Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Er þetta aðeins byrjunin?

Fyrst var það Marel, svo láta stjórnarþingmenn ekki sjá sig á FUNDINUM, þá skíta veður og nú rafmagnið af! OK í upphafi var það kvótinn burt svo rækjan burt og svo ...

Halló, er þetta ekki orðið of augljóst?


mbl.is Nokkuð mikið snjóflóð féll í Breiðadal og rafmagn fór af Ísafjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott dæmi um SNAFU. Er kaninn alveg að tapa sér?

Adult swim war of the worldsBostonborg fór á hvolf í gær (31.jan). Einhver fékk þá flugu í höfuðið að lítil og einkar sakleysisleg ljósaskilti væru sprengjur.  Yfirvöld tóku þessu alvarlega og var almannavarnakerfi borgarinnar sett á fúlsvíng. Við þetta stöðvuðust m.a. nokkrar helstu umferðaræðar borgarinnar. Öllu þessu hafaríi er um að kenna markaðsetningarherferð fyrri vel þekkta teiknimyndaþætti; "Aqua Teen Hunger Force" eða "Adult Swim".  Hérna má sjá vefsetur þáttarins.

Það má lesa allt um þetta á CNN og reyndar á öllum öðrum fréttavefum í vesturheimi

Mitt álit er að menn verða að fara slaka aðeins á þarna vestann við poll.

Mín spá er svo sú að "you ain't seen nothing yet" - þetta er aðeins byrjunin. Takið eftir því að þetta "gigg" hefur verið á öllum stóru sjónvarpstöðvunum í dag og í gær, hefur væntanlega verið á forsíðum morgunútgáfu stórblaðanna, nú allir vefmiðlarnir hafa gert þessu góð skil og auðvita lætur bloggarasamfélagið ekki sitt eftir liggja (sbr. þessi skrif mín). Getur einhver ímyndað sér ódýrari og skilvirkari aðferð til þess að vekja athygli á sér? Nokkur áþekk dæmi hafa vakið gríðarlega athygli (t.d. stillfree) og hef ég skrifað um Hverfipunkt Microsoft sem er af þessu sama meiði. Fréttafár er einfaldlega svo gefandi að menn munu gera út á þetta í auknu mæli (þó svo að það hafi ekki verið ætlunin í þetta skiptið).  

ES. SANFU = Situation Normal All Fucked Up

Myndir af dæmigerðum "sprengjum" - þær (skiltin það er) hafa víst verið til sölu á Ebay.

adult swim front  adult swim back


« Fyrri síða

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband