Leita í fréttum mbl.is

1000 herramenn og milljónir á milljónir ofan í kassann

Herrakvöld Fylkis, sem var haldið í gær í íþróttahúsi okkar Fylkismanna tókst að venju vel, reyndar fannst mér það takast betur núna en oftast. Þetta er ein helsta fjáröflun knattspyrnudeildarinnar og grunar mig að metin hafi fallið á öllum sviðum í ár. Það vorum nærri því þúsund herramenn sem mættu í gær og þeir hafa aldrei verslað meira (veitingar, happdrætti, málverk). 

Fallegur veislustjóri og smá klúbbur í norðri

Gísli "út og suður" Einarson er jafn skemmtilegur og hann er falllegur (hér styðst ég við hans eiginn fegurðarmat). Fáir hafa stjórnað þessari veislu betur en hann, þrátt fyrir að hann hefði brugðið sér frá um stund. Hann fór "út og norður", skrapp í Grafarvoginn þar sem Fjölnismenn höfðu náð að smala saman sæmilegum hópi karla, nokkrum tugum víst. Flott hjá Guðlaugi og félögum, þetta er víst ört vaxandi klúbbur þarna hjá þeim. 

 
Allt er fertugum fært

Vilbjörn (Villi borgó og Bjössi bloggó) mætti og flutti stutta (mínútu á mann, yeah right) en góða ræðu, bæði var hún skemmtileg og eins voru í henni góð tíðindi - í tvennum skilningi. Fyrst er það útfylltur tékki upp á 1,5Mkr sem á að hjálpa klúbbnum við að halda upp á 40 ára afmælið sitt á árinu. Og svo var það óútfylltur tékki. Vilbjörn sagði að Fylkir væri vel rekið félag og sannarlega  fyrirmynd annar og að borgin ætlaði sér að koma rausnarlega að byggingu stúku við völinn okkar - viðræður þar að lútandi væru í farvatninu.


Gagnvirkur prestur er góður prestur

Séra Hjálmar Jónsson var ræðumaður kvöldsins, frábært mál hjá honum. Það vakti athygli mína hversu vel honum tókst að tala við salinn og flétta ræðu sína eða öllu heldur mál sitt við það sem fram hafði farið um kvöldið og um leið og hann talaði. 


Eftirherma og verðandi fjöldamorðingi

Jóhannes eftirherma Kristjánsson, sem hefur verið með okkur Fylkismönnum (með hléum þó) svo lengi sem menn muna var þræl flottur. Hann var reyndar líka að kitla strákana í Grafarvoginum. Ég veit eiginlega ekki hvert horfir með hann Jóhannes, kallinn verður bara betri og betri með hverju árinu sem líður og þar sem hann er ekki nema fimmtugur þá getur þetta ekki endað vel. Ef heldur sem horfir þá kæmi það mér ekki á óvart að menn fari að hrökkva upp af á herrakvöldinu - drepist hreinlega úr hlátri.


Ofurverðbólga

Jón Magnússon stjórnaði málverkauppboðinu - það er líka fastur liður, hann gerði það vel - fastur liður einnig. Ekki er nokkur vafi á því að Jón á nokkurn þátt í því að hífa upp tilboðin ná þeim upp í "næs ránd nömber". Tólf myndir (og tvær treyjur) voru boðnar upp og fengust fyrir þær dálagleg summa - þetta var met ár. Ekki orð um það meir.

 
Fumlaus fagmennska

Kvöldið er í föstum skorðum. Hjá flestum byrjar kvöldið svona upp úr hálf sex, þá fara menn að hópa sig saman í upphitunarboðum þar sem menn skvetta svolítið á sig. Slík boð eru um allt hverfið og er sum ansi fjölmenn svo að ferja þarf mannskapinn með rútu upp í höll, en þangað taka hóparnir að streyma upp úr hálf átta. Dagskráinn hefst kl. 19:15 eða þannig og prógrammið er keyrt í gegn af stakri fagmennsku - ekkert fum og fát. 

Eldhús sælkerans hefur séð um að fylla á trogin í mörg ár og er mér til efs um að nokkur kunni betur á þetta en Jón Þór og hans lið. Einar Ágústsson hirðljósmyndari klúbbsins sér um borðaskipulagið og raðar hópunum niður eftir kúnstarinnar reglum. Hann sér líka um að festa kvöldið í bita og bæti. Stelpurnar í hverfinu sjá svo um að selja okkur fljótandi veitingar og happadrættismiða.    

Kvöldið er í föstum og taustum skorðum - svona rétt eins og það á að vera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband