Færsluflokkur: Lífstíll
Ég þarf svo sem ekkert að segja nett með þessu myndbandi, það skýrir sig svo sem sjálft. En samt; til upplýsingar þá er hér um að ræða forvarnarauglýsing frá Nýja Sjálandi - hér er verið að segja fólki frá því hverslags fádæma heimska það er að sjúga kók (þetta hvíta) - það þarf ekkert að brjóta heilan yfir því.
It's a no brainer.
(ES. Má annars ekki setja nánast hvaða viðbjóð sem er í loftið svona að nóttu til? Ég meina ég hlýt að mega ef ráðherrann má!)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
IKEA muna ekki eiga sjö daga sæla á næstunni. Fyrirtækið sem hefur byggt heimsveldi í kringum frekar einföld og ódýr settu-saman-sjálfur húsgögn; þar sem hinni frægi flati pakki skiptir höfuð atriði í pökkun frá verksmiðju. Varan verður helst að koma í kassa sem er flatur og því auðvelt að stafla og flytja.
En nú er sýnt að heimsmynd Ingmars Kamprad frá Elmtaryd í Agunnaryd sé að breytast til hins verra - fyrir hann og hans þá.
Ástæðan er yfirvofandi ofursamkeppni frá fyrirtæki sem mun setja á markaðinn vörur þar sem allt-fyrir-rýmið-mitt-í-einum-kassa er hönnunarmarkmiðið. Það verður því t.d. hægt að kaupa unglingaherbergi-í-einum-kassa, eins og sjá má á jútjúbinu hér að neðan. Meira um þetta hér. Athyglivert, ekki satt?
Lífstíll | Breytt 20.2.2008 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008
Frábær árangur!
Frábært hjá þeim Paul og Heather, en með þessari sátt ná þau að tryggja sér sæti á spjöldum sögunar. Ef rétt reynist þá skríður þessi díll yfir 200 milljón dollara og þar með fljúga þau með stæl inn á topp 10 lista, bæði yfir dýrustu og ljótustu skilanaði allra tíma. Bravó.
Annars eru þau að gera talsvert betur en útgönguspár s.l. árs gerðu ráð fyrir; þá voru menn, sérfræðingar í svona nokkru, að spá "sátt" hjá þeim uppá um helming þessar upphæðar. Sannar þetta hvað góð strategía og vel tímasettur endasprettur eru mikilvægir þættir í þessum leik eins og svo mörgu öðru.Þau komast svo sem ekki með tærnar þar sem Robbi Mördok og Anna fyrrum kona hans hafa hælana, en þau kláruðu sig á 1,7 milljarði dollara.
Á wikí er að finna lista yfir dýrustu skilnaði sögunar, hann er svona:
- Rupert Murdoch's divorce from Anna Murdoch; estimated at $1.7 billion;
- Adnan Khashoggi's divorce from Soraya Khashoggi; est. at $874 million;
- Craig McCaw's divorce from Wendy McCaw; est. > $460 million;
- Michael Jordan's divorce from Juanita Jordan; est. > $150 million;
- Neil Diamond's divorce from Marcia Murphey; est. at $150 million;
- Harrison Ford's divorce from Melissa Mathison; est. at $118 million;
- Steven Spielberg's divorce from Amy Irving; est. at $100 million;
- Kevin Costner's divorce from Cindy Silva; est. at $80 million;
- Paul McCartney's divorce from Heather Mills; est. to exceed $60 million;
- Kenny Rogers divorce from Marianne Rogers; est. at $60 million;
- James Cameron's divorce from Linda Hamilton; est. > $50 million;
- Michael Douglas' divorce from Diandra Douglas; est. at $45 million;
- Ted Danson's divorce from Casey Coats; est. at $30 million;
- Lionel Richie's divorce from Diane Richie; est. at $20 million;
- Mick Jagger's divorce from Jerry Hall; est. between $15 and $25 million.
Þana er einmitt verið að spá Paul og Heather með 60 milljónir dollara eða svo. En við vitum nú betur. Miklu betur.
Maður hefur ekki hnusað lengi af þessum "málaflokki" þegar við blasir að það er dýrt að vera frægur leikari eða tónlistamaður. Í fyrsta lagi kosta brúðkaup þessa fólks hjólbörufarm af seðlum og svo þegar ("ef" kemst varla að í þessu samhengi) blessað fólkið skilur þá er verið að ræða bílfarm.
Hérna er ég svo með heimildaskrá fyrir þessa "rannsókn" mína:
Forbes: The 10 Most Expensive Celebrity Divorces
Forbes: Celebrity Divorces--Women Who Paid
AskMen: Top 10: Most Expensive Divorce Settlements
ABC: 10 Priciest Celebrity Divorces
Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007
Sagði ég ekki!
Sagði ég ekki, get ég sagt en ég hef haft þá einföldu skoðun að nánast allt pilluát sé vont. Hvað fjörefni varðar þá eigum við einfaldlega að fá þau úr fæðunni. Ég reyni nú samt að taka lýsi reglulega og þar sem ég er óttaleg tepra þá kýs ég að taka það í pilluformi. Er eiginlega af-því-bara handviss um að það gildi eitthvað allt annað um blessað lýsið en aðrar vítamínpillur svo ekki sé talað um alskonar önnur bætiefni, jamm lýsið á að taka sérstaklega - það er einstakt.
Nú er bara að vona að þeim hjá Lýsi hf. takist sem allra fyrst að sanna að þessi af-því-bara kenning mín sé í raun vísindalega sönnuð staðreynd (ef það hefur ekki þegar gert).
Annars mun ég hætta að taka lýsi.
Fjörefnin banvæn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Paul Allen (hann stofnaði Microsoft með Bill Gates 1975) var að festa sér nýja snekkju. Hún ber nafnið Crystal Ball og er í smíðum í Hamborg hjá Blohm + Voss, en mér skilst að þar á bæ séu menn vanir því að föndra við svona nokkuð.
Með kaupunum á Crystall Ball ætti PA að hafa tryggt sér sæti við topp listans yfir þá sem eiga flottustu fljótandi hallirnar í þessum heimi.
PA er nefnilega í hörku keppni. Þetta er svona "minn er mikið stærri en þinn" keppni og á meðal þátttakenda er Arabískur kóngur, nokkrir prinsar og sjeikar úr sama heimshluta, ásamt Roman Abramovich (hann á m.a. Chelsea - fyrir þá sem ekki muna þá er það fótboltaklúbburinn sem Eiður Smári trimmaði með hérna um árið), Larry Ellison (hann er atvinnuglaumgosi sem stjórnar Oracle í hjáverkum) og svo eru held ég nokkrir Grikkir með í keppninni. Koma svo Björgólfur Thor....
Crystal Ball er 140m löng, á henni eru tveir þyrlupallar (menn verða að geta tekið á móti óvæntum gestum), þyrluskýli og 12m sundlaug. Fleyið er byggt fyrir 16 farþega í 8 herbergjum (einhver af þeim tilheyra séríbúð eigenda), nú síðan er gert ráð fyrir 40 starfsmönnum (það er jú í mörg horn að líta).
Hönnun Crystal Ball er sögð einstök tæknilega og útlitislega séð, en eitt það merkilegast er að klæðning þilfarshússins er að mestu úr gleri, þetta gler er þeirrar náttúru að hægt er að stjórna því hversu gegnsætt það er, rúðu fyrir rúðu.
Menn eru að skjóta á að PA þurfi slengja fram einhverjum rúmum 20 milljörðum fyrir kristalskúluna. Ég er svo að velta því fyrir mér hvort hann selji aðra af þeim ofursnekkjum sem hann á fyrir, en þær eru; Octopus (nr. 5, 127m), Tatoosh (nr. 19, 92m). Reyndar átti hann víst þrjár á tímabili en mér sýnist að hann sé búinn að selja Ithaka, enda ekkert orðið varið í hana þar sem hún rétt slapp inn á topp hundrað (nr. 99, 61m).
Hérna er hægt að sjá vídeó (QuickTime) af nýja dallinum og hér er hægt að hlaða niður myndum af Octopus (PowerPoint) sem segja meira en mörg orð. Vefur framleiðandans er hér.
Eins og ég sagði þá er þetta hörku keppni sem PA er í, keppni þar sem menn gefa ekkert eftir.
Þess má geta að Abró er með eina 168m langa í byggingu, þannig að PA er ekki að fara að vinna keppnina á lengdinni einni saman, það er ljóst. Reyndar koma 140m honum aðeins í 3 sætið (og svo fellur hann um eitt daginn sem Abró brýtur sjampóflöskuna á sinni lengju). Hann Abró á líka tvo dalla fyrir og má sækja myndir af þeim hér.
Er ekki rétt að hafa tengil á wikí líka, hér er listi yfir stöðuna í keppninni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk