Leita í fréttum mbl.is

Bubbi framdi glæp - ég var vitni að því!

bubbi 01Mér var boðið í morgunverð í morgun, fór héðan úr Sigurhæðum alla leið vestur fyrir vestur bæinn.  Ólafur Hand hjá Iceland Naturally hafði í tengslum við Food and Fun boðið fólki í enskan morgunverð, sem var reiddur fram í vinnustofunni hans Tolla.

 

Þetta var góð hugmynd hjá Óla, augnakonfekt, eyrnakonfekt og morgunverðarkonfekt sem meig í munni.

 

Auk þess að fá að njóta stórbrotinna verka Tolla skemmtu Bubbi og Garðar Thor Cortes gestum.

 

Bubbi taldi það jaðra við glæp ("... this is almost a criminal act ...") að taka gigg þetta snemma dags. Það má vel vera að honum hafi liðið þannig, en það var hins vegar ekki að sjá á honum hann var eins og ný sleginn túskildingur og maður lifandi ekki var það að heyra á honum. Hann var einfaldlega glæpsamlega góður, blúsinn hans í lokinn er bara eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef heyrt og séð til hans.

 

Þetta var eftir allt criminal act.

 

Ég hálf-vorkenndi Garðari Thor að þurfa að stíga á stokkinn á eftir Bubba. En það átti eftir að koma í ljós að þær áhyggjur mínar vor ástæðulausar með öllu. Hann var alveg hreint geislandi góður.

 

Ég raulaði O sole mio á leiðinni til fjalla - með mínu lagi.

 

Flott hjá þér Óli og takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég svo aldeilis hissa, að rekast á þig.  Það sem maður lendir ekki í.


Þröstur Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Ester Júlía

Mmmm þetta hefur verið yndislegur morgun. Þvílíkt eyrna og augnkonfekt sem þú fékkst að upplifa.  Og morgunverðurinn greinilega ekki síðri

Ester Júlía, 24.2.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Nei er þetta þú Þröstur, gaman að sjá þig hérna - er ekki allt í key'inu í Londres? Rock on!

Viggó H. Viggósson, 27.2.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband