Leita í fréttum mbl.is

Intel segir þetta mestu breytingu í sögu örgjörvans í 40 ár

Moores original graph 1965 lýsti einn af stofnendum Intel, Gordon Moore framtíðarsýn sinni þar sem hann spáði því að afl örgjörvaGordonMoore_1_2005 myndi tvöfaldast á u.þ.b. 2 ára fresti (í gegnum fjölgun transistora á hverjum kubb). Þessi kenning hefur síðan verið kölluð Moore lögmálið. Myndin hérna til hliðar er af upprunnalegu uppkasti Moores.

Hjá Intel hafa menn alla tíð síðan lagt sig fram til þess að viðhalda þessari kenningu. En á sama tíma hefur fjöldi manna keppst við að sína fram á að tími Moore lögmálsins sé liðinn. Prófið að gúggla "end of Moore's Law". 

Intel menn hafa hengt sig á lögmálið, þar á bæ ætla menn sér að sanna að það standist. Hvar sem ég hef farið og hlustað á fulltrúa Intel (m.a. Andy Grove og Craig Barret) tala um vörur sínar ogmooreslaw_graph2 framtíðar horfur í þróun þeirra er minnst á Moore lögmálið og sýnt að Intel hafi staðið sýna vakt. Þeir eru sannfærðir um að lögmálið haldi, það er hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins. Má í raun halda því fram að kenningin sem slík hafi átt nokkurn þátt í því að þrýsta á um framfarir í þróun örgjörva.

Ætli Moore lögmálið sé ekki fyrsta flokks dæmi um hvernig skýr og yfirlýst stefna getur hjálpað fyrirtækjum (og vitaskuld einstaklingum) við að ná markmiðum sínum.  

Hér (slóð) er hægt að skoða kynningarefni Intel í tengslum við þessa frétt. Myndin hér að ofan sýnir hvernig örgjörvar frá Intel raðast í góðum takti við lögmál Moores, ég fann ekki uppfært graf m.v. 45nm kubb - smelli henni inn þegar ég finn hana.

En það hafa ekki allir forkólfar í tölvugeiranum reynst jafn sann spáir og Moore. Er ekki rétt að rifja upp nokkur vel þekkt dæmi:

• Everything that can be invented has been invented.
- Charles H. Duell, Commissioner, U.S. Office of Patents, 1899 (ekki beint í bransanum en fær að fljóta með)
• "I think there is a world market for maybe five computers."
- IBM Chairman Thomas Watson, 1943
• Computers in the future may have only 1,000 vacuum tubes and perhaps only weigh 1 1/2 tons.
- Popular Mechanics, 1949
• "There is no reason anyone would want a computer in their home."
- Ken Olson President of Digital Equipment Corporation, 1977
• "640k ought to be enough for anybody."
- Microsoft Chairman Bill Gates, 1981
• "I wouldn’t put my company on the Internet. 
- Ken Olson Chairman Modular Comuter System, 1996

Og þessu tengt:

The Internet is a great way to get on the net.
- Senator Bob Dole
How could this be a problem in a country where we have Intel and Microsoft?
- Al Gore on Y2K (aldarmótavandinn)

During my service in the United States Congress, I took the initiative in creating the Internet.
- Al Gore describing his 1986 legislation to interconnect five supercomputer centers (17 years after the first Internet servers hooked up)
If Gore invented the Internet, I invented spell-check.
- Former Vice President J. Danforth Quayle
The day I made that statement, I was tired because I'd been up all night inventing the Camcorder.
- Al Gore attempting damage control


mbl.is Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband