var ég að hugsa um Vestfirði; þegar ég var þar í vinnu sumarlangt fyrir 30 árum eða svo var þar fólk sem hélt því fram, í fúlustu alvöru, að þeir Vestfirðingar ættu að segja sig úr lögum við Ísland: staðreyndin væri sú að þeir héldu restinni af landinu uppi. Að við hin værum afætur. Þetta átti vitaskuld sérstaklega við um Höfuðstaðinn og tengd þorp.

Mín tilfinning er að ekki sé eðlilegt að líkja Kosovo við Litháen eða önnur hernumin lönd sem við Íslendingar höfum keppst við að viðurkenna sem sjálfstæð ríki; þar sem landamæri hafa verið um aldir og sagna talar skýrt.

Kosovo er hérað, landshluti, þar sem hlutföll íbúa breytast á til þess að gera skömmum tíma en með afgerandi hætti; bæði vegna hárrar fæðingartíðni hjá fólki af Albönskum uppruna og eins vegna mikils brotflutnings Serba frá héraðinu. Albanir eru nú 90% af íbúum héraðsins (landsins), viktin í þjóðfélaginu breytist frá því að vera serbnesk í það að verða albönsk. Það má segja að þetta hafi gerst að mestu eftir síðari heimsstyrjöldina.

Mér sýnist að einhverju skáldi ætti að finnast að hægt sé að skrifa nokkuð spennandi skáldsögu byggða á þessari þróun í Kosovo; einhverskonar framtíðarþriller sem væri látin gerist í ímynduðu landi; landinu bláa.

Þar segði af því þegar útlendingar fara í miklu mæli að flytjast til þessa hálf-útópíska lands. En í engu landi er velsæld of velferð jafn mikil; næga vinnu að hafa og launin eru góð. Bláland er draumaland þeirra sem vilja brjótast út úr viðjum knappra kjara og erfiðrar lífsbaráttu, land þar sem þeir sem þora og duga geta búið sér og sínum gott líf.

Mér dettur í hug að höfundur sögunar gæti látið söguna halda áfram einhvernvegin svona:
Sögur af þessu landi eru sagðar í fjölmiðlum um heim allan, en af einhverjum ástæðum vekja fréttirnar mesta athygli í Ómegðstan. Þar verður Bláland hreint og beint vinsælt. Það þarf því engan að furða er Ómegðar fara að flytjast til Blálands í nokkru mæli. Svo líða árin og Ómegðum fjölgar ört á Blálandi, bæði vegna fjölda aðfluttra Ómegða en jafnfram mjög hás fæðingarhlutfalls á meðal þeirra; trú þeirra hafnar getnaðarvörnum. Þó ekki sé hægt að tala um eiginlega blöndun Blámanna og Ómegða þá gengur sambýlið sæmilega; smá róstur hér og hvar, en ekkert sem orð er að gerandi eða til þess að hafa áhyggjur af. Enda stæra Blámenn sig af því að vera víðsýnir og umburðarlyndir heimsborgarar - þeir leggja mikið á sig til þess að fjölmenningin þrífist sem allra best.

Hlúa að henni.

Ýmislegt í umhverfi Blálendinga kallar á að þeir taki afstöðu til þess hvort þeir eigi að ganga í Ofevrasíu - þá ríkjasambands 30 ríkja eða svo. Að því kemur að Blálendingar ákveða að kjósa um aðild. Í anda frjálsræðis, fjölmenningar og pólitískrarrétthugsunar yfirhöfuð er ákveðið af nú nokkuð fjölmenningarlegu þingi landsins, að allir sem hafa búsetu í landinu skulu hafi kosningarrétt í aðildarkosningunum - ríkisborgarar eða ekki.

Niðurstaða kosninganna er að ganga skuli í Ofevrasíu.

Mjótt var á munum.

Bláland gengur í ríkjasambandið og við það vaxa vinsældir landsins austur í Ómegðstan enn til muna; er hægt að tala um sprengju í því sambandi. Ómegðar taka nú að streyma til Blálands og fjölgar þeim ár frá ári, fer svo að Blálendingar sem voru jú smáþjóð, eiginlega örþjóð, eru komnir í nokkurn minnihluta í eign landi. Ómegðar sem aldrei þótti rétt að kalla nýbúa, ný-blálendinga eða aðflutta Blálendinga og helst mátti ekki nefna á nafn í opinberi umræðu yfirhöfuð enda gæt slíkt ýtt undir fordóma, voru sumsé orðnir fleiri en Blálendingar! Í framhaldi, eðlilegu, taka margir skólar að kenna ómegðsku sem fyrsta mál og blálensku sem annað mál - svo hætta þeir sumir að kenna blálensku. Þetta þróast þannig að rökrétt þykir að finna heiti yfir þá sem telja má til frumbyggja landsins; orðið Bláfrummenn festist í sessi. 

Ýmsar gamlar og grónar hefðir Bláfrumanna hafa með tímanum, smátt og smátt verið að víkja fyrir nýjum siðum Blámanna. Sem nú var fólkið sem áður mátti ekki nefna á nafn. Þessir siðir eru teknir beint úr menningu Ómegða. Eðlilega

Ekki líður að löngu, að bera tekur á árekstrum í milli Bláfrummanna og Blámenna, átökin stigmagnast þangað til að uppúr sýður. Valdbeiting blasir við.

Hér mætti ímynda sér að höfundur sögunar um Bláland stæði á krossgötu, héðan getur sagan þróast á nokkra vegu:

Bláland verður lagt niður og er sameinað Ómegðstan eða að Bláland hættir að verða Bláland en verður að Vestur-Ómegðstan í báðum þessum tilfellum væri þá hægt að spinna mismunandi framhald:
a) að Bláfrummenn veita ekki andspyrnu svo orð sé að gerandi, hverfi smá saman inn í gettó. Helst er að það komi upp róstur þegar ölvaður eða dópaður Bláfrummanna skríll fer með ófriði. Tungumál Bláfrummanna og leifar af menningararfi þeirra verður settur á heimsminjaskrá.


b) að Bláfrummenn veita mikla andspyrnu, borgarastríð brýst út. Bláfrummönnum gengur vel, foringjar andspyrnuhreyfingarinnar verða þjóðhetjur. Heimsbyggðin vaknar og hefur afskipti af málinu - það skal stillt til friðar. Að undirlagi Ofevrasíu er friðarsáttmáli undirritaður, landinu er skipt upp til helminga. Bláfrummenn fá heimastjórn. Þetta er spennandi kostur vegna þess að nú er hægt að láta söguna endurtaka sig; eftir að Bláfrummenn fara að flytja sig á milli landshluta þegar illa árar hjá þeim og tekur að fjölga...

Annað framhald gæti verið í þessa áttina: eftir að Bláland verður Vestur-Ómegðstan ná Bláfrummenn að hópa sig saman og flytja á Blávesturfirði. Þetta landssvæði fær með tímanum stöðu verndarsvæðis og gilda á því nokkuð önnur lög en í Vestur-Ómegðstan. Ekki líður að löngu þar til bláfrummenn lýsa yfir sjálfstæði sínu. Kalla nýtt ríki sitt "Hábláland  fyrrum lýðveldið Bláland".

En svo mætti líka hugsa sér að höfundi fyndist rétt að láta Blálendinga vakna upp af vondum draumi, að hann létti þá hrista af sér slenið, rífa sig upp og ná aftur tökum á eigin málum, eigin framtíð.

Erfitt er að spá um hvernig slík saga gæti þróast, enda þekki ég ekki höfundinn. En grunar að bókina myndi hann kalla „Stríð og friður, saga Blálendinga”


mbl.is Norðurlönd undirbúa að viðurkenna Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband