17.2.2007
Klámstjörnur ætla að ríða ...
... út á Íslandi í næsta mánuði.
Ef marka má fréttir og umræðuna hér á blogginu þá er það stór, RISASTÓR viðburður að til landsins ætli að koma dágóður hellingur af fólki sem vinnur við klámiðnaðinn. Það verður vafalaust mikið um föngulegasta fólk í þessum hópi, líklega verða bústnar ofurskvísur og vel hangnir "hönkkar" áberandi. Hingað ætla þau að koma til skrafs og ráðagerða en líka til þess að gamna sér svolítið.
Af hverju er allt orðið vitlaust vegna þessa? Uppi eru háværar raddir um að það eigi að banna fólkinu að koma hingað!
Hvaða, hvaða.
Úr því að málið fór í þann farveg sem það er í (sem var svo sem viðbúið), má segja að umræðan í framhaldinu hefði verið fyrirséð að mestu. Tilfinningar bera skynsemina ofurliði. Steríótýpurnar stökkva inn á sviðið og hegða sér nákvæmlega eins og tja steríótýpur.
Í mínum huga er birtingarmyndin eitthvað á þessa leið:
Leiðinlegar stelpur, konur og kellingar undir flaggi femínisma æpa og öskra, veifandi fullyrðingum um, nauðung, dóp og mannsal og undir þetta taka jafn leiðinlegir strákar og karlar sem líka segjast vera femínistar.
Svo eru það svona VG týpurnar, þið vitið; Steingerfingur Joð, Ömmi og Kolla. Ég meina svona fólk sem verður voðalega oft alveg ægilega vont og á það þá til, oftar en ekki, að hella heilum helling af hring-raka-þvælu yfir allt og alla.
Raupandi og rausandi.
Það er ekkert fyrir mig að reyna að skilgreina klám, en ég veit að klám er klám, klám er erótík, erótík er klám og klám er ekki klám þó svo klám sé. Ég vill meina að hugtakið klám eins og það er notað í daglegu tali sé ekki endilega neikvætt, að vort daglegt klám sé annað klám en það sem um er fjallað í 210. gr. hegningarlaga.
Þar hafið þið það!
Það er enginn vafi á því að í skjóli klámiðnaðarins þrífast margir ógeðfeldir hlutir, sumir ógeðslegri en orð fá lýst. Hlutir sem engin eðlileg manneskja getur verið sátt við. En við sem teljum okkur vera "eðlileg" og viljum forðast þá staði þar sem óeðli er eðli megum samt ekki fordæma athafnir samferðafólks okkar með þeim hætti sem steríótýpurnar gera. Við getum ekki dregið allt þetta fólk í einn dilk - málað það í sama litnum og úthrópað það síðan sem glæpalýð. Í slíku felst áþekk mannfyrirlitning og steríóliðið er að saka þetta fólk um.
Ef fólk vill lát a taka sig alvarlega í þessari umræðu þá þarf það að gangast við því að fullorðnu fólki er frjálst að athafna sig eins og því sýnst svo lengi sem það sjálft ræður ferðinni. Hér virkar ekki að alhæfa að leikararnir séu nauðugir í leiknum. Fólk má hamast, hoppa og skoppa, hálf-nakið , alsnakið, klætt í búning læknis, Tarsans eða nunnu, bundið eða óbundið, brúkandi svipur, tól og tæki, slím, jarðarber og rjóma, stynjandi, rymjandi, sitjandi, standandi, fljúgandi, já rétt eins og því listir og í leiðinni er það bara í fínu að myndir séu teknar af öllu saman. Í framhaldi höfum við svo ekki mikið að segja um hvernig efnið (myndirnar, hljóðið) er höndlað.
Stundum horfi ég á klám, stundum finnst mér það í lagi, stundum líður mér hálf-kjánlega, stundum geispa ég, stundum veit ég ekki hver fjárinn er í gangi - hvort að einhver sé að koma, tja eða þá að fara.
Síðast horfði ég á klámmynd um miðjan janúar, þá horfði ég á mynd sem hét "Iron Master Byrgisins". Þetta gæti verið vinnuheiti en mér fannst allt yfirbragð myndarinnar bera það með sér að hún væri enn í vinnslu. Mér var sagt að þetta sé til þess að gera nýleg mynd og að tökur hafi farið fram hér á landi. Mér leiddist myndin, svo mjög að ég greip til þess ráðs að horfa á hana á þreföldum hraða.
IMB var einhvernveginn alveg laust við að vekja upp hjá mér slíkar kenndir (gre...) sem mér finnst að svona myndir eigi að gera. Þar spilar forsaga, baksvið sögunar verulega inn í, veldur því að sorg verður öðrum kenndum sterkari. Eða var það kannski ætlun leikstjórans? Sagan af IMB er saga nauðungar.
En færum sambærilega klámmyndagerð í annað umhverfi. Segjum söguna að hamingjusama parinu við getum kallað þau OG og DM, þau þekkja allir eru þekkt fyrir heilbrigðan og jákvæða lífstíl - svona fólk sem allt leikur í lindi hjá. Í sínu einkalífi stunda þau eitthvað sem ég myndi kalla all sérstækt kynlíf, í takt við það sem sést í IMB. Þeim finnst æðislegt að horfa á klámmyndir af slíkum athöfnum og æsingur þeirra verður aldrei meiri en þegar þau sjálf fara með aðalhlutverk. OG og DM eru líka félagar í klúbbi þar sem fólk með svipaðan áhuga kemur saman til að horfa á nokkrar ræmur og fá sér te eða ávaxtasafa. Þarna ræðir fólkið stílbrigði og tækni - ekki ósvipað því sem fólk gerir sem stundar dans. Líka eru einginleikar tóla og tækja ræddir og vinsælt er að fá gesta fyrirlesara til þess að kenna nýja hnýtingar - binditækni er nefnilega mikilvægur hluti í þessu hobbýi, ekkert ósvipað og hjá þeim sem hnýta veiðiflugur. Perraskapur sem það er.
Í klúbbnum þeirra er nokkuð algengt er að fólk skiptist á myndskeiðum eða jafnvel heilu stuttmyndunum og þekkt er að sumar þessara mynda sé gefnar út, þannig að stærri hópur geti notið þeirra. Klúbburinn sem OG og DM eru í heldur úti fínum vef, þessi vefur er vinsæl hjá fólki sem hefur áhuga á svona nokkru og já fjölda forvitina. Á þessum vef eru m.a. svona myndir seldar, þær eru seldar háu verði - seljast grimmt.
Ætli þessi saga sé nokkuð út í hött? Það skal í það minnsta engin segja mér að eitthvað þessu líkt eigi sér ekki stað.
Það má líka einfalda þessa sögu mikið; segja sem svo að OG og DM stundi bara svona venjulegt hömdí dömdí kynlíf, en finnist gaman að teipa það og horfa á við ýmis tækifæri, þau eru meðlimir í samfélagi á netinu sem skiptist á og selur svona efni.
Og þá eru það spurningarnar; hvar í ferlinu breytist heimilisklámið í klámiðnað nauðugra, hver er það sem eldheitur leikur drifinn af sameiginlegum nautum þeirra breitist í nauðung. Hvað er það í athöfnum þeirra sem lítilsvirðir konur já eða karla?
Endilega skoðið þetta innlegg á Vísindavef HÍ um klám, mér finnst þar vera fín nálgun og svo er hér lengri grein sem er ágæt lesning.
Svo lengi sem við höfum ekki annað en tilfinningaleg rök gegn þessu fólki þá skulum við láta þetta fólk í friði, leyfum því að koma hingað og látum það óáreitt. Allir tilburðir til þess að hafa frekari afskipti af málinu mun aðeins vekja á hópnum meiri athygli (nóg er komið samt), við verðum líka að reyna að koma í veg fyrir að við gerum okkur að algjörum fíflum (það er kominn nettur fífla fílingur í málið).
ES. Ég er hissa á innígripi Borgarstjórans. Það skal tekið fram að ég flokka Villa borgó ekki í hóp með steríótýpunum. Ég held að þetta hafi verið óvart hjá honum, vont frumhlaup. Hann átti ekkert með það að gera að blanda sér í umræðuna með þeim hætti sem hann gerir. Núna er hann kominn í einhverskonar sjálfheldu, hann veit að af-því-bara rök duga ekki og verður því að fylgja ígripinu eftir og gerir tilraun til að verja þessa skoðun með efnislegumrökum. Æi þetta er ógurlega aumt. Hálfu aumar er það svo að ríkistjórnin hafi fundið það upp hjá sér að ræða málið.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Maður lifandi, nú þarf ég ekki að blogga sjálfur :) Ég er fullkomlega sammála. Ég skil ekki þetta upphlaup vegna einvherra nörda sem reka netsíður. Við verðum líka að átta okkur / sætta okkur við að þeirra iðnaður rekur tækniþróunina á netinu/DVD alveg sama hvað Kolla klámbani segir, btw ég skil ekki afhverju hún hefur ekki tjáð sig ennþá.
Að mörgu leiti er andstaða við þetta svipuð og hvalveiðiráðið eða verra. Mótmæli við okkar fiskveiðar t.d. og að sitja síðan í mestu makindum heima og borða fisk (vil ekki fara út það hvernig við veiðum hann). Fólk sem tilheyrir hópum eins og VG er alltof tilbúið að segja öllum hvernig þau eiga að lifa, þjappa þeirra siðferðiskennd á alla hvort sem viðkomandi er tilbúinn að taka við henni eður ei. Allt er þetta auðvitað gert í þágu samfélagsins. Ekki má gleyma því.
Sammála rithöfundi er ég; ég bara skil ekkert hvað Villi borgó var að tjá sig um þetta. Einu kjósendur hans sem kunna að meta þetta rövl í honum núna eru lítt ánægðar eiginkonur sem sjá eftir sínu vali og líður eins og að lítill krani leki einum dropa í senn með stuttu millibili á höfuð þeirra. (chinese torture) Undir þeim kringumstæðum væri maður fúll út í alla sem væru eða hefðu það öðruvísi.
Hjörtur (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 00:07
Touché
Kjarni (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 05:02
Já ég er sammála! Forræðishyggjan er óþolandi tæki. Held að Villi og félagar séu bara að reyna að útiloka þá möguleika að um ólöglegar athafnir geti átt sér stað í kjölfarið eeen fólk er að brjóta lög allan sólarhringinn ekki satt bara ekki búið að auglýsa hvar það verður hverju sinni?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.