Leita í fréttum mbl.is

Frábær árangur!

percy_divorceFrábært hjá þeim Paul og Heather, en með þessari sátt ná þau að tryggja sér sæti á spjöldum sögunar. Ef rétt reynist þá skríður þessi díll yfir 200 milljón dollara og þar með fljúga þau með stæl inn á topp 10 lista, bæði yfir dýrustu og ljótustu skilanaði allra tíma. Bravó.

Annars eru þau að gera talsvert betur en útgönguspár s.l. árs gerðu ráð fyrir; þá voru menn, sérfræðingar í svona nokkru, að spá "sátt" hjá þeim uppá um helming þessar upphæðar. Sannar þetta hvað góð strategía og vel tímasettur endasprettur eru mikilvægir þættir í þessum leik eins og svo mörgu öðru.

Þau komast svo sem ekki með tærnar þar sem Robbi Mördok og Anna fyrrum kona hans hafa hælana, en þau kláruðu sig á 1,7 milljarði dollara.

Á wikí er að finna lista yfir dýrustu skilnaði sögunar, hann er svona:

  • Rupert Murdoch's divorce from Anna Murdoch; estimated at $1.7 billion;
  • Adnan Khashoggi's divorce from Soraya Khashoggi; est. at $874 million;
  • Craig McCaw's divorce from Wendy McCaw; est. > $460 million;
  • Michael Jordan's divorce from Juanita Jordan; est. > $150 million;
  • Neil Diamond's divorce from Marcia Murphey; est. at $150 million;
  • Harrison Ford's divorce from Melissa Mathison; est. at $118 million;
  • Steven Spielberg's divorce from Amy Irving; est. at $100 million;
  • Kevin Costner's divorce from Cindy Silva; est. at $80 million;
  • Paul McCartney's divorce from Heather Mills; est. to exceed $60 million;
  • Kenny Rogers divorce from Marianne Rogers; est. at $60 million;
  • James Cameron's divorce from Linda Hamilton; est. > $50 million;
  • Michael Douglas' divorce from Diandra Douglas; est. at $45 million;
  • Ted Danson's divorce from Casey Coats; est. at $30 million;
  • Lionel Richie's divorce from Diane Richie; est. at $20 million;
  • Mick Jagger's divorce from Jerry Hall; est. between $15 and $25 million.

Þana er einmitt verið að spá Paul og Heather með 60 milljónir dollara eða svo. En við vitum nú betur. Miklu betur.

Maður hefur ekki hnusað lengi af þessum "málaflokki" þegar við blasir að það er dýrt að vera frægur leikari eða tónlistamaður. Í fyrsta lagi kosta brúðkaup þessa fólks hjólbörufarm af seðlum og svo þegar ("ef" kemst varla að í þessu samhengi) blessað fólkið skilur þá er verið að ræða bílfarm.

Hérna er ég svo með heimildaskrá fyrir þessa "rannsókn" mína:
Forbes: The 10 Most Expensive Celebrity Divorces
Forbes: Celebrity Divorces--Women Who Paid
AskMen: Top 10: Most Expensive Divorce Settlements
ABC: 10 Priciest Celebrity Divorces 


 


mbl.is Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband